Læknaneminn - 01.04.2002, Qupperneq 26

Læknaneminn - 01.04.2002, Qupperneq 26
ónæmi og virkni drápsfruma virðist minni hjá þeim og sömuleiðis virkni hvata sem hindra metalloproteinasa. Síðastnefndu hvatarnir minnka samloðun fruma og auðvelda íferð inn í vefi, sem hjálpar legslímufrumun- um að búa um sig. Legslímuflakksvefur er ólíkur eðli- legri legslímhúð, því hann stuðlar að ríkulegari ný- myndun æða og eykur líka tjáningu efna sem auðvelda ífarandi vöxt. Meöferö Mikill breytileiki er í birtingarformum sjúkdómsins frá einni konu til annarrar sem gerir val á meðferð erf- iðara en ella. Meðferð þarf að sníða að hverjum sjúk- lingi með tilliti til þátta svo sem aldurs, einkenna, barneignaáætlana og útbreiðslu vefjaskemmda (26,28). Markmið meðferðar er að lina þjáningar (verki), nreðhöndla vefjaskemmdir og að fyrirbyggja myndun nýrra vefjaskemmda (29). Meðferð sem ber árangur getur líka stutt greininguna (therapeutic trial). Lyfjameðferðin byggir í meginatriðum á tvennu: 1) að stöðva blæðingar (framkallar tíðateppu eða amen- orrhea) og 2) að koma af stað vefjarýrnun (atrophy) í legslímhúð, jafnt þeirri sem er á afbrigðilegum stöð- um og þeirri sem er á sínum eðiilega stað. Meðferð við sjúkdómnum byggir oftast á samblandi af skurð- aðgerð og lyfjameðferð, nema ef sjúkdómurinn er vægur. Þá getur lyfjameðferð nægt. Þar er einkum um að ræða samsettu getnaðarvarnarpilluna, progestín, og ýmis verkjalyf af NSAID-flokknum s.s. íbúprófen, naproxen eða mefenamín sýru (26,28). Við alvarlegri sjúkdóm þarf sértækari lyfjameðferð, en auk þess er gjarnan gripið til þess ráðs að fjarlægja megin massa vefjaskemmdanna með skurðaðgerð, ýmist með opinni kviðarholsaðgerð eða með kviðsjár- speglunaraðgerð. Skurðaðgerðirnar geta verið af tvennum toga. Annars vegar þar sem einstakar vefja- skemmdir á eggjastokkum, legi, eða legböndum eru fjarlægðar, en hins vegar þar sem leg konunnar er fjar- lægt (hysterectomy) til að stöðva blæðingar. Lyfja- meðferð er svo beitt í kjölfarið og þannig reynt að láta sjúkdóminn „brenna út“. Með lyijameðferð er hægt að draga úr vefjaskemmdunum og stundum nánast uppræta þær (1). Þær lyfjameðferðir sem notaðar eru við sjúkdómnum draga allar álíka mikið úr einkennum sjúkdómsins. Aukaverkanir eru mismunandi og ráða miklu um val á lyfjameðferð (30). Langvarandi með- ferð (mánuðir eða ár) veldur meiri aukaverkunum sem dregur úr meðferðarheldni (30). Með lyfjameðferð við legslímuflakki má draga úr eða stöðva blæðingar, þynna legslímhúðina og gera hana Iítið virka. Það dregur úr verkjum vegna sjúk- dómsins (26). GnRH-agonistar, s.s. goserelín og nafarelín, eru deca-peptíð lyf sem lækka styrk östróg- ens í blóði með því að hindra myndun stýrihormóna í heiladingli og þar með kynhormóna í eggjastokkum. Konan fer í einskonar „gervi-tíðahvörf‘ og vefja- skemmdirnar fá ráðrúm til að gróa og verða að örvef (26,28,31). Náttúrulegt Iosunarhormón stýrihormóna kynkirtla (GnRH): p - Glul - His2 - Trp3 - Ser4 - Tyr5 - Gly6 - Leu7 - Arg8 - Pro9 - GlylO - NH2 Goserelín: p - Glul - His2 - Trp3 - Ser4 - Tyr5 - D-Ser6 - Leu7 - Arg8 - Pro9 - Aza-GlylO - NH2 I GnRH-agonistum hefur amínósýrum númer 6 og 10 verið breytt frá því sem er í GnRH-hormóninu. Þessi breyting lengir helmingunartíma sameindarinn- ar og mettar viðtaka á frumum fremri heiladinguls. Veldur þetta fækkun viðtaka þar (down-regulation) og lækkun í styrk FSH og LH (28). í kjölfarið dregur síð- an úr seyti bæði östrógens og prógesteróns, sem hindr- ar blæðingar og egglos (32). Til að vinna gegn vissri tilhneigingu til minnkaðrar beinþéttni og gegn breyt- ingaskeiðseinkennum, má gefa hormónauppbótar- meðferð með lágum östrógen skömmtum. Prógestínlyf (prógestógen) má nota til að draga úr virkni eggjastokka og framkalla rýrnun á leg- slímuflakksvef og í eðlilegri legslímhúð. Háir skammtar prógestína minnka seyti stýrihormóna og valda lágri blóðþéttni östrógens (hypoestrogenemia) (28). Danazól er testósterón afleiða sem hefur sömu áhrif, en hefur slæmar aukaverkanir vegna skyld- leikans við karlhormónið og notkun þess er lítil nú. Með samsettum getnaðarvarnartöflum (östrógen og prógestín, „Pillan") þynnist legslímhúðin einnig og blæðingar rninnka, jafnt úr legslímu og inn í leg- slímuflakksvef. Best er að nota einfasa pillur þar sem sama hormónamagn er gefið stöðugt og hafa ekki hlé á milli pillupakka nema á 3-4 mánaða fresti. Þetta er mest notaða meðferð við sjúkdómnum og í vægum formum sjúkdómsins nægir hún sennilega ein og sér lil að halda honum niðri (30,33). Lokaorö Legslímuflakk getur verið erfiður, langvarandi sjúk- dómur, sem leiðir til verulegra þjáninga fyrir konur. Hann er erfiður í greiningu og meðhöndlun. Nýjar rannsóknir, m.a. á íslandi, benda til að tilurð hans stjórnist af flóknu samspili erfða, umhverfisþátta og brenglun í ónæmiskerfi lífhimnunnar. Með nýjum skilningi á þessum þáttum er von til að greining og meðferð muni batna í framtíðinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.