Læknaneminn - 01.04.2002, Side 50

Læknaneminn - 01.04.2002, Side 50
Smitleiðir, algengi og dreifing áhættuþátta lifrarbólgu C veiru meðal sjúklinga á sjúkra- húsi SAÁ Vogi. 4. árs rannsóknarverkefni Höfundur: Björn Logi Þórarinsson læknanemi við HÍ, Reykjavík. Leiöbeinendur: Arthur Löve, dósent og yfirlæknir Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði, Lsp. Ármúli 1a. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir Sjúkrahúsi SÁÁ, Vogi, Stórhöfði 45. Valgerður Rúnarsdóttir, sérfræðingur lyflækninga Sjúkrahúsi SÁÁ, Vogi, Stórhöfði 45. Inngangur: Lifrarbólgu C veiru (HCV) sýking er mikill og vax- andi lieilbrigðisvandi í heiminum. Vel þekkt eru smit vegna sprautufíknar, stunguslysa, læknisverka og húð- flúra en einnig vegna gjafar blóðs og blóðafurða, blóð- skilunar og líffæragjafar sem skimunarrannsóknir hafa dregið úr. Umdeild eru srnit við kynlíf, notkun HCV mengaðra rakvéla og tannbursta. Rannsakaðir voru áhættuþættir og hverjar smitleiðir HCV væru rneðal vímuefnasjúklinga. Efniviður og aðferðir: Gerð var þversniðsrannsókn meðal 200 sjúklinga í á- fengis- og vímuefnameðferð á Vogi. Könnuð var á- hættuhegðun og áhættuþættir með stöðluðum spurn- ingalista og mæld HCV mótefni í blóði. Niöurstööur: Algengi HCV sýkingar var 37% (19/52) meðal sprautufíkla en 0% (0/145) meðal annarra. Meðal sprautufíklanna var jákvæð fylgni milli sýkingar og fjölda skipta sem sprautað hafði verið og lengd reglu- legrar neyslu. Algengið var 60% (15/25) meðal þeirra sem höfðu sprautað >50 skipti og 100% (8/8) meðal reglulegra neytenda >2 ár. Stunguslys, áhættuhegðun í kynlífi, húðflúr og notkun rakvéla og tannbursta frá HCV smituðum var algengari meðal sprautufíkla og fylgdi einnig jákvætt aukinni tíðni sprautunar. HCV sýktir einstaklingar deila rnikið áhöldum innbyrðis. Sprautufíklar gangast ekki alltaf við slíkri neyslu í heilbrigðiskerfinu. Ályktun: HCV virðist einungis smitast meðal sprautufíkla og er algeng meðal þeirra. Við ályktum að umdeildar smit- leiðir séu ofmetnar. Líkleg skýring eru röng svör um sprautunotkun og að umdeildir áhættuþættir eru ntun algengari meðal sprautufíkla. Mikil hætta er á HIV faraldri meðal HCV smitaðra bæði vegna áhættu í kynlífi og deilingu áhalda. Einungis mjög sértækar og markvissar forvarnir munu lækka nýgengi HCV og hemja útbreiðslu HIV meðal sprautufíkla í framtíð- inni. Heilsutengd lífsgæöi og svefn Davíð Björn Þórisson Markmið: Að meta þátt svefns í heilsutengdum lífsgæðum. Að- ferðir: 200 nemendur í Háskóla íslands voru valdir af handahófi úr nemendaskrá skólans og lagðir fyrir þá þrír spurningalistar gegnum Internetið, Pittsburgh Sleep Quality Index til að meta huglæg svefngæði, spurningalisti um heilsutengd lífsgæði (IQL) og skimunarlisti fyrir svefnvenjur og svefnvandanrál. Gerð var Polysomnografía hjá 12 einstaklingum, 6 þeirra sem höfðu fæst svefneinkenni og 6 þeirra sem höfðu flest. Niöurstööur: Svörun var 82% (164/200) en ekki voru öll svör not- hæf og því reyndust endanleg svör vera 150. Heilsu- tengd lífsgæði, svefngæði og svefnkvillar reyndust hafa talsverða dreifingu, en meðaltal voru innan eðli- legra marlca. Tengslin á milli heilsutengdra lífsgæða og svefnvandamála reyndust sterk, r=0,65 (p<0,05). Línuleg aðhvarfsgreining sýndi að mat á fjölda og teg- undum svefnkvilla ásamt huglægu mati svefngæða, skýrir allt að helming þeirrar dreifingar sem reyndist vera í heilsutengdunr lífsgæðum almennt (R2=0,47 p<0.01). Polysomnografía sýndi að um raunverulegan mun á svefni var að ræða hjá þeim sem reyndust hafa hæst og lægst huglæg svefngæði. Ályktun: Heilbrigðisstarfsfólk þarf að auka áherslu á greiningu og meðferð svefnvandamála sjúklinga sinna, þar sem almennt heilsufar endurspeglast mjög verulega í hug- lægri upplifun á svefni og svefngæðum. Taka ber hverja umkvörtun um truflaðan eða skertan svefn al- varlega þar sem oftast er um að ræða einhvern undir- liggjandi vanda. Einnig þarf að efla fræðslu til al- mennings um svefn og svefnvandamál. 48

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.