Læknaneminn - 01.04.2002, Síða 59

Læknaneminn - 01.04.2002, Síða 59
æxli var því meiri líkur voru á að endanleg meðferð yrði brjóstataka. Meirihluti æxla hafði meinafræðilega gerð sem talin er tengjast ágengri líffræðilegri hegðun enda var tíðni endurmeina há og u.þ.b. helmingi al- gengari í upphafsbrjósti en í hinu. Sum endurmein komu fram meira en 10 árum eftir upphaflegan DCIS og eftirlit eftir fyrstu greiningu og meðferð þyrfti því ef til vill að vera ævilangt. Áhrif staðsetningar hjartadreps á afkomu sjúklinga og tengsi við meðferð Júlíus Ingólfur Schopka1, Þórður Harðarson2, Uggi Agnarsson3, Helgi Sigvaldason4 'Læknadeild Háskóla íslands,3 Læknadeild Háskóla íslands, 3 Rannsóknarstöð Hjartaverndar,4 Rannsóknarstöð Hjartaverndar. Inngangur: Vegna þess hve hjartaritið er útbreitt greiningartæki er mikilvægt að þekkja forspárgildi þeirra auðkenna sem það sýnir. Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna áhrif staðsetningar auðkenna kransæðastíflu sam- kvæmt hjartariti á afdrif sjúklinga, og að leita saman- burðar á milli ára, fyrir og eftir tilkomu segaleysandi meðferðar. Efniviöur og aðferöir: Öll kransæðastíflutilfelli úr MONICA skráningunni, frá árunum 1982, 1990 og 1998 voru flokkuð eftir staðsetningu á hjartariti og staðsetning mests skaða á- kvörðuð. Úr MONICA skráningunni fengust upplýs- ingar um: Aldur, kyn, fyrri kransæðstíflu, 28-daga lif- un, og segaleysandi meðferð. Hjá Hagstofu Islands var athugað hverjir þátttakenda frá árunum 1982 og 1990 voru látnir í árslok 1998, og hver dánarorsök var. Við tölfræðiútreikninga var beitt kí-kvaðratprófi og fjöl- þátta aðhvarfsgreiningu. Niðursfööur: 28-daga dánarhlutfall féll um 54% og gjöf sega- leysandi lyfja jókst um 91% á milli áranna 1990 og 1998. Segaleysandi meðferð marktækt ríflega þrefald- ar 28-daga lífslíkur og hefur marktæk hagstæðust áhrif á skaða í framveggsleiðslum. Mestur skaði í undir- veggsleiðslum hefur jaðarmarktæk verndandi áhrif m.t.t. 28-daga lifunar m.v. mestan skaða í fram- veggsleiðslum. Jaðarmarktæk hlutfallsleg aukning varð á staðsetningu mests skaða í undirveggsleiðslum á kostnað framveggsleiðsla. Marktæk hlutfallsleg fjölgun varð á ritum er sýndu T-þróun. ST-lækkanir fela í sér marktækt meiri áhættu, sérstaklega í fram- veggsleiðslum, en Q-breytingar og ST-hækkanir. Umræða: Þessi rannsólen hefur sýnt að ST-lækkanir eru sjúkl- ingum hættulegri en þróun Q-bylgju, og að skaði í undirveggsleiðslum telst vægari en annar skaði. Sú spurning vaknar hvort afstæð jaðarmarktæk hlutfalls- leg fækkun alvarlegri skaða (í framvegg) um 17%, megi rekja til notkunar segaleysandi lyfja? ÁHRIF LORNOXICAMS Á VERKJAMEDFERD EFTIR LEGNÁM MED KVIÐSKURÐI Kristbjörg Sveinsdóttir', Alma D. Möller2. 'Læknadeild HÍ, 2 Háskólasjúkrahúsiö í Lundi. Inngangur: Legnám er algeng aðgerð og eru verkir og ógleði tíðir fylgikvillar hennar. Algengast er að verkjastilling sé gefin með ópíóíðum en þeirri nreðferð fylgja ýmsar aukaverkanir. Aðrar aðferðir til verkjastillingar eru mænudeyfingar sem eru flóknari og dýrari meðferð. NSAID lyf sem viðbót við ópíóíða („multimodal anal- gesia“) eru oft notuð, en kostir þeirrar meðferðar eru umdeildir. Lornoxicam, Xefó® er NSAID lyf, cox 1/cox 2 ósértækt, sem við rannsóknir hefur reynst ár- angursríkt verkjalyf eftir ýmsar aðgerðir, einkum sem viðbót við ópíóíða, og sem virðist þolast betur en önn- ur NSAID lyf. Tilgangur þessarar rannsóknar er að at- huga hvort lornoxicam, sem viðbót við PCA*-morfín, bæti verkjameðferð þeirra kvenna sem fara í legnáms- aðgerð. Efniviður og aöferöir: Þetta er tvíblind, hendingsvalin, lyfleysuviðmiðuð rannsókn sem fer fram á svæfingadeild kvennadeildar Háskólasjúkrahússins í Lundi. Þátttakendur eru 100 konur sem fara í legnám með kviðskurði, falla í ASA** flokk I-II, eru yngri en 65 ára, og gefa upplýst samþykki sitt fyrir þátttöku. 45 mínútum fyrir aðgerð- arlok fá konurnar fyrsta skammtinn af rannsóknarlyf- inu og síðan 8,16, 24 og 36 tímum síðar. PCA-mor- fíndæla, tengd í æð, er notuð til allrar verkjastillingar á rannsóknartímanum. Spurningalisti fylgir konunum og í hann er skráð verkir skv. VAS*** kvarða, ógleði, kláði, morfínnotkun, aukalyf og aukaverkanir, kreatin- in og hemóglóbín fyrir aðgerð og í lok rannsóknar. Eftir 48 tíma er dælan aftengd og rannsókninni lokið. Niðursföður: Nú hafa tólf af hundrað konum tekið þátt. Atta hafa fengið lyfleysu og fjórar Xefó®. Engar marktækar niðurstöður hafa fengist enn sem komið er. Heildar- morflnnotkun Xefó® hópsins er nú 12 mg minni en lyfleysuhópsins (80,5 vs. 68,5 mg). 57

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.