Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 12

Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 12
í ofanálag fór Guðjón Gunnar, nú um eins árs gam- all, að hirða upp hverja sýkinguna á fætur annarri. Fyrsta eyrnabólgan endaði sem mastoiditis og eyddum við gamlárskvöldi á Barnadeildinni. Næsta árið var á svipuðum nótum, sífelldar sýkingar, svæfingar vegna segulómskoðana og vaxandi taugaveiklun hjá foreldr- unum. Eg var sjálfur í dálítið sérstakri stöðu, ég var á þriðja ári og hafði aðgang að ýmsum upplýsingum og vissi dálítið um sjúkdóma almennt. Ég gat því flett upp öll- um verstu tilfellunum af sjúkdómnum (því enginn skrifar grein um barn með sjúkdóminn sem ekkert amar að) og þegar hér var komið við sögu var streitan farin að segja til sín. Ég og konan mín Edda Margrét vorum bæði í námi, nýbúin að kaupa íbúð sem við höfðum engan veginn efni á og mér gekk bölvanlega að lækka forgjöfina í golfinu. Þegar hér var komið við sögu fór oftar að bera á þeirri hugmynd að Guðjón Gunnar þyrfti að gangast undir skurðaðgerð til að fjarlægja æxlið á mænunni. Taugaskurðlæknar hér heima voru tregir til, en haft var samband við heimsmeistarann í taugaskurðlækn- ingum barna, dr. Michael Scott. Hann fékk sendar myndrannsóknir af guttanum og féllst á að gera að- gerðina. Þar með var það ljóst, við Edda Margrét vor- um að fara með það dýrmætasta sem við áttum til Bandaríkjanna í skurðaðgerð sem manni þótti fyrir- fram ómöguleg. Við komuna á barnaspítalann í Boston var strax ljóst að vel var að málum staðið og okkur leið býsna vel miðað við aðstæður. Fólkið var mjög vinsamlegt og borgin skemmtileg. En sama hversu fólkið var vinsamlegt og borgin skemmtileg, þá varð þessi aðgerð ekki umflúin. And- artökin þegar ég fylgdi barninu mínu inn á skurðstof- una og skildi það eftir í höndum svæfingarlækna eru með erfiðari stundum ævi minnar. Næstu átta klukku- stundirnar voru ekki mikið skárri. Nokkrir bollar af vondu kaffi, flett í gegnum tímarit, starað á vegginn, reynt að telja tíglana á mynstruðu gólfteppinu. Við fengum þó alltaf fréttir öðru hvoru úr aðgerð- inni, að allt gengi vel og þetta færi nú að styttast. Ég stari áfram á vegginn. Þegar þessu loksins lauk kom dr. Scott til okkar og tilkynnti okkur að allt hefði þetta gengið vel og tekist hefði að fjarlægja allt æxlið en þurfti að klippa á nokkra skyntaugaenda af greinum n.accessorius. Því- líkur léttir. Næstu sólarhringar voru á gjörgæslu og reynt að halda verkjum i lágmarki. Okkur hafði verið sagt að liann yrði fljótur að jafna sig og við kæmumst heim eftir 4-5 daga. Við fluttumst á almenna barnadeild en eftir 6 daga var Guðjón Gunnar enn mjög slæmur af verkjum og vildi ekkert reisa sig upp né hreyfa höfuð- ið. Nokkrum dögum síðar var hann þó kominn á fæt- ur en með höfuðið allt skakkt og hafði mikla verki. Þá kom í Ijós að skrið hafði orðið á hálsliðum neðan við aðgerðasvæðið. Enn eitt atvikið í sjúkrasögu drengs- ins sem enginn skilur. Hann var þá drifinn í stóran og harðan kraga sem átti að fylgja honum næstu 10 vik- urnar. Það var ekki fyrr en tveimur vikum eftir að- gerðina sem við komum heim til Islands, með litla krónprinsinn rnínus æxli plús kragi. Næstu átta vikur áttu eftir að reyna verulega á okkur öll, líka fjölskyldu okkar og vini. Guðjón Gunnar var með mikla verki sem komu í köstum og leið einfaldlega alveg hrikalega illa. Konan mín hætti í skólanum en ég var þá kominn á 4. ár og mætingaskylda í verknámið. Þessar vikur einkenndust af endurteknum heimsóknum á barna- spítalann, gengið um gólf í stofunni á nóttunni því barnið engist af kvölum og það er ekkert sem manni dettur í hug til viðbótar, né öðrum. Þegar líða tók á vorið fór stráknum hins vegar að líða betur og líf okkar tók að færast í sínar skorður. Verkirnir hurfu og hann fór að taka gleði sína á ný. Hann naut sín vel síðasta sumar og er smám saman að styrkjast. Hálsliðirnir eru ennþá ósamstæðir og var um tíma fyrirhuguð önnur aðgerð til að tryggja stöðu þeirra en það mál hefur nú verið sett á ís í bili. Hann er ennþá með æxli á sjóntauginni sem virðist ekki valda honum neinum einkennum enn sem lcomið er. Hann verður þriggja ára í janúar og ég ætla að gefa honum Valsbúninginn í afmælisgjöf. Þessi lífsreynsla er alveg ótrúleg og þó svo að ég óski engum að þurfa að ganga í gegnum þetta helvíti, þá lærir maður margt og stendur kannski eftir sterkari en áður og örlítið þroskaðri. Ég trúi samt ennþá á jóla- sveininn. Það er líka sérstakt fyrir mig sem verðandi lækni að sitja beggja megin borðsins. Mér finnst ég stundum hafa svindlað á foreldrum veikra barna sem ég tek á móti því ég hef fengið að skyggnast inn í þeirra heim og veit stundum hvernig þeim líður. Þó svo að í þessum pistli hafi ég látið hljóma sem ég eigi rosalega erfitt þá er það í raun ekki svo. Það eru margir sem hafa það mun verra en ég, mörg börn sem eru mun veikari en barnið mitt. Það eru líka nokkrir hlutir sem ég hef lært undanfarin ár. Ég veit að veikindi sonar míns eru komin til að vera og þau hverfa ekki þó að ég loki augunum. Ég veit líka að ef erfiðleikarnir gerðu son minn að því sem hann er í dag, þá myndi ég glaður gera þetta allt aftur. * 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.