Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 6

Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 6
(BMl: þyngd (kg)/hæð (m) í öðru veldi). Skoða þarf í augnbotna, meta skjaldkirtil m.t.t. stækkunar, þreifa alla perifera púlsa, híusta hjarta og lungu, þreifa kvið og meta hálsvenustasa og bjúg. Meta skal neurologiskan stat- us. Taka skal blóð í mælingu á almennum blóðstatus, electrolyta og creatinin, cholesterol, blóðsykur og' þvagstatus. Hjartalínurit skal tekið af öllum fyrir upp- haf meðferðar og sömuleiðis hjartaómskoðun, en röntgenmynd af lungum er látin nægja ef hjartaómun er ekki fáanleg og klinisk skoðun og hjartalínurit bendir ekki til hjartasjúkdóms. Upplýsingar um reykinga- venjur skulu fengnar. Myndl Arteriovenous nicking in association with hypertension (yellow arrow). Meðferð háþrýstings Markmið háþrýstingsmeðferðar eru tvenn. í fyrsta lagi að fyrirbyggja líffæraskemmdir af völdum sjúkdómsins og ótímabær dauðsfoll. í öðru lagi er markmiðið að draga úr einkennum hans. Skipta má meðferðinni í tvo meginþætti. Annars veg- ar er um að ræða lífsstílsbreytingar svo sem mataræði og megrun. Hins vegar er lyfjameðferð. Almenn ráð Margir háþrýstisjúklingar eru of þungir. Megrun hjá þessum sjúklingum hefur bein blóðþrýstingslækkandi áhrif *. Stefnt skal að BMI 20-27. Hvetja skal til reglu- legra líkamsæfinga þar sem þær hafa ekki aðeins áhrif til megrunar, heldur einnig bein blóðþrýstingslækkandi áhrif sem eru óháð megruninni'9. Eins og fyrr er rakið er einungis þriðjungur háþrýstisjúklinga talinn saltnæm- ur og mjög er umdeilt hvort minnkuð saltneysla hafi já- kvæð áhrif á blóðþrýsting almennt. Reykingar hafa ekki bein áhrif á blóðþrýstinginn en auka mjög áhættu þeirra að fá hjarta- eða æðasjúkdóm. Margir þyngjast við það að hætta að reykja, en telja má víst að ávinning- ur þeirra sem hætta reykingum sé þrátt fyrir þetta mik- ill. Ráðlögð er holl og fjölbreytt fæða sem hluti af lífs- stílsbreytingum. Þrátt fyrir góðan ásetning er oft sorg- lega lítill árangur af þessum almennu ráðleggingum. Sjaldnast er ráðlegt að beita þeim einum sér í meðferð háþrýstings. Mikilvægt er að gera sjúklingnum grein fyrir að með þessum almennu ráðum má draga úr lyfja- magni sem nauðsynlegt er að taka til þess að ná blóð- þrýstingnum niður í viðunandi gildi. Lyfjameöferö Þegar komið er að því að velja lyf til meðferðar á há- þrýstingi er enginn einn lyfjaflokkur sem fellur undir það að vera fyrsta lyf, annað lyf o.s.frv. Hjá hverjum og einum verður að meta hvaða lyfjaflokkur er líklegastur til að koma að gagni. Markmiðið er að lyfjameðferðin sé eins einfold og kostur er, áhrifarík til blóðþrýstings- lækkunar og valdi sjúklingnum sem minnstum auka- verkunum. Hafa verður í huga að hjá vissum sjúklinga- hópum hafa ákveðin lyf mortalitetslækkandi áhrif á meðan önnur geta reynst hættuleg. Hjá einungins þriðj- ungi háþrýstisjúklinga nægir að beita einu lyfi. Nokkr- ar almennar leiðbeiningar um val blóðþrýstingslækk- andi lyfja fylgja hér á eftir: Yngri háþrýstisjúklingar, þeir sem eru virkir í álags- íþróttum, hafa útæðasjúkdóm eða asthma þola illa beta- hamlandi lyf. Betahamlarar valda þessu fólki þreytu, úthaldsleysi, mæði og oft koma fyrir draumarugl, getu- leysi karlmanna og stundum þunglyndisaukaverkanir. Þessi lyfjaflokkur er hins vegar kjörlyf hjá þeim sem hafa kransæðasjúkdóm enda lengir hann líf þeirra og dregur úr einkennum. Aður fyrr var talið hættulegt að gefa hjartabiluðum betahamlandi lyf, en rannsóknir hafa sýnt að þessi lyfjaflokkur bætir líðan þeirra og lengir líf°, en rétt er að nota þau með varúð og alitaf í samráði við hjartasérfræðing ef um hjartabilun er að ræða. Thiazid þvagræsilyf hafa verið mikið notuð í gegnum tíðina enda ódýr, oftast áhrifarík til blóðþrýstingslækk- unar og þolast vel hjá flestum. Vegur þeirra hefur þó minnkað með tilkomu nýrri lyfja, en hafa reynst gagn- leg til að auka áhrif annarra lyfja með verkun á renin- angiotensin kerfið enda eru þessi lyf framleidd í sam- settu formi og virka ágætlega. í þessum tilgangi eru thi- azid lyfin notuð í talsvert lægri skammti en tíðkast séu þau notuð ein og sér. Hafa ber í huga að þó svo að thi- azid lyfin geti verið þægileg hjá þeim sem hafa bjúg eða eru aldraðir þá hafa þau þann annmarka að auka á virkni renin-angiotensin kerfisins sem getur verið óheppilegt þegar til langs tíma er litið. Thiazidin hafa að auki nei- kvæð áhrif á cholesterol. ACE hamlarar er lyfjaflokkur sem hefur komið vel út í fjölmörgum kliniskum rannsóknum á sjúklingum með hjartabilun og þeim sem hafa vinstri ventricular hyper- trophiu21 en þetta eru algengir fylgikvillar háþrýstings. Auk þess að lækka blóðþrýsting lengja þau líf þessara sjúklinga verulega og draga úr einkennum hjartabilunar. í ljós hefur komið að lyfin reynast einnig gagnleg þeim sem hafa kransæðasjúkdóm án hjartabilunar og getur jafnvel dregið úr hjartaöng22. ACE hamlar eru nýrna- verndandi og draga úr proteinuriu hjá sykursýkissjúk- lingum og eru kjörlyf hjá þeim23. Þessi lyfjaflokkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.