Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 29

Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 29
Meðferð bráðrar briskirtilsbólgu Inngangur: Nýgengi bráðrar briskirtilsbólgu á íslandi er ekki vel þekkt. I afturskyggnri rannsókn á afdrifum sjúklinga frá 1974-83 (1) var nýgengi áætlað 25/100.000 íbúa/ári. I nágrannalöndunum er nýgengi bráðrar bris- kirtilsbólgu á bilinu 30-50/100.000 íbúa/ári (2,3,4), og má ætla að nýgengi á íslandi sé svipað. Orsök briskirtilsbólgu er breytileg eftir landsvæðum og er háð matar- og drykkjuvenjum. Alkohólneysla er algengasta orsök briskirtilsbólgu í Suður-Evrópu en gallsteinar í Vestur-Evrópu en með nákvæmari upp- vinnslu sjúklinga er hægt að finna orsök briskirtils- bólgunnar í allt að 90% tilfella. Tafla 1 sýnir niður- stöður nýrrar framskyggnrar rannsóknar frá Bergen um orsakir briskirtilsbólgu (5). Skilgreining á bráðri briskirtilsbólgu er sýnd í töflu 2 (6). Briskirtilsbólga er oftast vægur sjúkdómur sem gengur yfir með venjulegri stuðningsmeðferð en um 20% sjúklinga fá alvarlegan sjúkdóm (Tafla 2) og þarfnast flóknari meðferðar. Briskirtilsbólga er talin alvarleg ef sjúklingurinn fær fylgikvilla en þeir geta verið staðbundnir jafnt sent kerfisbundnir (Tafla 3). í ofangreindri rannsókn (5) var heildardánartíðni 3% og í rannsókninni höfðu 20% sjúklinga með bráða bris- kirtilsbólgu alvarlegan sjúkdóm, 5-7% höfðu mjög al- varlegan sjúkdóm með útbreiddri bólgu og drepi í og umhverfis briskirtilinn. Dánartíðni sjúklinga með al- varlegan eða rnjög alvarlegan sjúkdóm var há (30%). Athuga: Ef fylgikvillar eru eingöngu eitt af eftir- töldu; hjartadrep, lungnabólga, gallvegasýking (cholangitis) o.s.frv. þá er briskirtilsbólgan ekki talin vera alvarleg. Mat á alvarleika sjúkdóms Til að geta hafið markvissa nteðferð er nauðsynlegt að vita hverjar eru: I. Horfur sjúklingsins. Kemur hann til nteð að þróa alvarlegan sjúkdóm? 2. Orsök briskirtilsbólgunnar. Tafla 1. Orsök bráðrar briskirtilsbólgu hjá 487 sjúklingum Severe Mild Total Gallstone disease 32 194 236 (48.5%) Alcohol abuse 29 65 94 (19%) Ideopathic 14 42 56 (12%) Post-ERCP 11 32 43 (9%) Pancreatic tumor 2 11 13 (3%) Pancreas divisum 1 9 10(2%) Hyperlipidemia 1 9 10 (2%) After surgery /trauma 1 5 6 (1%) Steroids 1 3 4 (1%) Hyperparathyroidism 2 1 3 (0.5%) Ulcus perforatum 1 2 3 (0.5%) Virus 1 2 3 (0.5%) Other 0 5 5 (1%) Total 96 (20%) 391 (80%) 487 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.