Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 37

Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 37
Fjöldi/100.000 karla Tafla I. Vefjagerð 131 frjófrumuæxla f eistum á (slandi 1971 - 1995. Frjófrumuæxli önnur en sáðkrabbamein eru merkt með dökkum bakgrunni. N Sáðkrabbamein (seminoma) 72 Dæmigert (classic) 64 Villivaxtarafbrigði (anaplastic) 6 Annað 2 Fósturvísiskrabbamein (embryonal carcinoma) 25 Fjölkímiskrabbamein (teratocarcinoma) 22 Fjölkímsæxli (teratoma) 3 Æðabelgskrabbamein (choriocarcinoma) 5 Blómabelgskrabbamein (yolk sac) 2 Alls 131 krabbameina í blöðruhálskirtli, lungum, meltingarvegi og sortuæxli (melanoma) í húð (6,12). Frjófrumuæxlum er samkvæmt hefð skipt í sáð- krabbamein (seminoma) (mynd 2) og frjófrumuæxli önnur en sáðkrabbamein (non-seminoma), en skipt- ingin kemur aðallega til vegna ólíkrar klínískrar hegð- unar og meðferðar þessara æxla. Þessi tvískipting hefur reynst hentug og er almennt viðurkennd við fiokkun þessara æxla. I töflu 1 er yfirlit yfir vefjagerð 131 sjúldinga sem greindust hér á landi á 25 ára tímabili, 1971-1995 (1,2). Sáðkrabbameinin (56%) (mynd 3a) eru ívið al- gengari en önnur frjófrumuæxli (44%) (mynd 3b) og einsleitari en síðarnefndi hópurinn sem, eins og nafn- ið gefur til kynna, er samsafn ólíkra vefjagerða. í þessum hópi eru blandæxli algeng eða í allt að helm- ingi tilfella, sérstaklega blanda af fósturvísis- og fjöl- kímskrabbameini. Ef sáðkrabbamein sést í sama æxli og önnur frjófrumuæxli eru þau flokkuð með þeim síðarnefndu. Einkenni og skoðun Algengasta einkennið er þreifanleg fyrirferð í eista (95%). Þó greinast fáir fyrir tilviljun (<3%), t.d.við læknisskoðun eða krufningu. Verkur í eistanu er ann- að algengt einkenni (50%) og u.þ.b. 12% sjúklinganna hafa einkenni meinvarpa (1,2). Oftast er um að ræða bak- og/eða kviðverki vegna eitilmeinvarpa í aft- anskinurými (retroperitoneum), en einnig einkenni vegna lungna- og beinameinvarpa, megrun, ógleði og uppköst. Oft verður töf á greiningu, sérstaklega hjá þeim sem ekki finna fyrir verkjum og draga því að leita læknis. í allt að fjórðungi tilfella veldur röng greining læknis frekari töf (12). I íslensku rannsólcn- inni greindist rúmlega helmingur sjúklinganna innan íjögurra mánaða frá upphafi einkenna, þar af Ijórð- ungur innan fjögurra vikna (1,2). Stærstu æxlin voru 12, 15 og 19 cm í þvermál en meðalstærð var í lcring- um 5 cm. Lílct og er- 1 e n d i s reyndust fleiri með k r a b b a - mein í h æ g r a eista, en á s t æ ð a þess er e k k i þekkt. í 1- 2% tilfella g rein i s t sjúkdóm- urinn í b á ð u m eistum samtímis (14). í flestum tilvikum sést stækkað eista við skoðun (mynd 4) en í vissum tilfellum er eistað minna, t.d. ef um launeista er að ræða. Mikilvægt er að beita réttri tækni við þreifingu (inynd 5) en fyrirferðin er oftast hnöttótt, þétt og elclci sérstaklega aum viðkonni. Yfir- leitt er hægt að aðgreina æxlið frá eistnalyppum (mynd 6) en vandgreindari eru tilfelli þar sem vatns- haull (hydrocele) umlykur eistað. í slíkum tilvikum og öðrum vafatilfellum, er ómskoðun af eistanu góð rannsókn. Þá sést hvort fyrirferðina er að finna í eist- anu sjálfu eða fyrir utan það, t.d. í pung, eistnalyppum eða sáðstreng (mynd 6). Elcki má gleynra að þreifa lcvið, eitla ofan vinstra viðbeins og á hálsi því þar geta leynst eitlameinvörp. Brjóstastækkun sést hjá u.þ.b. 5% sjúklinga nreð frjófrumuæxli en allt að 30 - 50% þeirra eru með Sertoli- og Leydigfrumuæxli (12). Greining Leiki grunur á æxli í eista skal taka sjúklinginn til að- gerðar en þar má staðfesta greininguna með frysti- skurðarsýni. Fyrir aðgerð er mikilvægt að mæla æxlisvísa í sermi. A það bæði við um sjúklinga með sáðkrabbamein og önnur frjófrumuæxli þótt æxlisvís- Tafla II: Tíöni hækkaðra æxlisvísa í sermi hjá körlum með frjófrumuæxli f eistum (12,24) Vefjagerð: B-hCG % AFP % Sáökrabbamein (seminoma) 7 0 Fjölkímsæxli (teratoma) 25 38 Fjölkímskrabbamein (teratocarcinoma) 57 64 Fósturvísiskrabb. (embryonal carc.) 60 70 Æðabelgskrabbamein (choriocarcinoma) 100 0 Danmörk Finnland ísland Noregur Svíþjóö Mynd 1. Aldursstaðlað nýgengi krabbameina í eistum miðað við 100.000 karla á Noröurlöndunum á tímabilinu 1981 - 1986. Danir hafa hæsta nýgengi í heimi en nýgengi hér á landi er um meðallag miðað við önnur Evrópulönd (4,5) 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.