Bændablaðið - 20.07.2023, Page 30

Bændablaðið - 20.07.2023, Page 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023 Kyrrð og náttúrufegurð einkennir umhverfi Klufta í austanverðum Hrunamannahreppi. Þessi fyrrum eyðijörð er nú lögbýli skógar- bændanna Björns Bjarndal Jóns- sonar og Jóhönnu Róbertsdóttur sem eru að umbreyta hluta jarðarinnar í nytjaskóg og útivistaparadís. Umfangsmesta ríkis- og atvinnutengda skógræktarverkefni landsins er „Skógrækt á lögbýlum“. Í því felst að skógarbóndi á lögbýli skuldbindur sig til að taka ákveðinn hluta jarðar sinnar, að lágmarki 10 hektara, til nytjaskógræktar. Þátttaka í verkefninu er háð þinglýstu samkomulagi milli bónda og Skógræktarinnar og eru í dag gildandi 700 skógræktarsamningar en undir þeim eru um 54.000 hektarar lands. Hjónin Björn og Jóhanna hafa verið hluti af verkefninu síðan árið 2016. Þau eru á sjöunda ári framkvæmda við að koma á fót 112 hektara skógi á jörð sinni, Kluftum í Hrunamannahreppi. Björn er skógfræðingur og formaður Félags skógarbænda á Suðurlandi. Hann var lengi verkefnastjóri hjá Skógræktinni. Jóhanna starfaði sem verkefnastjóri Rauða krossins en þau hafa nú bæði lokið störfum. „Við erum búin að planta í rétt um 80 hektara lands. Við gáfum okkur tíu ár í að gróðursetja og það gengur vel, þurfum jafnvel ekki nema níu ár til þess,“ segir Björn og þykir það nokkuð rösklega gengið til verks því samhliða gróðursetningum hafa hjónin staðið í mikilli uppgræðslu rofabarða og mela, mótað sjö kílómetra af slóðum sem munu koma til með að vera skógarstígar framtíðarinnar. Skógræktarsvæðið þeirra liggur um hvamma, brekkur og gil hvar lækjarsprænur renna víða svo hjónin hafa lagt ræsi svo aðgengi verði eins og best verður á kosið. „Áður en við vitum af verður kominn tími á fyrstu umhirðu skógarins. Þá þarf bæði að koma með íbætur ef ræktin hefur ekki heppnast, uppkvista trén og taka tvítoppa svo þau verði góð tré til nytja,“ segir Björn. Áður en hafist var handa við umbreytingu svæðisins höfðu þau Jóhanna hannað svæðið á heildstæðan hátt og sjá þau glytta í framtíðarsýnina þó fæst tré nái einum metra í dag. „Þú getur ekki verið í skógrækt og hugsað í dögum eða vikum. Þú verður að hugsa í árum og áratugum. Þú verður að geta séð fyrir þér hvernig skógurinn verður þegar hann er kominn upp. Þér ber skylda til að hugsa um hvað þú ert að gera því þú ert að breyta ásýnd landsins. Þess vegna má ekki hlaupa til og gróðursetja hvar sem er. Það þarf að gera áætlanir og með þeim verður framtíðarsýnin ljós.“ Kostnaður nær allur greiddur Fimm skref þarf til að hefja skógrækt á lögbýlum samkvæmt vefsíðu Skógræktarinnar. Sækja þarf um þátttöku, því næst er væntanlegt skógræktarsvæði tekið út, að því búnu er hægt að gera skógræktarsamning og í kjölfarið hefst vinna við kortlagningu ræktarsvæðisins og gerð skógræktaráætlunar. Loks er skógarbónda skylt að sækja grunnnámskeið í skógrækt áður en hafist er handa við undirbúning lands og gróðursetningu. Skógræktarsamningurinn er þinglýstur á jarðir og því fylgja kvaðir sem skógarbóndinn þarf að standa við til að fá ríkisgreiðslurnar sem þeim fylgja, en Skógræktin greiðir allt að 97% af kostnaði við fyrir fram samþykktar framkvæmdir. Bændur fá þannig greitt fyrir jarðvinnslu, gróðursetningu, slóðagerð og áburðargjöf, Skógræktin útvegar plöntur og bændur fá greitt fyrir umhirðu ungskóga og vörslu landsins. Björn segir að skógræktarlög á VARAHLUTIR Í KERRUR Vagnhöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 517 5000 | stalogstansar.is st’ al og Bílabúðin Stál og stansar Skógrækt: Hægur hjartsláttur í fjölnytjaskógi Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is Skógarbændurnir Björn Bjarndal Jónsson og Jóhanna Róbertsdóttir. Vegurinn endar í Kluftum í Hrunamannahreppi. Hjónin hafa komið sér upp íbúðarhúsi á fallegum stað með stórbrotnu útsýni til suðurs. Myndir /ghp Öll fjölskyldan tekur þátt í skógræktinni á Kluftum, bæði börn og barnabörn njóta þess að græða landið. Matthías, Anný og Edvard eru hér reiðubúin til verka með afa sínum. Mynd / Aðsend Hugað að brunavörnum. Þar sem lengra er í ár og læki á skógræktarsvæðinu hafa hjónin komið upp tjörnum svo hægt verði að nálgast vatn í skógi framtíðarinnar. Einnig má finna klöppur á áberandi stöðum sem hægt verður að grípa í ef eldur kemur upp í gróðri. Fyrir fáeinum árum var þessi breiða svartur melur og brún rofabörð. Nú má sjá gróna brekku og móagróður er farinn að taka yfir rýrgresið. Einnig hafa birkiplöntur skotið upp kollinum. VIÐTAL

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.