Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2002, Page 62

Læknaneminn - 01.04.2002, Page 62
Niðurstaöa: Alls fundust 97 sjúklingar (58 karlar og 39 konur) sem uppfylltu skilyrði rannsóknarinnar og voru þeir á aldr- inum 11-72 ára með meðalaldur 38,3 ár. Sprautufikl- ar voru 77 (79,4%) af 97, blóðþegar 12 (12,4%) en sjö (7,2%) reyndust hafa óþekkta smitleið. Meðaltal bólgudrepsstuðuls var 2,84 (bil 0-8) en bandvefsstuð- ullinn 0,95 (bil 0-6). Alls reyndust 70 (72,6%) sjúk- lingar með enga/mjög væga bólgu (0-3) og 83 (85,5%) með enga/mjög væga bandvefsmyndun (0-1). Konur reyndust hafa örlítið meiri meðaltals bólgumyndun en karlar (3,05:2,65) og einnig bandvefsmyndun (1,05:0,88). Áætlaður smittími reyndist vera frá einu ári upp í allt að 31 ári en ekki reyndist nein fylgni vera á milli smittíma og bólgu- og bandvefsstuðlanna. Ald- ur við smit, greiningu og sýnatöku sýndi þó fram á fylgni við bandvefsmyndun og hækkanir á lifrarens- ímum við bólgumyndun. Anti-HBc jákvæðir voru 18 (18,6%) þar af tveir HbsAb jákvæðir (2,1%). Ályktanir: 1. Lang flestir voru með enga eða mjög væga bólgu- og bandvefsmyndun. 2. Konur og eldri einstaklingar hafa meiri lifrarbólgu og bandvefsmyndun. 3. Lifrar- ensim hækkanir sýndu fram á fylgni við bólgumynd- un. Næringargjöf og næringarástand minnstu fyrirburanna Signý Vala Sveinsdóttir', Gestur Pálsson2, Þóröur Þórkelsson12, Sveinn Kjartansson2, Hörður Bergsteinsson2, Atli Dagbjartsson1-2 Læknadeild Háskóla íslands', Barnaspítali Hringsins2 Inngangur: Næringarefnum fyrirbura er gjarnan skipt í sykur, prótein og fitu. Mjög mikilvægt er að þessi börn fái nægilega mikið af þeim næringarefnum sem eðlilegur vöxtur og þroski þeirra fyrstu ævidagana og -vikurnar gerir kröfur um. Sýnt hefur verið fram á að næringar- gjöf fyrirbura á þessum viðkvæma tíma hafi mikil áhrif á seinni tíma þroska. Tilgangur rannsóknarinnar er að meta hversu mikið fyrirburar fá af einstökum næringarefnum og hvernig þau tengjast þyngdaraulcn- ingu þeirra fyrstu dagana og vikurnar. Einnig að kanna hvaða aðrir þættir hafa áhrif á þyngdina. Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og tók til barna sem fæddust á Landspítalanum árin 1999 og 2000 og vógu 1250 g við fæðingu og/eða fæddust fyrir 33 vilcna meðgöngu. Sjúkraskýrslur 20 barna sem uppfylltu til- greind skilyrði voru athugaðar og skráð niður hversu mikið þau fengu af næringarvökva í æð, þ.e. glúkósa, vaminolac og intralípíðum og fæðu, þ.e. brjóstamjólk, SMA þurrmjólk, LBW (low birth weight) formúlu og bætiefnadufti (presempi). Út frá þeim gildum var reiknað út hvað börnin fengu í heildina af próteinum, fitu og hitaeiningum hvern dag á meðan á spítalavist- inni stóð. Aðrir þættir svo sem preeclampsia móður, meðgöngulengd, þyngd, lengd og höfuðummál, önd- unarvélarmeðferð og steragjöf barnanna voru einnig skráðir. Niðurstöður: Fyrstu 5 vikurnar var meðalhitaeiningainntakan 103,4 kcal/kg-dag (SD: 12,3), meðalfituinntakan 5,8 g/ kg-dag (SD: 1,0) og meðalpróteininntakan 2,3 g/kg-dag (SD: 0,3). Meðalþyngdaraukningin yfir sama tímabil var 15,0 g/kg-dag (SD: 3,7). Jákvætt samband fékkst milli meðgöngulengdar og meðal- þyngdaraulcningar (p<0,05) og milli meðgöngulengd- ar og meðalhitaeiningainntöku fyrstu 5 vikurnar (p<0,05). Ályktanir: Fyrstu vikur lífsins fá smæstu fyrirburarnir með stystu meðgöngulengdina minna af hitaeiningum/kg og þyngjast minna en þeir sem stærri eru. Hugsanlegt er að hægt sé að auka næringarinntöku minnstu fyrirbur- anna og með því bæta næringarástand þeirra og vöxt. Áhrif Transforming Growfh Factor-(1 (TGF-(1) á tjáningu viðloðunar- og chemokine sameinda T-frumna hjá sjúklingum með psoriasis Sigríöur Reynisdóttir', Hekla Sigmundsdóttir2, Helgi Valdimarsson2, Björn Rúnar Lúðvíksson2. 1 Læknadeild Háskóla íslands,2 Rannsóknarstofa Háskólans I ónæmisfræði Inngangur: TGF-(1 hefur víðtæk áhrif á starfsemi margvíslegra fruma og getur verkunarmáti verið mismunandi eftir tegundum ónæmisfruma og hvernig þær eru ræstar. Líklegt er að meingerð psoriasis liggi m.a. í ræsingu T- fruma eftir streptokokkasýkingu. Voru því rannsökuð áhrif TGf-(l á starfsemi T-fruma eftir ræsingu hjá ein- staklingum með og án psoriasis. Efniviður og aðferðir: Hnattkjarna hvítfrumur voru einangraðar með percoll aðferð frá sex einstaklingum með og sex einstakl- ingum án psoriasis. Frumurnar voru ræstar gegnum T- frumuviðtakann með anti-CD3 mótefni eða strept- okokka súperantigenum (SPEC). ÁhrifTGf-(l voru metin eftir lág- og háskammta ræsingar. Frumufjölgun var metin með 3H-thýmidín upptöku og frumuflæð- 60

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.