Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 49

Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 49
gerð á tímaröðum R-R bila hjartaritsins. Senr mæli- kvarði jafnvægisins sympatík/parasymatík var afl merkisins á tíðnibandinu 0.05-0.15 Hz deilt með afli merkisins á tíðnibandinu 0.15-0.5 Hz. Fyrra tíðni- bandið er talið endurspegla sympatíska virkni til hjarta en hið seinna parasympatíska virkni. Staðsetn- ing og tilvist áverka í heila var greind með tölvusneið- myndatöku. Niðurstöður: Hlutfallið sympatík/parasympatík sýndi marktækan mun (P<0.()5) á milli heilablóðfallssjúklinga og við- miðunarhópsins þ.e. með aukningu á vægi sympatík- ur hjá sjúklingahópnum. Hjá heilablóðfallsjúklingum var hlutfallið sympatík/parasympatík 1.12 + 0.97 en hjá viðmiðunarhópnum hlutfallið 0.52 + 0.27. Ekki var neinn marktælcur munur á hlutfallinu sympa- tík/parasympatík þegar sjúklingar með vinstra heilaslag voru bornir saman við þá með hægra heilaslag. Klínísk einkenni sjúklinganna og breyting í hjartsláttarhraða reyndust eklci sýna marktæka fylgni. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar styðja fyrri rannsóknar- tilgátuna um að heilablóðfall raslci jafnvæginu sympa- tík/parasympatík á þann hátt að sympatísk virkni auk- ist á kostnað parasympatískrar. Seinni rannsóknartil- gátan fær eklci stuðning í rannsókninni þar sem mun- ur á jafnvægi sympatík/parasymatík með tilliti til stað- setningar var athugaður. Ef til vill varpar fyrri rann- sóknartilgátan einhverju ljósi á dauðsfoll sem orsakast af hjartsláttaróreglu þar sem enginn fyrirliggjandi hjartasjúkdómur var fyrir hendi. 1 Taugadeild Landspítalans við Hringbraut. Þáttur IL-12 losunar frá neutrofílum (PMN) og einkyrndum frumum í útæðablóði (PBMC) í meingerð C0P sjúkdómsins Birgir Már Guðbrandsson', Gunnar Guðmundsson2, Björn Rúnar Lúðvíksson3 1 Læknadeild Háskóla íslands 2 Landspítali háskólasjúkrahús 3 Rannsóknarstofnun Landspítalans, ónæmisfræði Inngangur: Stíflandi berkjungabólga með lungnabólgu eða COP (cryptogenic organizing pneumonitis) er milli- vefslungnasjúkdómur (interstitial lung disease). Fram til þessa hefur greining sjúkdómsins byggst á klínísk- um og vefjafræðilegum grunni. Meingerð sjúkdóms- ins einkennist af bandvefstöppum í lungnablöðrum og litlum berkjungum ásarnt íferð T fruma, neutrófíla, plasma frunra og eósínófíla. Auk þess hefur verið sýnt fram á aukningu neutróflla í blóði einstaklinga með sjúkdóminn. 11-12 gegnir veigamiklu hlutverki í frumubundnu ónæmissvari og hefur auk þess verið tengt meingerð sjúkdóma sem einkennast af mikilli bandvefsmyndun. Þar sem nýlegar rannsóknir hafa bent til framleiðslu IL-12 frá neutrófílum vildum við lcanna hvort að um offramleiðslu IL-12 væri að ræða hjá COP sjúklingum. Aðferðir og efniviður: Að fengnu upplýstu samþykki var tekið lOml af blóði úr 10 einstaklingum sem fengið hafa COP (meðalald- ur 66.8ár, 44-81 ára, hlutfall karla og kvenna 5/5) og 10 heilbrigðum viðmiðum. PMN (polymorphonucle- ar cells) og PBMC frumur (peripheral blood monon- uclear cells) voru einangraðar með Percoll og Dextran einangrunaraðferð. Eftir einangrun og þvott var hreinleiki PMN 97-100%. PBMC frumulagið saman- stóð eftir einangrun af eitilfrumum (70%), neutrófil- um (17%), mónócýtum (8%), eósínófílum (4%) og basófílum (1%). Því næst voru frumur örvaðar með LPS eða LPS/IFN-( og magn IL-12p70 seytingar var metið með ELISU á mismunandi tímapunktum. Niöurstööur: Hámarki IL-12p70 seytingar var náð eftir 24 tíma. í ljós kom að seyting PMN á IL-12p70 var talsvert lægri en áður hefur verið lýst og einungis losuðu neut- rófílar 1L-12 hjá 6 af 20 þátttakendum. Jafnframt var seyting þeirra 3x Iægri en seyting PBMC. Enginn munur reyndist vera á meðaltals framleiðslu IL-12 á milli hópanna. Athyglisvert var að þeir einstaklingar sem skáru sig úr hvað varðar framleiðslu á 1L-I2p70 frá PBMC reyndust báðir hafa COP. Annar þeirra reyndist einnig vera nreð mestu losun IL-12p70 frá neutrófílum sem mæld var í þessari rannsókn. Umræöa: Þó svo að ekki hafi verið sýnt fram á mikla 11-12 los- un frá neutrófílum þá er hugsanlegt að meingerð COP geti í einstaka tilfelli orsakast af 1L-12 offramleiðslu eins og kom í Ijós hjá 2 af 10 þátttakendum. Þó verð- ur að draga í efa að hlutverk neutrófíla í virkjun Th 1 T frumu svars sé veigamikið í ljósi ofangreindra niður- staðna 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.