Bændablaðið - 20.07.2023, Qupperneq 31

Bændablaðið - 20.07.2023, Qupperneq 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023 SMIÐJUVEGI 7 200 KÓPAVOGI SÍMI 54 54 300 ISPAN.IS ER KOMINN TÍMI Á NÝTT GLER ? VIÐ FRAMLEIÐUM GLER EFTIR ÞÍNUM ÞÖRFUM • EINANGRUNARGLER • SÓLVARNARGLER • HLJÓÐVARNARGLER • ÖRYGGISGLER • HAMRAÐ GLER • HERT GLER • LAKKAÐ GLER • SPEGLAR Íslandi séu með þeim bestu sem hann þekkir til. „Lög um nytjaskógrækt á Íslandi eru einstaklega góð, meðal annars vegna þess að hið opinbera kemur á fót ákveðnu kerfi, skyldum og kvöðum til að byggja upp skóga hér. Þannig er komið í veg fyrir að breyta ásýnd landsins hugsunarlaust, heldur eru búnar til áætlanir og reglur í kringum það svo hægt verði að segja í framtíðinni að við höfum staðið eins vel að skógræktinni og kostur er.“ Eftirlit er með þeim fram- kvæmdum sem skráðar eru í verk- efnið og Skógræktin kemur ár hvert og tekur út skógana, athugar hvort fylgt er eftir áætlunum, könnun gerð á gróðursetningu og staðsetningum. Ef áætlunum er ekki fylgt fá bændur ekki greitt. Afurðir og úrvinnsla Hins vegar segir Björn að þar með sé ekki öll sagan sögð. „Það er fátt í íslenskum lögum sem segir þér hvernig þú átt að hugsa um skóga þangað til þú heggur þá. Þar er brotalöm. Kerfið heldur ekki utan um umhirðuþátt skóganna þegar þeir eru komnir yfir fyrsta skrefið. Ekkert sem segir þér til um hvernig standa skuli að umhirðu skógarins eftir fyrstu grisjun.“ Þó ferli frá plöntun að trjáhöggi sé langt þá þurfi þeir sem halda skóga að eiga von um að fá greitt fyrir afurðir þegar þar að kemur. „Því miður eru ekki margir kaupendur að íslensku timbri í dag og þar af leiðandi eru ekkert margir skógarbændur að standa í grisjun, þó komið sé að því.“ Björn segir að Félag skógar- bænda á Suðurlandi hafi nýlega markað stefnu til framtíðar. „Við gerðum áætlun til ársins 2050 um hvernig við ætlum að standa að umhirðu, grisjun, úrvinnslu og markaðssetningu skógarafurða.“ Stefnan hefur fengið heitið „Fræ til framtíðar“ og hægt er að nálgast hana á vefsíðu félagsins, skogarbondi.is. Björn bendir á að langan tíma muni taka að fá gæðatimbur úr íslenskum skógum, en þrátt fyrir það felist í trjánum nytjar, til að mynda sé eftirspurn eftir skógarafurðum í olíu- og fataiðnaði erlendis. Hann segir að það liggi mikil tækifæri í að taka vel utan um afurða- og markaðsmál skógræktarinnar, enda séu í þeim mikil verðmæti utan kolefnisbindingar. „Skógurinn getur gefið svo margt annað en timbrið, sýnilegt og ósýnilegt. Auðveldast er að nefna sveppi sem dæmi um það sýnilega, sem við gætum nýtt í miklu meira mæli. Síðan er það ósýnilega sem er kannski verðmætast af öllu; upplifunin. Bara lyktin í íslenskum skógum er oft svo mögnuð að hún gæti orðið söluvara. Sjálfur hef ég haft þá ánægju að taka á móti fjölfötluðu fólki úti í skógi og aldrei fengið jafn sterk viðbrögð og þegar ég lét þau finna lykt af mismunandi trjátegundum. Þetta eru verðmæti.“ Í október nk. munu skógarbændur standa fyrir málþingi þar sem einmitt verður fjallað um matarkistu íslenskra skóga og verðmætin sem í þeim felast. – Framhald á næstu opnu. Hér er búið að plægja fyrir plöntun trjáa á stóru svæði og gróðursetja. Hjónin eru á sjöunda ári framkvæmda við að koma á fót 112 hektara skógi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.