Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 18
lagi. íslenskar konur hafa t.d. fengið greidd mæðra-
laun í samræmi við fyrri tekjur á Islandi. Fæðingaror-
lof í Sviþjóð er eitt ár og eiga foreldrar rétt á að taka
það út smám saman þar til barnið er 8 ára. Það reikn-
ast út frá tekjum í Svíþjóð si. 6 mánuði eða sem „dag-
peningar" sem þá er mun lægri upphæð. íslendingar
ganga inn í almannatryggingakerfið um leið og þeir
hafa skráð sig inn í Svíþjóð. Því gerist elcki þörf á sér-
stökum tryggingum fyrst eftir að komið er til Svíþjóð-
ar.
Heimilis- og
bílatryggingar eru
ódýrari í Svíþjóð
en heima og oft
fæst afsláttur ef
allt er tryggt hjá
sama tryggingar-
félagi. Hægt er að
fá bónus af bíla-
tryggingum yfirfærðan og þarf vottorð frá viðkomandi
tryggingarfélagi hér heima. Mikilvægt er að maka sé
einnig getið á vottorðinu. Töluverðu getur munað á ið-
gjöldum ef bónus fæst yfirfærður en annars eru bif-
reiðatryggingar ódýrari í Svíþjóð en á Islandi. I flest-
um tilvikum dugar íslenskt ökuskírteini en þó eru
dæmi þess að íslendingar hafi þurft að verða sér úti
um sænskt ökuleyfi. Hægt er að sækja um sænskt öku-
leyfi á grundvelli þess íslenska ef það er gert innan árs
frá því að kornið er til landsins.
í sumum tilvikum er krafist vottorðs frá sjúkrahúsi
um framhaldsnám. Slík vottorð fást á skrifstofum spít-
alanna en þar kemur fram hversu lengi viðkomandi
hefur unnið á stofnuninni og frá hvaða deild laun voru
greidd. A sömu skrifstofum er hægt að fá vottorð sem
sýnir tekjur síðastliðins árs en slíkt vottorð getur kom-
ið að góðum notum ef sótt er um
bætur úr félagslega kerfinu, t.d.
fæðingarorlof.
Ekki er lengur krafist sænsku-
vottorðs nema í algjörum undan-
tekningartilvikum. Þá er staðfest af
viðurkenndum sænskukennara að
viðkomandi skilji bæði ritað og
mælt mál og geti gert sig skiljanleg-
an á sænsku. Þó má benda á að tali
fólk reiprennandi sænsku getur ver-
ið ávinningur í því að fá það stað-
fest, t.d. af sænskukennar'a. Einnig
er sjálfsagt að geta þess þegar sótt
er um stöðu að umsækjandi tali
góða sænsku.
Húsnæði
Yfirleitt er talið ráðiegt að byrja í leiguhúsnæði. Húsa-
leiga á almennum markaði er mismunandi eftir stöð-
um og oft dýrari í stórborg en á minni stöðum á lands-
byggðinni. í borgum er húsaleiga fyrir 3ja - 4 her-
bergja íbúð oftast á bilinu 30-50 þús. ísl. kr. á mánuði
og er þá innifalið bæði hiti og vatn. Kallast það „varm
hyra“ þegar hiti er innifalinn en ef það er ekki er talað
um „kall hyra“ en mikilvægt er að hafa þessi hugtök á
hreinu þegar samið er um verð á leiguhúsnæði. Fyrir
raðhús hækkar leigan í 55-80 þús. á mánuði. Leigusal-
ar eru oftast sérstök leigufyrirtæki eða einkaaðilar. í
flestum tilvikum fylgja íbúðunum raftæki, s.s. ísskáp-
ur, eldavél, þvottavél og þurrkari. Ef svo er ekki má
benda á að verð á rafmagnstækjum er umtalsvert
lægra en hér á landi.
Oftast er ekki miklum vandkvæðum bundið að
verða sér úti um húsnæði en best er að ganga frá þess-
um málum með nokkurra mánaða fyrirvara. Hægt er
að leita til íslendinga í nágrenninu og þeir geta síðan
grennslast fyrir um húsnæði eða sent inn auglýsingu í
dagblöð. Oft er árangursríkt að hengja upp húsnæðis-
auglýsingu á þeim spítala þar sem fyrirhugað er að
stunda nám.
Þegar fólk hefur áttað sig betur á hlutunum kemur
til greina að kaupa húsnæði. Verð á húsnæði er mjög
breytilegt eftir stöðum. Hafa þarf í huga að erfitt get-
ur verið að losna við húsnæði hafi fólk t.d. í huga að
færa sig um set innan Svíþjóðar eða til annarra landa.
Ef kaupa á húsnæði er gott að fá vottorð frá stofnun-
inni sem maður er ráðinn á þess efnis að maður hafi
ráðningu og þannig tekjur. Þetta hjálpar til ef farið er
í banka og beðið um loforð til láns. Ekki er hægt að
sækja formlega um lán fyrr en komið er með sænska
kennitölu.
>
16