Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 61
reið/almenningsvagn, bifhjól og reiðhjól 2% hvert og
skellinaðra 1%. Afstaða árekstursstefnu var oftast
sama átt (48%), því næst þvert (26%), svo einn í ó-
happi (18%) og loks gagnstæð átt (8%). Innlagnir
voru 4,84%, en 95,26% útskrifuðust heim. Innlagnar-
hlutfall þeirra sem slösuðust á akbraut innan bæjar-
marka var 3,91% en 12,26% utan bæjarmarka. Eftir
afstöðu var innlagnarhlutfallið hæst meðal þeirra sem
komu eftir árekstur við farartæki úr gagnstæðri átt
(10,1%), því næst einn í óhappi (8,70%), svo þvert
(6,13%) og loks úr sömu átt (1,18%). Hálstognun var
algengasta greiningin og fengu 58,79% þá greiningu.
Eftir árekstur við farartæki úr sömu átt hlutu 76,63%
hálstognun. Aðra áverka á háls hlutu aðeins 0.61%.
Áverka á höfuð hlutu 12,12%, á brjóstkassa 19,28%,
á kvið og mjóbak 16,27%, á öxl og upphandlegg
6,75%, á olnboga og framhandlegg 3,78%, á úlnlið og
hendi 5,49%, á mjöðm og læri 3,74%, á hné og fótlegg
9,15% og áverka á ökkla og fót hlutu 2,69%.
Ályktanir:
Árið 1975 var tíðni slasaðra í umferðarslysum á höf-
uðborgarsvæðinu 1,41%. Tíðnin hefur lítið breyst. Þá
voru hins vegar karlmenn 2/3 af þeim sem slösuðust.
Nú eru þeir komnir í minnihluta. Aldurshópurinn frá
16-30 ára er í 2-6 faldri áhættu á að slasast í umferð-
inni á við aðra aldurshópa og er því verðugur mark-
hópur í forvörnum. Stærsti hópur þeirra sem slasast í
umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu fær hálshnykk
við árekstur við farartæki úr sömu átt. Fæstir þeirra
þurfa innlögn. Hinsvegar þarf tíundi hver að leggjast
inn eftir árekstur við farartælci úr gagnstæðri átt.
Tíðni sveppasýkinga í húð og nöglum á íslandi
Páll Sigurgeir Jónasson, 4. árs læknanemi.
Leiðbeinendur: Bárður Sigurgeirsson og Ingibjörg Harðardóttir
Inngangur:
Húðsveppir sýkja luið, hár og neglur. Tíðni húð-
sveppasýkinga fer vaxandi á Vesturlöndum. Nýleg ís-
lensk rannsókn sýndi að um 8% landsmanna hafa
sveppasýkingu í tánöglum. Markmið verkefnisins var
að taka saman, í fyrsta sinn, niðurstöður húðsveppa-
rannsókna sem framkvæmdar hafa verið á sýkladeild
Landspítalans. Niðurstöður verkefnisins munu veita
upplýsingar um árangur húðsvepparannsókna og far-
aldsfræði sýkinganna á Islandi.
Efniviður og aðferðir:
Verkefnið byggðist á afturvirkri leit í gögnum sýkla-
deildar Landspítalans frá tímabilinu 1982-2000.
Skráðar voru tiltækar upplýsingar um sýni frá húð,
hári og nöglum sem rannsökuð voru á svepparann-
sóknarstofu deildarinnar.
Niöurstöður:
Af 12.855 sýnum sem bárust á tímabilinu voru um
6909 (53,7%) frá konum og 5921 (46,1%) frá körlum;
í 25 (0,2%) tilfellum var kyn óþeklct. Naglsýni voru
8724 (67,9%), húðsýni 3205 (24,9%) og hár og slcegg-
sýni 203 (1,6%). Sýnategund var eklci tilgreind ná-
kvæmlega fyrir 723 (5,6%) sýni. Smásjárskoðun
sýndi sveppi í 3706 (29%) sýnum og af þeim rælctuð-
ust húðsveppir úr 2409 (65%). Sjúklingarnir voru á
aldrinum 17 daga til 100 ára; meðalaldurinn var 45,7
ár og miðgildið 46 ár. Húðsveppir ræktuðust frá 3752
(29%) sýnum; afþeim voru 1546 (41,2%) frá konum
og 2202 (58,7%) frá körlum en í 4 (0,1%) tilfellum var
kyn óþekkt. Algengustu tegundirnar sem ræktuðust
voru T. rubrum úr 1778 (47%) sýnum og T. menta-
grophytes úr 755 (20%). T. tonsurans var skráður í
697 (19%) tilfellum, en líklega var oftast um að ræða
misgreindan T. rubrum.
Ályktanir:
Meirihluti innsendra sýna var frá nöglum og greindust
húðsveppir í 33% þeirra. Fleiri sýni bárust frá konum
en húðsveppir ræktuðust oftar úr sýnum frá körlum.
Sýkingar á fótum voru algengastar; hár og skeggsýk-
ingar virtust fátíðar. Dreifing sveppategunda líktist
því sem þekkist annars staðar á Vesturlöndum, nema
að T. tonsurans, sem var lengi misgreind, er ekki land-
læg hér
Lifrarbólga C: klínísk-vefjafræöileg rannsókn
Páll Svavar Pálsson, Sigurður Ólafsson, Jón Gunnlaugur Jónasson
Inngangur:
Lifrarbólga C er milcið heilsufarsvandamál í heimin-
um. Talið er að um 3% manna í heiminum séu smit-
aðir en um 0,2% hér á landi eða u.þ.b. 600 manns. Af
þeim sem smitast fá um 80% langvinna lifrarbólgu og
20-25% af þeim skorpulifur eftir 2-3 áratugi. 3-10%
enda síðan að lokum með lifrarfrumukrabbamein.
Þessi rannsókn miðaði að því að kanna vefjameina-
fræði lifrar sjúklinga með lifrarbólgu C á Islandi og at-
huga hvaða þættir tengjast lifrarbólgunni.
Aöferöir:
Markhópurinn var allir þeir sjúklingar nreð lifrarbólgu
C sem fóru í lifrarsýnatöku á tímabilinu 1991-2000.
Upplýsinga var aflað úr sjúkraskrám um aldur, grein-
ingarár, smitleið, smittíma, einkenni, lifrarensím-
hækkanir, samhliða sýkingu o.fl. Vefjasýni voru end-
urskoðuó og metinn var bólgudrepsstuðull (0-18) og
bandvefsstuðull (0-6) með endurbættri HAI-flokkun.
Einnig var metin fylgni klínískra þátta við niðurstöð-
ur vefjasýna.
59