Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 64

Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 64
sem þau börn voru marktækt þyngri, lengri og með stærra höfuðummál. Ályktanir: Ef beðið er með valkeisara fram að 39. viku með- göngu er hægt að minnka verulega líkurnar á önd- unarörðugleikum hjá börnunum. Sumurn konum virðist ætlað að ganga lengur með börn sín en öðrum og taka ber því tillit til meðgöngulengdar fyrri barna þegar ákveðið er hvenær valkeisari skuli gerður. Áhættuþættir augnslysa Stefán Haraldsson, Jón Baldursson og Brynjólfur Mogensen Slysa- og bráöamóttöku Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi Inngangur: Augnáverkar og aðskotahlutir í augum eru taldir al- gengir. Hér á landi er lítið vitað um orsakir augnslysa og tengsl þeirra við starfsstéttir, vélar og hlífðarbúnað. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna áhættu- þætti augnslysa með forvarnastarf í huga. Efniviöur og aöferöir: Leitað var í tölvusjúkraskrá slysa- og bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi (SBM) að öllum þeim sem komu á deildina frá 1. janúar 1998 til og með 20. mars 2001 með augnáverka eða aðskotahluti í augum. Til að fá viðbótarupplýsingar var þeim augnslysasjúklingum sem komu inn á SBM frá 1. jan - 20. mars 2001 afhentur spurningalisti sem varðaði slysið og áhættu- þætti þess. Hringt var í sjúklingana að nokkrum dög- um liðnum til að kanna eftirmeðferð og vinnutap. Niöurstöður: Síðustu 3 ár voru ríflega 3600 heimsóknir á SBM vegna slysa af þessu tagi eða u.þ.b. 2,7% af heildar komufjölda. K.arlmenn voru fjölmennari í nánast öll- um aldursflokkum eða 81%. Hjá báðum kynjum voru slysin algengust á aldrinum 20-29 ára. Byggingar- vinna og mannvirkjagerð var sú atvinnugrein þar sem flest augnslys urðu hjá báðum kynjum. „Verlcstæði, verksmiðjusalur, skipasmíðastöð“ reyndist vera al- gengasti slysstaðurinn hjá körlurn en heimilið hjá kon- um. Aðskotahlutur í auga var algengasta tegund á- verka. Hinn framsýni hluti rannsóknarinnar sýndi að ríf- lega helmingur sjúklinganna notaði verkfæri eða vélar þegar slysið átti sér stað og var slípirokkur algengasta áhaldið (39%). 72% óhappanna voru vinnuslys, þar af voru 71% launþegar. 60% höfðu fengið augnáverka áður. Aðeins 32% notuðu einhvern hlífðarbúnað þar af notuðu 63% opin gleraugu án hliðarhlífa. 64% sögð- ust hafa fengið tilsögn í notkun hlífðarbúnaðar. Vinnu- tap var hjá rúmlega fjórðungi sjúklinga (0,5 - 7 dag- ar) og í innan við fimmtungi tilfella þurfti viðkomandi á frekari meðferð að halda. Ályktun: Hægt er að fækka augnslysum verulega með því að nota réttan hlífðarbúnað. Fræðsla, áróður og hert eftir- lit með öryggisráðstöfunum þurfa sérstaklega að bein- ast að karlmönnum í iðnaðarstörfum. Járnbirgöir blóðgjafa ákvaröaöar með serum ferritin - áhrifaþættir og tíðni járnskorts Theódór Skúli Sigurðsson Leiðbeinendur: Dr. Sveinn Guðmundsson yfirlæknir og Hlíf Steingrímsdóttir blóðsjúkdómalæknir, Blóðbankanum, Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Inngangur: Afturvirk rannsókn á 20.207 Serum-ferritínmæling- um úr íslenskum blóðgjöfum frá maí 1995 til ársloka árið 2000 til að kanna járnbirgðir þeirra, áhrif endur- tekinna blóðgjafa og hvar sé eðlilegt að setja viðmið- unarmörkin fyrir blóðgjafana. S-ferritín gefur besta mynd af járnbirgðum líkamans. Hemoglóbínið tekur yfirleitt ekki að falla fyrr en S-ferritínið er komið nið- ur í lágmark og raunverulegur járnskortur orðinn að veruleika. Við hverja blóðgjöf tapa blóðgjafar á- kveðnu hlutfalli af járnbirgðum sínum, en eftir nokkr- ar blóðgjafir kemst þó á nýtt jafnvægi meðal annars með auknu frásogi á járni úr fæðu. Spurningin er bara hvort að þetta nýja jafnvægi S-ferritíns sé innan við- miðunarmarka. í Blóðbankanum hefur venjan verið að hafa neðri viðmiðunarmörkin 20 (g/1 fyrir bæði kynin, en þau efri 300 (g/1 fyrir konur og 400 (g/1 fyr- ir karla. Ef blóðgjafar hafa lent utan viðmiðunar- markanna hefur verið gripið inní með sérstökum ein- staklingsbundnum ráðstöfunum. Efniviöur og aöferöir: Áhrifaþættir járnbirgða s.s. aldur, kyn, tíðni og fjöldi blóðgjafa samkeyrðir í tölvukerfi Blóðbankans með S-ferritíngildi blóðgjafans. Niöurstöður: Meðalgildi S-ferritíns í virkum blóðgjöfum mældist 47,6 (g/1 hjá körlum en 23,6 (g/1 hjá konum. Meðal- gildi S-ferritíns í nýjum blóðgjöfum mældist 85,7 (g/1 hjá körlum en 29,5 (g/1 hjá konum. 7,23 % blóðgjafa voru með S-ferritín <20 (g/1 árið 2000. Meðalfjöldi blóðgjafa hjá virkum blóðgjöfum var 24,9 skipti hjá körlum en 9,6 skipti hjá konum. Tíðni blóðgjafa var 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.