Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2002, Page 66

Læknaneminn - 01.04.2002, Page 66
Niðurstöður: Frumniðurstöður sýna að flúóródeoxýúrídín í æti veldur auknum DNA skemmdum í B-eitilfrumum. Grunnskemmdir voru meiri í frumunr með BRCA2 stökkbreytinguna en í frumum sem ekki höfðu stökk- breytinguna. Flúóródeoxýúrídín leiddi til meiri DNA skemmda í frumum með BRCA2 stökkbreytinguna en í þeim sem ekki höfðu stökkbreytinguna. Hlutfallsleg aukning DNA skemmda af völdum flúóródeoxýúríd- íns í BRCA2 stökkbreyttu frumunum var svipuð og aukning DNA skemmda í frumum án stökkbreytingar. Umræður: Þessar niðurstöður benda til að fólatskortur geti aukið DNA skemmdir í frumum með BRCA2 stökkbreyt- inguna umfram það sem stökkbreytingin ein og sér veldur. Þýðing hækkaðs calprotectins í saur hjá ætt- ingjum sjúklinga með Crohn's sjúkdóm? Leit að teiknum þarmabólgu með Technesium merktum hvítfrumum. Þurý Ósk Axelsdóttir1, Ásbjörn Sigfússon1, Inga Skaftadóttir1, Eysteinn Pétursson’, Bjarni Þjóöleifsson’. Landspítali-háskólasjúkrahús’ viö Hringbraut. Inngangur: Crohn's sjúkdómur er þrálátur bólgusjúkdómur í þörmum, þar sem bólgan gengur í gegnurn alla vegg- þykktina, þó svo að einkennum frá mörgum öðrum líf- færakerfum hafi einnig verið lýst. Orsakir Crohn's sjúkdóms eru ekki þekktar en sjúkdómurinn liggur í ættum. Calprotectin er prótein sem finnst fyrst og fremst í umfrymi neutrophila. Mæling á calprótectini í saur er fremur sértæk mæling á bólguvirkni í görn en þó ekki sértæk fyrir Crohn's sjúkdóm þar sem krabbamein, þarmabólgusjúkdómar, sýkingar, notkun bólgueyð- andi verkjalyfja (e. NSAID) og jafnvel sýking í nef- koki eða lungum gefa jákvætt calprotectin próf. Calprotectin undir lOmg/L í saur telst eðlileg gildi. Við rannsókn sem gerð var á ættingjum sjúklinga með Crohn's sjúkdóm kom í Ijós að um einn af hverjum fimm var með aukið gegndræpi i þarminum og hækk- un á calprotectini fannst í 41% þeirra. Markmið þess- arar rannsóknar er að athuga hvort calprotectin gildi haldist viðvarandi hækkuð hjá sumurn ættingja og hvort hæklcuð gildi á calprotectini haldist í hendur við sjáanlegar bólgubreytingar í þörmum metið með hvít- frumuskanni. Efniviöur og aðferðir: Þrjátíu ættingjar sem tóku þátt í fyrri rannsókninni og voru búsettir á höfuðborgarsvæðinu voru valdir af handahófi nema hvað snerti calprotectinmagn í saur, 12 ættingjar með calprotectin gildi yfir 37mg/L og 18 ættingjar með calprotectin gildi undir lOmg/L sem samanburðarhópur. Öllum þátttakendum var sent bréf þar sem rannsóknin var útskýrð og fengið upplýst samþykki hjá þeim sem kusu að taka þátt. Þátttakend- ur fóru í hvítfrumuskann, þar sem hvítfrumur úr blóði þeirra voru einangraðar og merktar með 99m Technes- ium og gefnar þeim aftur. Telcnar voru tvær myndir af kvið, önnur hálftíma eftir gjöf geislamerktu hvítfrum- anna, sú seinni rúmum tveimur tímum eftir gjöf. Tveir rannsakanda skoðuðu myndirnar hvor í sínu lagi án upplýsinga um eldri calprotectin mælingar. Myndun- um voru gefnar einkunnir, 0= fullkomlega eðlileg, l=óljósar breytingar, sennilega ómarktækar, 2= hugs- anlega bólgubreytingar, 3= augljós merki um bólgu. Einkunnir beggja skoðenda voru lagðar saman og þátttakcndum síðan skipt í þrjá hópa, sameiginleg ein- kunn 0-2; hópur 1 ;3-4; hópur 2 eða 5-6; hópur 3. Þátt- takendur skiluðu einnig nýju saursýni til calprotectin mælingar. Niðurstöður: Níu af 12 ættingjum með hækkað calprotectin gildi tóku þátt í rannsókninni og 8 af 18 ættingjum með eðlilegt calprotectin gildi. Tveimur konum var hafnað (þungun, önnur veikindi), 6 ýmist neituðu eða gátu ekki tekið þátt í rannsóknxnni. Ekki náðist í 5 ættingja sem haft var samband við bréfleiðis. Af fimm ein- staklingum sem voru greindir með örugg bólgumerki á hvítfrumuskanni, voru fjórir með hækkun á cal- prótectini í fyrri rannsókn (fyrir tveimur til þremur árum). Hinir sem áður hafa greinst með hækkað calprotectin í saur voru ýmist með eðlilegt hvít- frumuskann (4) eða smávægilegar/óáreiðanlegar breytingar.( 1). Ályktun og umræða: Þessar niðurstöður gefa fyrirheit um að hugsanlega sé fylgni á milli hækkaðs calprotectins og einkennalausr- ar bólgu í þarmi. Á þessu stigi er ekki hægt að meta hvort calprotectin í saur endurspeglar þarmabólgu vegna þess að ekki liggja fyrir niðurstöður calprotect- inmælinga nú. Það mun hins vegar taka nokkur ár að meta hvort hátt calprotectin er aðferð til að finna þá sem eru með sjúkdóminn á frumstigi (veikjast síðar!) eða aðferð til að finna þá sem bera sjúkdómstilhneig- ingu (erfðir?). 64

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.