Bændablaðið - 20.07.2023, Síða 1

Bændablaðið - 20.07.2023, Síða 1
14. tölublað 2023 ▯ Fimmtudagur 20. júlí ▯ Blað nr. 638 ▯ 29 árg. ▯ Upplag 33.000 ▯ Vefur: bbl.is Vinkonurnar Glódís Tekla Björgólfsdóttir, fimm ára, og forystukindin Forynja, tveggja vetra, á Refsmýri í Fellum. Foreldrar Glódísar halda fé, geitur, hesta og hænur og eru þar að auki í hundarækt og skógrækt. Glódís hefur fengið orð á sig fyrir að vera „dýrahvíslari“ þótt ung sé að árum, hún fær jafnvel böldnustu hrúta til að éta úr lófa sér og unir sér hvergi betur en með dýrunum. – Sjá síðu 36. Mynd / Agnes K.B. Jónsdóttir Auka þarf ásetning nautgripa Auka þarf ásetning nautgripa verulega til að mæta aukinni eftirspurn eftir nautakjöti með innlendri framleiðslu. Nautakjötsmarkaður á Íslandi hefur vaxið um 5–6% á ári að undanförnu og vísbendingar eru um áframhaldandi uppsveiflu. Það sem af er ári hefur vöxturinn talist rúmlega 4% ef innflutningur er leiðréttur fyrir beini, skv. mælaborði landbúnaðarins og innflutningstölum Hagstofu Íslands. Þegar rýnt er betur í hlutföllin milli innlendrar framleiðslu og innflutnings sést að innlend sala hefur dregist saman um tæp 9,5% á meðan innflutningur nautakjöts hefur aukist um rúmlega 60% á fyrstu fimm mánuðum ársins borið saman við fyrstu fimm mánuði ársins 2022. Samkvæmt sláturtölum er meðalaldur UN gripa sem skilað er til slátrunar að lækka, meðalþunginn einnig, en flokkun gripanna að batna. Endurspeglar það áhrif hins nýja Angus erfðaefnis sem hefur verið innleitt í innlenda ræktun undanfarin ár, að sögn Höskuldar Sæmundssonar sérfræðings hjá Bændasamtökum Íslands. „Ef hins vegar ásetningstölur sem gefnar eru út mánaðarlega af RML eru skoðaðar sést að frá ársbyrjun 2022 til maí 2023 hefur verið stöðug fækkun nauta undir 12 mánaða á fæti. Segja má lauslega að fækkunin frá miðbiki 2021 til maí 2023 sé um 1.000 gripir. Til að setja þetta í samhengi má segja að miðað við 250,4 kg. meðalfallþunga UN gripa árið 2022 að þetta þýði vöntun á um 250 tonnum af innlendu kjöti á næstu 12-24 mánuðum. Til að setja þetta í annað samhengi jafngildir þetta samanlagðri framleiðslu 55,6 meðalframleiðslubýla UN nautakjöts árið 2022.“ Þannig sé ljóst að framboð innlendra nautgripa sé að minnka á meðan heildarmarkaður nautakjöts er í stöðugum vexti. „Ef ásetningstölur eru vísbending um framtíðina má gera ráð fyrir því að skorturinn á innlendu kjöti muni einungis aukast og líklega mun þeim skorti verða mætt með auknum innflutningi.“ Eftir upptöku EUROP kerfisins fyrir um fimm árum, fór í hönd hrina verðlækkana og versnaði markaðsstaða innlends nautakjöts verulega. „Náði það líklega hámarki í ársbyrjun 2021 þegar SS tilkynnti um lækkanir á innleggsverði til að hvetja til minni ásetnings vegna birgðasöfnunar. Þrátt fyrir að fljótt hefði verið fallið frá þeim áformum þá létu afurðarverðshækkanir á sér standa, Covid-faraldurinn hélt áfram að geisa og gríðarlegar hækkanir á áburðarverði settu strik í reikning nautgripabænda, eins og afkomuskýrsla RML fyrir árið 2021 sýndi glögglega. Má leiða líkur að því að minnkandi ásetning megi rekja að einhverju leyti til þessara þátta,“ segir Höskuldur. Samkvæmt skýrslunni voru bændur að borga að meðaltali 412 kr. með hverju kg framleidds nautakjöts árið 2021. „Ef einungis er horft til UN gripa árið 2021, sem skýrslan fjallar um, má því áætla að bændur hafi greitt að meðaltali tæplega 105 þús. krónur með hverjum grip sem kom til slátrunar það ár, eða tæplega hálfan milljarð þegar heildar kg. fjöldi UN gripa er reiknaður.“ Slíku tapi eigi bændur erfitt að mæta til lengri tíma. Töluverðar verðhækkanir hafa hins vegar átt sér stað frá ársbyrjun 2022 sem hefur væntanlega skilað bændum bættari afkomu en Höskuldur segir slæmt að ásetningur skuli dragast jafn mikið saman á sama tíma og raun ber vitni. „Frá ársbyrjun 2022 til maí 2023 hefur VATN vísitalan hækkað töluvert umfram vísitölu neysluverðs. Þetta er jákvæð þróun en á þó enn töluvert í land með að bæta upp lækkanir áranna 2018–2021. Þannig að þrátt fyrir batnandi afkomu er samt bil verðlækkana sem ekki hefur verið brúað. Augljóst er að gæði íslenskrar framleiðslu eru að aukast enda Angus þekkt fyrir kjötgæði. Vandinn virðist vera sá að eftirspurnin er það mikil eftir innlendum gripum að sláturhúsin ganga á eftir bændum að koma með gripi til slátrunar. Menn freistast því til að láta gripina fyrr og léttari, einkum þar sem flokkunin er þrátt fyrir allt góð. Það þýðir í reynd færri kíló af innlendu nautakjöti sem er mikið áhyggjuefni gangvart hlutdeild innlendrar framleiðslu.“ /ghp Álit umboðsmanns Alþingis um lausagöngu sauðfjár, sem kom út í október á síðasta ári, hefur komið af stað miklum skoðanadeilum um lagalegan grundvöll sauðfjárbeitar. Báðir hagsmunahópar telja sig hafa rétt fyrir sér, þ.e. þeir sem telja álitið breyta öllu og hér eftir þurfi að girða allt sauðfé inni, og þeir sem segja álitið hafa lítil áhrif á óbreytt ástand. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, telur í ljósi þessa ekki ólíklegt að deilumál um túlkun á lagagreinum um lausagöngu rati fyrir dómstóla. Túlkun Bændasamtakanna sé sú að lausaganga sé heimil. Kristín Magnúsdóttir, lög- fræðingur og landeigandi á Snæfellsnesi, segir álit umboðsmanns breyta öllu og þetta sé aðeins upphafið að miklum breytingum á lausagöngu hérlendis. Samkvæmt henni komi skýrt fram í álitinu að lausaganga í leyfisleysi sé brot á friðhelgum eignarrétti, sem varinn sé í stjórnarskránni. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segir óvissu sveitarfélaga vera mjög mikla. Hann getur ekki svarað því hvort sveitarfélaginu beri sannarlega að smala og fjölmargar spurningar hafa vaknað um hvernig sveitarfélaginu beri að sjá um framkvæmdina. Sveitarfélögin óska eftir skýrum leiðbeiningum um hvernig þau skuli sinna vandaðri stjórnsýslu. Álitið gefi engar leiðbeiningar hvernig framfylgja skuli þeim lögum sem umboðsmaður telur rétthærri. /ÁL – Sjá nánar á síðum 20–22. Óviss framtíð lausagöngu Vegna fækkunar í grá- gæsastofninum stendur til að stytta veiðitímabil og banna sölu afurða af grágæs. Gangi fyrstu tillögur umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis eftir verður veiðitímabil á grágæs stytt niður í rúmar sjö vikur, frá 10. september til októberloka. Veiðar áttu, venju samkvæmt, að hefjast 20. ágúst og standa til 15. mars. Jafnframt er í bígerð að banna sölu afurða af grágæs. Ráðuneytið hélt á dögunum fund með hagsmunaaðilum um slíka tilhögun og eftir skoðun á ábendingum sem þar komu fram eru tillögur settar í samráðsgátt stjórnvalda og opið fyrir athugasemdir í um hálfan mánuð. Niðurstöðu er að vænta skömmu áður en veiðar hefðu átt að byrja. SKOTVÍS telur tillöguna ganga of langt og að bann við afurðasölu sé nægjanlegt. Stytting veiðitímabils gæti gert bændum erfiðara um vik að verja akra sína fyrir ágangi gæsa. Grágæsastofninn hefur dregist saman um 40% frá árinu 2012. Alþjóðlegt veiðibann á grágæs gekk í gildi um síðustu áramót þegar stofninn var færður í verndarflokk. Bretar og Íslendingar voru þó undanskildir á grundvelli þess að veiðar væru sjálfbærar og í samræmi við stjórnunar- og verndaráætlun alþjóðlegs samnings um verndun afrísk-evrasískra vatnafugla sem eru farfuglar, AEWA. Nú þykir hins vegar ástæða til að bregðast enn frekar við ástandi grágæsastofnsins. /sá – Sjá nánar á síðu 2. Stytta veiðar á grágæs 38 Perlan í alfaraleið 30 Hægur hjartsláttur í fjölnytjaskógi Óhreinu börnin hennar Svandísar 16

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.