Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2002, Page 36

Læknaneminn - 01.04.2002, Page 36
Krabbamein í eistum -yfirlitsgrein- Tómas Guðbjartssorvl), Kjartan Magnússon 2), Guðmundur Vikar Einarsson 3) Inngangur Krabbamein í eistum eru algengustu illkynja æxlin sem greinast í ungurn karlmönnum á Islandi. Ný krabbameinslyf, markvissari geislameðferð og bættar greiningaraðferðir hafa bætt lífshorfur þessara sjúkl- inga umtalsvert og í dag eru þau í hópi þeirra krabba- meina sem mestar líkur eru á að lækna. í þessari yfir- litsgrein er fyrst og fremst lögð áhersla á nýjungar í greiningu og meðferð. Auk þess verður getið ís- lenskra rannsókna en síðustu ár hafa höfundar stund- að rannsóknir á eistnakrabbameini. Faraldsfræöi og orsakir Krabbamein í eistum eru tiltölulega sjaldgæfá Islandi með nýgengi í kringum 4/100.000 karla á ári (1,2), tæp 2% af nýgreindum krabbameinum (3). Engu að síður eru þau algengustu illkynja æxli sem greinast hjá körlum á aldrinum 20-34 ára (3). Miðað við ná- grannalönd er nýgengi á Islandi um meðallag en í Danmörku og Noregi er eistnakrabbamein miklu al- gengara (4,5) (mynd 1). í Asíu og Afríku er sjúkdóm- urinn hinsvegar sjaldgæfari og í N-Ameríku er ný- gengi ívið lægra en í N-Evrópu. I Bandaríkjunum er nýgengi fjórum sinnum hærra hjá hvítum en svörtum og líkur á því að þeir fyrrnefndu fái krabbamein í eistu einhvern tímann á ævinni eru 0,2% (6,7). Svo virðist sem tíðni sjúkdómsins sé hærri hjá körlum í efri þrep- um þjóðfélagsstigans (6). I Danmörku og Noregi, á Englandi og fleiri löndum, hefur nýgengi eistna- krabbameins aukist (8-10) og er ýmislegt sem bendir til þess að aukningar sé einnig að vænta á íslandi (1). Karlar sem greinast með eistnakrabbamein eru yfir- leitt ungir en meðalaldur hér á landi er í lcringum 30 ár (1,2). Sjúkdómurinn getur greinst í ungum drengjum 1) Höfundur er skurðlæknir og starfar viö háskólasjúkrahúsið í Lundi, Svíþjóð. 2) Höfundur starfar sem sérfræðingur á krabbameins- lækningadeild Landspftala háskólasjúkrahúss. 3) Höfundur er yfir- læknir á þvagfæraskurðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss og dósent við Læknadeild Háskóla íslands. og eldri körlum þó eistnakrabbamein sé sjaldséð hjá körlum yfir fimmtugt (6). Faraldsfræði og orsakir Lítið er vitað um orsakir krabbameina í eistum. Eini áhættuþátturinn með augljós tengsl er launeista (ret- entio testis) þar sem áhætta er allt að 35 föld en launeista skýrir þó sennilega aðeins 6-10% tilfella (10,11). Athyglisvert er að 20% eistnakrabbameina greinast í hinu eistanu, sem í flestum tilvikum er ekki launeista. Auk þess virðist skurðaðgerð, þar sem launeista er fært niður í pung (orchidopexy), ekki fyr- irbyggja eistnakrabbamein þótt líkurnar á því minnki (6,12). Orsakasamband þarf því ekki að vera á milli launeista og eistnakrabbameins, heldur getur verið um sameiginlega orsök að ræða, t.d. þegar á fósturskeiði. Sjúkdómurinn tengist sjaldan erfðum (13) og virðist flest benda til þess að þættir í umhverfi okkar og lífstíll ráði mestu um það hverjir séu í aukinni hættu á að fá eistnakrabbamein. Þessir áhættuþættir eru ekki þekktir í dag og sennilegt að um flókið samspil sé að ræða. Meingerö Krabbamein í eistum eru í 90-95% tilvika upprunnin í frjófrumum eistans (germinal cells)) (14,41) en frjófrumuæxfin eru hin eiginlegu eistnakrabbamein. Mun sjaldgæfari eru Leydig- og Sertolifrumu- krabbamein (1-3% af öllum eistnakrabbameinum) en einkenni þeirra eru fjölbreyttari vegna hormónafram- leiðslu æxlanna, t.d. aukinn hárvöxtur, stækkun brjósta, og kynfæra. Svokölluð gonadoblastoma eru enn sjaldgæfari og sjást aðallega hjá sjúklingum með vanþroskuð kynfæri (gonadal dysplasia). Önnur ill- kynja æxli í eistum eru eitilkrabbamein (lymphoma) og eru þau algengustu illkynja æxlin í eistum hjá körl- um yfir fimmtugt (6). Einnig getur útbreitt hvítblæði (aðallega ALL) sest í eistu og sömuleiðis meinvörp 34

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.