Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2002, Qupperneq 61

Læknaneminn - 01.04.2002, Qupperneq 61
reið/almenningsvagn, bifhjól og reiðhjól 2% hvert og skellinaðra 1%. Afstaða árekstursstefnu var oftast sama átt (48%), því næst þvert (26%), svo einn í ó- happi (18%) og loks gagnstæð átt (8%). Innlagnir voru 4,84%, en 95,26% útskrifuðust heim. Innlagnar- hlutfall þeirra sem slösuðust á akbraut innan bæjar- marka var 3,91% en 12,26% utan bæjarmarka. Eftir afstöðu var innlagnarhlutfallið hæst meðal þeirra sem komu eftir árekstur við farartæki úr gagnstæðri átt (10,1%), því næst einn í óhappi (8,70%), svo þvert (6,13%) og loks úr sömu átt (1,18%). Hálstognun var algengasta greiningin og fengu 58,79% þá greiningu. Eftir árekstur við farartæki úr sömu átt hlutu 76,63% hálstognun. Aðra áverka á háls hlutu aðeins 0.61%. Áverka á höfuð hlutu 12,12%, á brjóstkassa 19,28%, á kvið og mjóbak 16,27%, á öxl og upphandlegg 6,75%, á olnboga og framhandlegg 3,78%, á úlnlið og hendi 5,49%, á mjöðm og læri 3,74%, á hné og fótlegg 9,15% og áverka á ökkla og fót hlutu 2,69%. Ályktanir: Árið 1975 var tíðni slasaðra í umferðarslysum á höf- uðborgarsvæðinu 1,41%. Tíðnin hefur lítið breyst. Þá voru hins vegar karlmenn 2/3 af þeim sem slösuðust. Nú eru þeir komnir í minnihluta. Aldurshópurinn frá 16-30 ára er í 2-6 faldri áhættu á að slasast í umferð- inni á við aðra aldurshópa og er því verðugur mark- hópur í forvörnum. Stærsti hópur þeirra sem slasast í umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu fær hálshnykk við árekstur við farartæki úr sömu átt. Fæstir þeirra þurfa innlögn. Hinsvegar þarf tíundi hver að leggjast inn eftir árekstur við farartælci úr gagnstæðri átt. Tíðni sveppasýkinga í húð og nöglum á íslandi Páll Sigurgeir Jónasson, 4. árs læknanemi. Leiðbeinendur: Bárður Sigurgeirsson og Ingibjörg Harðardóttir Inngangur: Húðsveppir sýkja luið, hár og neglur. Tíðni húð- sveppasýkinga fer vaxandi á Vesturlöndum. Nýleg ís- lensk rannsókn sýndi að um 8% landsmanna hafa sveppasýkingu í tánöglum. Markmið verkefnisins var að taka saman, í fyrsta sinn, niðurstöður húðsveppa- rannsókna sem framkvæmdar hafa verið á sýkladeild Landspítalans. Niðurstöður verkefnisins munu veita upplýsingar um árangur húðsvepparannsókna og far- aldsfræði sýkinganna á Islandi. Efniviður og aðferðir: Verkefnið byggðist á afturvirkri leit í gögnum sýkla- deildar Landspítalans frá tímabilinu 1982-2000. Skráðar voru tiltækar upplýsingar um sýni frá húð, hári og nöglum sem rannsökuð voru á svepparann- sóknarstofu deildarinnar. Niöurstöður: Af 12.855 sýnum sem bárust á tímabilinu voru um 6909 (53,7%) frá konum og 5921 (46,1%) frá körlum; í 25 (0,2%) tilfellum var kyn óþeklct. Naglsýni voru 8724 (67,9%), húðsýni 3205 (24,9%) og hár og slcegg- sýni 203 (1,6%). Sýnategund var eklci tilgreind ná- kvæmlega fyrir 723 (5,6%) sýni. Smásjárskoðun sýndi sveppi í 3706 (29%) sýnum og af þeim rælctuð- ust húðsveppir úr 2409 (65%). Sjúklingarnir voru á aldrinum 17 daga til 100 ára; meðalaldurinn var 45,7 ár og miðgildið 46 ár. Húðsveppir ræktuðust frá 3752 (29%) sýnum; afþeim voru 1546 (41,2%) frá konum og 2202 (58,7%) frá körlum en í 4 (0,1%) tilfellum var kyn óþekkt. Algengustu tegundirnar sem ræktuðust voru T. rubrum úr 1778 (47%) sýnum og T. menta- grophytes úr 755 (20%). T. tonsurans var skráður í 697 (19%) tilfellum, en líklega var oftast um að ræða misgreindan T. rubrum. Ályktanir: Meirihluti innsendra sýna var frá nöglum og greindust húðsveppir í 33% þeirra. Fleiri sýni bárust frá konum en húðsveppir ræktuðust oftar úr sýnum frá körlum. Sýkingar á fótum voru algengastar; hár og skeggsýk- ingar virtust fátíðar. Dreifing sveppategunda líktist því sem þekkist annars staðar á Vesturlöndum, nema að T. tonsurans, sem var lengi misgreind, er ekki land- læg hér Lifrarbólga C: klínísk-vefjafræöileg rannsókn Páll Svavar Pálsson, Sigurður Ólafsson, Jón Gunnlaugur Jónasson Inngangur: Lifrarbólga C er milcið heilsufarsvandamál í heimin- um. Talið er að um 3% manna í heiminum séu smit- aðir en um 0,2% hér á landi eða u.þ.b. 600 manns. Af þeim sem smitast fá um 80% langvinna lifrarbólgu og 20-25% af þeim skorpulifur eftir 2-3 áratugi. 3-10% enda síðan að lokum með lifrarfrumukrabbamein. Þessi rannsókn miðaði að því að kanna vefjameina- fræði lifrar sjúklinga með lifrarbólgu C á Islandi og at- huga hvaða þættir tengjast lifrarbólgunni. Aöferöir: Markhópurinn var allir þeir sjúklingar nreð lifrarbólgu C sem fóru í lifrarsýnatöku á tímabilinu 1991-2000. Upplýsinga var aflað úr sjúkraskrám um aldur, grein- ingarár, smitleið, smittíma, einkenni, lifrarensím- hækkanir, samhliða sýkingu o.fl. Vefjasýni voru end- urskoðuó og metinn var bólgudrepsstuðull (0-18) og bandvefsstuðull (0-6) með endurbættri HAI-flokkun. Einnig var metin fylgni klínískra þátta við niðurstöð- ur vefjasýna. 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.