Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023
Einn vinsælasti viðburður ársins
á Vestfjörðum er hið goðsagna-
kennda og víðfræga Ögurball.
Var það fyrst haldið árið 1926,
er Ungmennafélagshúsið var byggt
í Ögri, en þar geta allt að 80 manns
dansað með góðu móti enn þann dag
í dag. Duttu böllin niður um hríð en
verið haldin árlega frá árinu 1999 þar
sem stuðbandið „Halli og Þórunn“
hafa spilað fyrir dansi. Sú nýlunda
er þetta árið að við stuðinu tekur
hljómsveitin Fagranes og pásutrúður
er hinn vel kunni Erpur Eyvindarson.
Átján ára aldurstakmark er á svæðið
og rukkað inn á staðnum – en með
aðgöngumiða fæst tjaldstæði,
aðgangur að ballinu og heimagerður
rabarbaragrautur með rjóma.
Hefur grauturinn verið viðloðandi
ballið frá því að elstu menn muna,
en áður fyrr, þegar fólk fór um á
hestum, gangandi eða siglandi var
boðið upp á staðgóðan graut með
rjóma áður en heim væri haldið.
Skötuveisla er í hádeginu á
föstudeginum og hægt að panta í
skötuna í s. 868 5906 eða á Facebook
síðu Ögur Travel. Laugardagurinn
hefst með sögugöngu um svæðið
sem lýkur með messu í Ögurkirkju
klukkan ellefu, en um hana sér
Hjálmar Jónsson, fyrrverandi dóm-
kirkjuprestur. Ögurballið sjálft er þá
um kvöldið og mikil stemning og
eftirvænting eins og gefur að skilja
fyrir þeirri gleði.
Um tíuleytið á sunnudagsmorgun
er kaffihúsið opnað þar
sem hægt er að hressa sig á
kaffisopa eða öðru áður en heim
er haldið. /SP
Í ár eru alls 149 ár frá því að fyrsta
þjóðhátíðin var haldin á Íslandi.
Var það í tilefni þúsund ára afmælis
Íslandsbyggðar og heimsóknar
Kristjáns konungs níunda sem þá
færði Íslendingum „stjórnarskrá
um hin sérstaklegu málefni Íslands“
eins og kemur fram í þriðja bindi
„Tíðinda um stjórnarmálefni
Íslands, gefnu út af hinu Íslenzka
Bókmentafélagi“ árið1875.
Eru þjóðhátíðir jafnan þekktar
sem hátíðir mikils gleðskapar,
og þykir við hæfi að væta aðeins
kverkarnar. Voru því höfuðborgarbúar
ekki allir jafnhamingjusamir árið
1902, er þjóðhátíð var haldin undir
merkjum Góðtemplaranna sem sáu
um hátíðarhöldin það árið. Kemur
fram í seyðfirska ritinu Frækorn
„(Heimilisblað með myndum)“ að
þar hefði verið „allt drykkjuslark
bannlýst“.
Tappinn í flöskuna
og öryggið á oddinn?
Eitthvað hefur þetta verið misjafnt
með árunum. Bindindismót
Galtalækjar var haldið a.m.k. árlega
í 30 ár, frá árinu 1960, og þá ætlað
sem mótvægi við þá sukksömu
útivistarmenningu sem hafði þegar
skapast um verslunarmannahelgi
Íslendinga. Lýsir þó ónefndur
blaðamaður upplifun sinni af
hátíðinni: „Mín eftirminnilegasta
útihátíð var „bindindismótið“ í
Galtalæk. Sú hátíð var algjörlega
einstök, fólk beitti öllum brögðum
til þess að smygla áfengi inn á þessa
„bindindishátíð“ og mikið fjör í
kringum smyglið. Hvergi var meira
fyllerí en í Galtalæk.“
Húnaver þótti einnig nokkuð
eftirminnilegt, þá sérstaklega fimm
þúsund smokka hátíðin í Húnaveri
árið 1989 sem Jakob Magnússon
Stuðmaður og félagar stóðu fyrir. Varð
hátíðin þekkt undir þessu nafni vegna
smokkaþurrðar – en þeir bæði seldust
upp á svæðinu auk þess sem apótek
nærliggjandi bæja voru þurrausin. Haft
var eftir Jakobi Magnússyni að þegar
hefðu farið í sölu fimm
þúsund smokkar og
væru frekari birgðir
á leiðinni.
Með friði og
spekt
Kemur fram í dag-
blaðinu Vísi, þriðju-
daginn 5. ágúst, að
gífurlegur fjöldi hefði
sótt útihátíðir, en sam-
komuhald allt farið
með afbrigðum vel
fram. Til að mynda kom fram í fréttinni
að einungis eitt og hálft prósent
gesta í Húsafelli hefði verið tekið
fyrir ölvun enda að sögn Kristleifs
Þorsteinssonar, bónda á Húsafelli,
hefði lögreglan innt gott starf af hendi
og „sýnt fádæma dugnað og lipurð
og rekið af sér allt slyðruorð“. Þótti
útihátíðin einna ógleymanlegust þar
sem vinsælasta unglingahljómsveit
þess tíma, Trúbrot, heillaði áhorfendur
upp úr skónum. Raunar fór það svo að
áhorfendur urðu heldur aðgangsharðir
og á einhverjum tímapunkti forðaði
söngvari hljómsveitarinnar, Rúnar
Júlíusson, sér upp á þak skýlisins og
hélt þar áfram söng sínum.
Sammæltust forsvarsmenn
útihátíða yfir landið þó um að þetta
væri besta verslunarmannahelgin í
langan tíma þar sem tónlist og innri
ró héldust í hendur – og var henni
líkt við Woodstock, tónlistar- og
friðarhátíðina víðfrægu, sem
haldin var í New York sama
ár, þó reyndar um tveimur
vikum seinna.
Í ár verður að venju mikið
um að vera á landsvísu og
allar líkur á góðu veðri hvar
sem fólk kýs að
halda verslunar-
m a n n a h e l g i n a
hátíðlega, með
góðri tónlist
o g g l e ð i
í hjarta.
/SP
HRINGINN Í KRINGUM LANDIÐ
Austurland & Austfirðir
26.–30. júlí Franskir dagar – Bæjarhátíð á Fáskrúðsfirði
29. júlí Tónlistarhátíðin Bræðslan
4.–6. ág. Neistaflug – 30 ára í ár. Fjölskylduhátíð Neskaupstaðar,
markaður, strandblaksmót, flugeldar o.fl.
12. ág. Árleg flugeldasýning Björgunarfélags Hornafjarðar
haldin á Jökulsárlóni
17.–20. ág. Útsæðið – Bæjarhátíð Eskifjarðar
Norðurland & Norðausturland
20.-21. júlí Alþjóðleg tónlistarhátíð Sunnuhvoli Bárðardal
28.–30. júlí Mærudagar Húsavíkur, tívolí, froðurennibraut og
tónleikar– Diljá og Páll Óskar meðal þeirra sem
koma fram.
29. júlí Fjölskylduhátíðin Trilludagar á Siglufirði
3.–6. ág. Berjadagar, árleg tónlistarhátíð í Ólafsfirði
4.–6. ág. Síldarævintýri á Siglufirði – fjölskylduhátíð
4.–6. ág. Ein með öllu á Akureyri
11.–13. ág. Fiskidagurinn mikli á Dalvík – 20 ára í ár!
25.–27. ág. Akureyrarvaka – Menningarhátíð Akureyrar
Reykjanes, Suðurland, Suðaustur- & Suðvesturland
3.–6. ág. Unglingalandsmót UMFÍ – vímulaus íþrótta- og
fjölskylduhátíð þar sem börn og ungmenni á aldrinum
11–18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum
3.–7. ág. Kotmót Hvítasunnukirkjunnar, kristilegt fjölskyldumót
að Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð
3.–7. ág. Flúðir um Versló – Bæjarhátíð á Flúðum
4.–7. ág. Tónlistarhátíðin Innipúkinn í Reykjavík
4.–6. ág. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum
8.–13. ág. Hamingjan við hafið – Fjölskylduhátíð í Þorlákshöfn
8.–13. ág. Hátíðin Hinsegin dagar eru í Reykjavík
10.–13. ág. Sumar á Selfossi – Bæjarhátíð á Selfossi
12. ág. Gleðigangan, hápunktur Hinsegin daga fer fram
12.–14. ág. Töðugjöld – Bæjarhátíð á Hellu á Rangárvöllum
16.–20. ág. Bæjarhátíðin Fjölskyldudagar í Vogum
18.–20. ág. Blómstrandi dagar – Bæjarhátíð í Hveragerði
19. ág. Menningarnótt Reykjavíkur
24.–27. ág. Í túninu heima – Bæjarhátíð Mosfellsbæjar
25.–27. ág. Kjötsúpuhátíðin á Hvolsvelli
Vesturland, Norðvesturland & Vestfirðir
26.–30. júlí Eldur í Húnaþingi – Bæjarhátíð á Hvammstanga
28.–29. júlí Smástund í Grundarfirði – bæjarhátíð
28.–30. júlí Reykholtshátíðin – Tónlistarhátíð sem leggur áherslu
á klassíska tónlist frá 18. og 19. öld.
4.–6. ág. Norðanpönk í Laugarbakka Vestur-Húnavatnssýslu
4.–6. ág. Sæludagar KFUK&KFUM – vímulaus hátíð við Eyrarvatn
10.–12. ág. Act Alone – árleg leiklistarhátíð á Suðureyri
12. ág Hvanneyrarhátíð
18.–20. ág. Reykhóladagar, heimagerð súpa, kassabílarallý o.fl.
Viðburðadagatal
– Frá og með 20. júlí –24. ágúst
Auðvitað hefur eitthvað ekki komist á lista, en hér að ofan er ýmislegt
upptalið sem má skemmta sér við.
Vestfirðir:
Ögurball í Ísafjarðardjúpi
Verslunarmannahelgin:
Stiklað á stóru
Rúnar Júlíusson heitinn, söngvari
Trúbrots, forðar sér hér upp á þak
vegna ágangs aðdáenda. Mynd / timarit.is
Þjóðhátíðarfréttir frá árinu 1902 er
Góðtemplarar héldu um taumana.
Mynd / timarit.is
Suzuki á Íslandi
Skeifunni 17
Sími 568 5100
www. suzuki.isNánari upplýsingar á suzuki.is
ÖFLUGIR
UTANBORÐSMÓTORAR
FRÁ SUZUKI
Það liggur þrotlaus ransóknar- og prófunarvinna
á bakvið utanborðsmótora Suzuki sem skilar sér
í krafti, sparneytni, áreiðanleika og endingu.
Komdu við og kynntu þer úrvalið og möguleikana.
Við tökum vel á móti þér