Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 3

Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 3
V Ö’S' félagar! Draumurinn er orðinn að veruleika. Læknaneminn er kominn út, á pappír. Mér finnst frábært að vera læknanemi og vonandi eru allir læknanemar ánægðir með námsval sitt og hlakka til að takast á við starfið að loknu námi. Umræðan um samdrátt í þjóðfélaginu hefur varla farið framhjá neinum. Fyrirtæki og stofnanir draga saman seglin og segja upp fólki. Við læknanemar þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur af því, jafnvel þótt ráðninga- bann standi yfir á spítölunum til að draga úr launakostnaði og reyna að rétta af fjárhag spítalanna. Það vantar svo marga aðstoðarlækna að fyrir okkur er meira en næg vinna. Þess vegna verðum við að gæta þess að verða ekki þjóðnýtt. Inni í umræðunni núna er til dæmis að lengja kandídatsárið vegna skorts á aðstoðarlæknum hversu rökrétt sem það kann að virðast. Árið verður 15 mánuðir, kandídatseinaogeinnfjórðiárið! Þetta er að sjálfsögðu hagkvæmt fyrir spítalann því við erum ódýrt vinnuafl. Grunnlaunalægsta háskólastétt spítalans miðað við lengd menntunar. Læknanámið er fjölbreytt og yfirleitt mjög skemmtilegt og þeir sem hafa kynnst hinum ýmsu störfum heil- brigðiskerfisins sjá að þetta er gefandi starf. Spakur maður sagði: Þegar þú byrjar á einhverju hafðu þá ekki áhyggjur af peningaleysi. Fjárþurrð er blessun, ekki bölvun. Ekk- ert örvar skapandi hugsun jafn mikið. Það er líka sagt að það sé sælla að gefa en þiggja en við þurfum samt viðurkenningu á því að við sinnum krefjandi ábyrgðarstarfi sem greiða á fyrir í samræmi við það. Það er margs að gæta og full ástæða til að vera á verði í hagsmunamálunum. Við bindum því miklar vonir við samninganefndina okkar og óskum henni góðs gengis í baráttunni. Njótið vel lesturs þessa langþráða blaðs. Fyrir hönd ritstjórnar. Kristbjörg Sveinsdóttir 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.