Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023 LÍF&STARF Per Martin Gregersen, sveitastjóri Eysturkommúnu, er að vonum stoltur af vinsældum G! Festival sem fer fram í júlímánuði ár hvert. Mynd / ghp Færeyjar: Gata sem iðar af lífi Litrík menningarstarfsemi í smærri sveitarfélögum er verðmætt aðdráttarafl. Það spilar mikilvægt efnahagslegt og félagslegt hlutverk og blæs hressandi lífi í lítil samfélög. Tónlistarhátíðin G! Festival í Götu í Færeyjum hefur farið vaxandi á undanförnum árum og er nú meðal stærstu hátíða þar í landi. Per Martin Gregersen er sveitarstjóri Eysturkommúnu, hvar Gata er staðsett. Hann segir menningarhátíðina vera grundvallarviðburð fyrir þetta litla bæjarfélag. „G! Festival er okkar þjóðhátíð, í gamla daga vorum við með minni hátíðir en hún dró ekki að gesti utan bæjarins. Þessi hátíð hefur hins vegar dregið til sín fólk alls staðar af frá Færeyjum og einnig erlenda gesti, sem geta þá komið hingað og notið náttúrufegurðarinnar og menningarinnar. Svæðið er fullkomið fyrir hátíð af þessari stærðargráðu. Hátíðin vekur jafnan jákvæða athygli á sveitarfélaginu og er því mikilvægur kynningarvettvangur fyrir svæðið.“ Framsækið samfélag Per Martin var aðeins þrítugur þegar hann var kjörinn sveitarstjóri þessa fjórða stærsta sveitarfélags Færeyja sem telur um 2.300 íbúa. Hann er uppalinn í bænum og vill ekki neins staðar annars staðar búa. Meginatvinnuvegur bæjarfélaganna er sjávarútvegur, en eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins er með framleiðslu í sveitarfélaginu. Þá segir Per Martin að staðsetning þess sé hentug fyrir fólk sem starfar annars staðar, þannig sé stutt að sækja vinnu til höfuðborgarinnar. „Ég er fæddur og uppalinn hér og hef alltaf verið hér og bærinn stendur nærri hjarta mínu. Það er reyndar tilfellið með fólk frá Götu, svo virðist sem það vilji alltaf flytja til baka. Hér er huggulegt andrúmsloft, þetta er mjög framsækið samfélag, nýsköpun og ný fyrirtæki eru velkomin hingað,“ segir hann, enda hefur íbúum sveitarfélagsins fjölgað statt og stöðugt síðustu ár. Upphaf G! Festivals má rekja til upphaf aldarinnar, en færeyskir tónlistarmenn komu henni á fót eftir að hafa hafa tekið þátt í Iceland Airwaves hér á landi. „Þeir byggðu lítið svið hér á ströndinni og buðu færeyskum tónlistarmönnum að spila. Nokkrum árum síðar voru alþjóðlegir listamenn farnir að mæta og hátíðin sprakk út,“ segir Per Martin. Gegnum árin hefur hátíðin svo vaxið, hún er einkar vinsæl meðal heimamanna og erlendum gestum fjölgar ár frá ári. Uppistaða listamanna hátíðarinnar eru innlendir og er hún því mikilvægur stökkpallur fyrir færeyskt tónlistarlíf. Meðal innlendra flytjenda var Eivör, rapphljómsveitin RSP, Byrta var með endurkomu og Sakaris, sem hér er búsettur, fór á kostum. Þá mátti stíga færeyskan dans, hlýða á kvennakór og innlenda þjóðlagatónlist og tilraunagjörninga listamanna. Íslenskir flytjendur tróðu líka upp, þar á meðal Bríet, Axel Flóvent og Árstíðir. Samofin hátíðinni er svo rammfinnsk gufuhefð með viðarhituðum heitapottum á ströndinni. Per Martin segir að finnskur maður hefði verið á staðnum með fargufu á einni af fyrstu hátíðunum og einhverra hluta vegna varð sú dægradvöl fastur liður. Sjá mátti tugi hátíðagesta njóta sín á ströndinni, jafnvel undir dynjandi tónlist á sviðinu steinsnar þar frá. /ghp Viðarhitaðir heitapottar og finnsk gufa hefur verið samofin hátíðinni frá upphafi. Sólin lék við hátíðargesti á föstudeginum og var þá að vonum þéttsetið í pottunum. Mynd / Anne Laure Amayon G! Festival fer fram í Syðrugøtu en íbúar þess eru um 500 talsins. Mynd / ghp Mörg þúsund manns sóttu hátíðina í ár. Mynd / Marius Mada Dale Matarlykt lá í loftinu þegar sjávarútvegsfyrirtæki staðarins bauð upp á heimatilbúna máltíð úr færeyskum hráefnum. Mynd / Alessio Mesiano
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.