Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 54

Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 54
stöðinni á sama tímabili fékk sendan spurningalista með sömu spurningum auk spurninga til könnunar á viðhorfi til þátta sem snertu aðgerðina. Niöurstööur: Af 657 útsendum listum var 336 svarað, þ.e. 51 %. Meðalaldur þátttakenda var 45 ár og kynjaskiptingin var 47 % konur og 53 % karlar. 94 % sögðust ánægð með viðtalið við lækninn, 97 % myndu leita aftur til stöðvarinnar með vandamál sem fengist er við af sér- fræðingum hennar og 99 % myndu mæla með stöð- inni. Einungis 4 % voru neikvæðir gagnvart einka- reknum læknastöðvum. Af þeim sem fóru í aðgerð voru 97 % ánægð með þjónustuna í kringum aðgerð- ina, 99 % fannst þeir vera í öruggum höndum og að- eins 4 % hefði frekar viljað láta framkvæma aðgerð- ina á sjúkrahúsi. Niðurstöður eru miðaðar við þá sem tóku afstöðu. Ályktanir: Þessar niðurstöður gefa til kynna að þeir sem nýtt hafa þjónustu þessarar einkareknu læknastöðvar eru al- mennt mjög sáttir við hana. Könnun þessi bendir því til, að minnsta kosti hvað varðar viðhorf sjúklinga, að ekki eigi að sporna við þróun undanfarinna ára í heil- brigðisþjónustunni. Hins vegar vantar sams konar kannanir frá fleiri stöðum og gera þyrfti samanburð á kostnaði og faglegum þáttum til að geta svarað því endanlega. Nýrnasteinar í börnum á íslandi Helga Elídóttir', Runóltur Pálsson1-2, Viðar Eðvarðsson2 'Læknadeild Háskóla íslands, 2Landspítali háskólasjúkrahús Inngangur: Nýrnasteinar eru algengt vandamál með háa endur- komutíðni. Talið er að 5-15% einstaklinga fái nýrna- stein fyrir sjötugt en 7% nýrnasteina greinast í börn- um undir 16 ára aldri. Algengastir eru kalsíum-oxalat og kalsíum-fosfat steinar. Helstu áhættuþættir fyrir myndun nýrnasteina eru aukinn útskilnaður á lcalsí- um, oxalati og þvagsýru, of lítill útskilnaður cítrats, þvagfærasýkingar og þvagfæragallar. Tilgangur rann- sóknarinnar var að meta tíðni nýrnasteina í börnum á íslandi og helstu áhættuþætti . Efniviöur og aöferðir: Rannsóknarhópurinn samanstóð af öllum börnum undir 18 ára aldri sem greindust með nýrnasteina á ár- unum 1995-2000. Leitað var að sjúkdómsgreiningum sem tengjast nýrnasteinum i tölvukerfum LSH og FSA. Upplýsingar um gerð steina, staðsetningu þeirra, helstu áhættuþætti og meðferð voru fengnar úr sjúkraskrám. Þá voru sjúklingar kallaðir inn til endur- mats þar sem gerðar voru frekari þvag- og blóðrann- sóknir auk þess sem spurt var út í fjölskyldusögu um nýrnasteina og beinþynningu. Niðurstöður: Á tímabilinu greindust 26 börn, þar af 10 drengir. Miðgildi aldurs var 9,42 ár (0,17-14,92). Nýgengi var 5,58/100.000 börn yngri en 18 ára. Sautján steinar voru röntgenþéttir, 3 röntgenhleypnir og 1 sást aðeins við blöðruspeglun. I 4 tilfellum þar sem röntgenrann- sókn var ekki gerð greindust steinar við ómskoðun og í einu tilfelli geklc steinn niður áður en myndgreining var gerð. Af 28 steinum voru 13 staðsettir í þvag- leiðara, 7 í nýrnabikurum, 5 í nýrnaskjóðu og 3 í blöðru. Fimm börn greindust með stein oftar en einu sinni á tímabilinu. Efnagreining lá fyrir hjá fjórum sjúklingum, tveir voru með strúvít og tveir með 2,8- díhýdroxýadenín steina. Ein eða fleiri undirliggjandi orsakir greindust hjá 20 af 26 sjúklingum, þar af voru 16 með efnaskiptaröskun, fimm voru með þvag- færagalla, einn hafði sveppasýkingu í báðum nýrum og einn reyndist hafa of lítið þvagmagn. Þrettán af 21 (61,9%) höfðu hypercalciuriu, 3 af 15 (20%) höfðu hyperoxaluriu og 2 af 12 (16,6%) höfðu hypocítrat- uriu. Við endurmat greindust 6 börn af 17 með efna- skiptaraskanir sem ekki höfðu greinst hjá þeim áður. Þriðjungur barna átti fyrstu eða annarrar gráðu ætt- ingja sem fengið höfðu nýrnastein en elcki fundust tengsl við beinþynningu. Ályktanir: Nýgengi nýrnasteina í börnum á Islandi er hátt borið saman við önnur lönd. Tíðni undirliggjandi áhættu- þátta (efnaskiptaraskanir og þvagfæragallar) hjá börn- um með nýrnasteina er hins vegar svipuð og í erlend- um rannsóknum. Er erfðabreytileikinn í Glútathíon S-Transferasa áhættuþáttur fyrir kransæðasjúkdóma? Helga Eyjólfsdóttir Inngangur: Glútathíon S-Transferasar (GST) eru afeitrunarensím sem eru mikilvægur liður í ensímvörn frumunnar gegn bæði endogenous og exogenous efnum, þ.á.m. skaðlegum efnum í tóbaksreyk. Tvö GST-ensím, GSTMl og GSTTl, hafa núll-samsætu sem gera gen þeirra alveg óvirlc. Sýnt hefur verið fram á tengsl milli núll-samsætu þessara gena og reykingatengdra krabbameina, en þetta hefur hins vegar verið minna rannsakað í tengslum við kransæðasjúkdóma. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.