Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2002, Side 29

Læknaneminn - 01.04.2002, Side 29
Meðferð bráðrar briskirtilsbólgu Inngangur: Nýgengi bráðrar briskirtilsbólgu á íslandi er ekki vel þekkt. I afturskyggnri rannsókn á afdrifum sjúklinga frá 1974-83 (1) var nýgengi áætlað 25/100.000 íbúa/ári. I nágrannalöndunum er nýgengi bráðrar bris- kirtilsbólgu á bilinu 30-50/100.000 íbúa/ári (2,3,4), og má ætla að nýgengi á íslandi sé svipað. Orsök briskirtilsbólgu er breytileg eftir landsvæðum og er háð matar- og drykkjuvenjum. Alkohólneysla er algengasta orsök briskirtilsbólgu í Suður-Evrópu en gallsteinar í Vestur-Evrópu en með nákvæmari upp- vinnslu sjúklinga er hægt að finna orsök briskirtils- bólgunnar í allt að 90% tilfella. Tafla 1 sýnir niður- stöður nýrrar framskyggnrar rannsóknar frá Bergen um orsakir briskirtilsbólgu (5). Skilgreining á bráðri briskirtilsbólgu er sýnd í töflu 2 (6). Briskirtilsbólga er oftast vægur sjúkdómur sem gengur yfir með venjulegri stuðningsmeðferð en um 20% sjúklinga fá alvarlegan sjúkdóm (Tafla 2) og þarfnast flóknari meðferðar. Briskirtilsbólga er talin alvarleg ef sjúklingurinn fær fylgikvilla en þeir geta verið staðbundnir jafnt sent kerfisbundnir (Tafla 3). í ofangreindri rannsókn (5) var heildardánartíðni 3% og í rannsókninni höfðu 20% sjúklinga með bráða bris- kirtilsbólgu alvarlegan sjúkdóm, 5-7% höfðu mjög al- varlegan sjúkdóm með útbreiddri bólgu og drepi í og umhverfis briskirtilinn. Dánartíðni sjúklinga með al- varlegan eða rnjög alvarlegan sjúkdóm var há (30%). Athuga: Ef fylgikvillar eru eingöngu eitt af eftir- töldu; hjartadrep, lungnabólga, gallvegasýking (cholangitis) o.s.frv. þá er briskirtilsbólgan ekki talin vera alvarleg. Mat á alvarleika sjúkdóms Til að geta hafið markvissa nteðferð er nauðsynlegt að vita hverjar eru: I. Horfur sjúklingsins. Kemur hann til nteð að þróa alvarlegan sjúkdóm? 2. Orsök briskirtilsbólgunnar. Tafla 1. Orsök bráðrar briskirtilsbólgu hjá 487 sjúklingum Severe Mild Total Gallstone disease 32 194 236 (48.5%) Alcohol abuse 29 65 94 (19%) Ideopathic 14 42 56 (12%) Post-ERCP 11 32 43 (9%) Pancreatic tumor 2 11 13 (3%) Pancreas divisum 1 9 10(2%) Hyperlipidemia 1 9 10 (2%) After surgery /trauma 1 5 6 (1%) Steroids 1 3 4 (1%) Hyperparathyroidism 2 1 3 (0.5%) Ulcus perforatum 1 2 3 (0.5%) Virus 1 2 3 (0.5%) Other 0 5 5 (1%) Total 96 (20%) 391 (80%) 487 27

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.