Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2002, Síða 54

Læknaneminn - 01.04.2002, Síða 54
stöðinni á sama tímabili fékk sendan spurningalista með sömu spurningum auk spurninga til könnunar á viðhorfi til þátta sem snertu aðgerðina. Niöurstööur: Af 657 útsendum listum var 336 svarað, þ.e. 51 %. Meðalaldur þátttakenda var 45 ár og kynjaskiptingin var 47 % konur og 53 % karlar. 94 % sögðust ánægð með viðtalið við lækninn, 97 % myndu leita aftur til stöðvarinnar með vandamál sem fengist er við af sér- fræðingum hennar og 99 % myndu mæla með stöð- inni. Einungis 4 % voru neikvæðir gagnvart einka- reknum læknastöðvum. Af þeim sem fóru í aðgerð voru 97 % ánægð með þjónustuna í kringum aðgerð- ina, 99 % fannst þeir vera í öruggum höndum og að- eins 4 % hefði frekar viljað láta framkvæma aðgerð- ina á sjúkrahúsi. Niðurstöður eru miðaðar við þá sem tóku afstöðu. Ályktanir: Þessar niðurstöður gefa til kynna að þeir sem nýtt hafa þjónustu þessarar einkareknu læknastöðvar eru al- mennt mjög sáttir við hana. Könnun þessi bendir því til, að minnsta kosti hvað varðar viðhorf sjúklinga, að ekki eigi að sporna við þróun undanfarinna ára í heil- brigðisþjónustunni. Hins vegar vantar sams konar kannanir frá fleiri stöðum og gera þyrfti samanburð á kostnaði og faglegum þáttum til að geta svarað því endanlega. Nýrnasteinar í börnum á íslandi Helga Elídóttir', Runóltur Pálsson1-2, Viðar Eðvarðsson2 'Læknadeild Háskóla íslands, 2Landspítali háskólasjúkrahús Inngangur: Nýrnasteinar eru algengt vandamál með háa endur- komutíðni. Talið er að 5-15% einstaklinga fái nýrna- stein fyrir sjötugt en 7% nýrnasteina greinast í börn- um undir 16 ára aldri. Algengastir eru kalsíum-oxalat og kalsíum-fosfat steinar. Helstu áhættuþættir fyrir myndun nýrnasteina eru aukinn útskilnaður á lcalsí- um, oxalati og þvagsýru, of lítill útskilnaður cítrats, þvagfærasýkingar og þvagfæragallar. Tilgangur rann- sóknarinnar var að meta tíðni nýrnasteina í börnum á íslandi og helstu áhættuþætti . Efniviöur og aöferðir: Rannsóknarhópurinn samanstóð af öllum börnum undir 18 ára aldri sem greindust með nýrnasteina á ár- unum 1995-2000. Leitað var að sjúkdómsgreiningum sem tengjast nýrnasteinum i tölvukerfum LSH og FSA. Upplýsingar um gerð steina, staðsetningu þeirra, helstu áhættuþætti og meðferð voru fengnar úr sjúkraskrám. Þá voru sjúklingar kallaðir inn til endur- mats þar sem gerðar voru frekari þvag- og blóðrann- sóknir auk þess sem spurt var út í fjölskyldusögu um nýrnasteina og beinþynningu. Niðurstöður: Á tímabilinu greindust 26 börn, þar af 10 drengir. Miðgildi aldurs var 9,42 ár (0,17-14,92). Nýgengi var 5,58/100.000 börn yngri en 18 ára. Sautján steinar voru röntgenþéttir, 3 röntgenhleypnir og 1 sást aðeins við blöðruspeglun. I 4 tilfellum þar sem röntgenrann- sókn var ekki gerð greindust steinar við ómskoðun og í einu tilfelli geklc steinn niður áður en myndgreining var gerð. Af 28 steinum voru 13 staðsettir í þvag- leiðara, 7 í nýrnabikurum, 5 í nýrnaskjóðu og 3 í blöðru. Fimm börn greindust með stein oftar en einu sinni á tímabilinu. Efnagreining lá fyrir hjá fjórum sjúklingum, tveir voru með strúvít og tveir með 2,8- díhýdroxýadenín steina. Ein eða fleiri undirliggjandi orsakir greindust hjá 20 af 26 sjúklingum, þar af voru 16 með efnaskiptaröskun, fimm voru með þvag- færagalla, einn hafði sveppasýkingu í báðum nýrum og einn reyndist hafa of lítið þvagmagn. Þrettán af 21 (61,9%) höfðu hypercalciuriu, 3 af 15 (20%) höfðu hyperoxaluriu og 2 af 12 (16,6%) höfðu hypocítrat- uriu. Við endurmat greindust 6 börn af 17 með efna- skiptaraskanir sem ekki höfðu greinst hjá þeim áður. Þriðjungur barna átti fyrstu eða annarrar gráðu ætt- ingja sem fengið höfðu nýrnastein en elcki fundust tengsl við beinþynningu. Ályktanir: Nýgengi nýrnasteina í börnum á Islandi er hátt borið saman við önnur lönd. Tíðni undirliggjandi áhættu- þátta (efnaskiptaraskanir og þvagfæragallar) hjá börn- um með nýrnasteina er hins vegar svipuð og í erlend- um rannsóknum. Er erfðabreytileikinn í Glútathíon S-Transferasa áhættuþáttur fyrir kransæðasjúkdóma? Helga Eyjólfsdóttir Inngangur: Glútathíon S-Transferasar (GST) eru afeitrunarensím sem eru mikilvægur liður í ensímvörn frumunnar gegn bæði endogenous og exogenous efnum, þ.á.m. skaðlegum efnum í tóbaksreyk. Tvö GST-ensím, GSTMl og GSTTl, hafa núll-samsætu sem gera gen þeirra alveg óvirlc. Sýnt hefur verið fram á tengsl milli núll-samsætu þessara gena og reykingatengdra krabbameina, en þetta hefur hins vegar verið minna rannsakað í tengslum við kransæðasjúkdóma. 52

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.