Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 66

Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 66
Niðurstöður: Frumniðurstöður sýna að flúóródeoxýúrídín í æti veldur auknum DNA skemmdum í B-eitilfrumum. Grunnskemmdir voru meiri í frumunr með BRCA2 stökkbreytinguna en í frumum sem ekki höfðu stökk- breytinguna. Flúóródeoxýúrídín leiddi til meiri DNA skemmda í frumum með BRCA2 stökkbreytinguna en í þeim sem ekki höfðu stökkbreytinguna. Hlutfallsleg aukning DNA skemmda af völdum flúóródeoxýúríd- íns í BRCA2 stökkbreyttu frumunum var svipuð og aukning DNA skemmda í frumum án stökkbreytingar. Umræður: Þessar niðurstöður benda til að fólatskortur geti aukið DNA skemmdir í frumum með BRCA2 stökkbreyt- inguna umfram það sem stökkbreytingin ein og sér veldur. Þýðing hækkaðs calprotectins í saur hjá ætt- ingjum sjúklinga með Crohn's sjúkdóm? Leit að teiknum þarmabólgu með Technesium merktum hvítfrumum. Þurý Ósk Axelsdóttir1, Ásbjörn Sigfússon1, Inga Skaftadóttir1, Eysteinn Pétursson’, Bjarni Þjóöleifsson’. Landspítali-háskólasjúkrahús’ viö Hringbraut. Inngangur: Crohn's sjúkdómur er þrálátur bólgusjúkdómur í þörmum, þar sem bólgan gengur í gegnurn alla vegg- þykktina, þó svo að einkennum frá mörgum öðrum líf- færakerfum hafi einnig verið lýst. Orsakir Crohn's sjúkdóms eru ekki þekktar en sjúkdómurinn liggur í ættum. Calprotectin er prótein sem finnst fyrst og fremst í umfrymi neutrophila. Mæling á calprótectini í saur er fremur sértæk mæling á bólguvirkni í görn en þó ekki sértæk fyrir Crohn's sjúkdóm þar sem krabbamein, þarmabólgusjúkdómar, sýkingar, notkun bólgueyð- andi verkjalyfja (e. NSAID) og jafnvel sýking í nef- koki eða lungum gefa jákvætt calprotectin próf. Calprotectin undir lOmg/L í saur telst eðlileg gildi. Við rannsókn sem gerð var á ættingjum sjúklinga með Crohn's sjúkdóm kom í Ijós að um einn af hverjum fimm var með aukið gegndræpi i þarminum og hækk- un á calprotectini fannst í 41% þeirra. Markmið þess- arar rannsóknar er að athuga hvort calprotectin gildi haldist viðvarandi hækkuð hjá sumurn ættingja og hvort hæklcuð gildi á calprotectini haldist í hendur við sjáanlegar bólgubreytingar í þörmum metið með hvít- frumuskanni. Efniviöur og aðferðir: Þrjátíu ættingjar sem tóku þátt í fyrri rannsókninni og voru búsettir á höfuðborgarsvæðinu voru valdir af handahófi nema hvað snerti calprotectinmagn í saur, 12 ættingjar með calprotectin gildi yfir 37mg/L og 18 ættingjar með calprotectin gildi undir lOmg/L sem samanburðarhópur. Öllum þátttakendum var sent bréf þar sem rannsóknin var útskýrð og fengið upplýst samþykki hjá þeim sem kusu að taka þátt. Þátttakend- ur fóru í hvítfrumuskann, þar sem hvítfrumur úr blóði þeirra voru einangraðar og merktar með 99m Technes- ium og gefnar þeim aftur. Telcnar voru tvær myndir af kvið, önnur hálftíma eftir gjöf geislamerktu hvítfrum- anna, sú seinni rúmum tveimur tímum eftir gjöf. Tveir rannsakanda skoðuðu myndirnar hvor í sínu lagi án upplýsinga um eldri calprotectin mælingar. Myndun- um voru gefnar einkunnir, 0= fullkomlega eðlileg, l=óljósar breytingar, sennilega ómarktækar, 2= hugs- anlega bólgubreytingar, 3= augljós merki um bólgu. Einkunnir beggja skoðenda voru lagðar saman og þátttakcndum síðan skipt í þrjá hópa, sameiginleg ein- kunn 0-2; hópur 1 ;3-4; hópur 2 eða 5-6; hópur 3. Þátt- takendur skiluðu einnig nýju saursýni til calprotectin mælingar. Niðurstöður: Níu af 12 ættingjum með hækkað calprotectin gildi tóku þátt í rannsókninni og 8 af 18 ættingjum með eðlilegt calprotectin gildi. Tveimur konum var hafnað (þungun, önnur veikindi), 6 ýmist neituðu eða gátu ekki tekið þátt í rannsóknxnni. Ekki náðist í 5 ættingja sem haft var samband við bréfleiðis. Af fimm ein- staklingum sem voru greindir með örugg bólgumerki á hvítfrumuskanni, voru fjórir með hækkun á cal- prótectini í fyrri rannsókn (fyrir tveimur til þremur árum). Hinir sem áður hafa greinst með hækkað calprotectin í saur voru ýmist með eðlilegt hvít- frumuskann (4) eða smávægilegar/óáreiðanlegar breytingar.( 1). Ályktun og umræða: Þessar niðurstöður gefa fyrirheit um að hugsanlega sé fylgni á milli hækkaðs calprotectins og einkennalausr- ar bólgu í þarmi. Á þessu stigi er ekki hægt að meta hvort calprotectin í saur endurspeglar þarmabólgu vegna þess að ekki liggja fyrir niðurstöður calprotect- inmælinga nú. Það mun hins vegar taka nokkur ár að meta hvort hátt calprotectin er aðferð til að finna þá sem eru með sjúkdóminn á frumstigi (veikjast síðar!) eða aðferð til að finna þá sem bera sjúkdómstilhneig- ingu (erfðir?). 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.