Bændablaðið - 20.07.2023, Síða 37

Bændablaðið - 20.07.2023, Síða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023 Á Refsmýri í Fellum eru, auk hunda, sauðfé, geitur, hestar og hænur. Einnig er stunduð skógrækt á jörðinni. Agnes Klara Ben Jónsdóttir heldur hér á Samoyed-hvolpum úr hundaræktun sinni og fá þeir reglulega bað og blástur. Fimm ára heimasætan Glódís Tekla fylgir sínum dýrum gegnum þykkt og þunnt. Hér er hún, heldur betur verkleg, í sauðburði. öll skemmtilega ólík, hvert á sinn hátt, og þau geri lífið í sveitinni krefjandi og skemmtilegt. „Við erum að vinna í að gera almennilega baðaðstöðu og svæði fyrir hundana núna eftir heyskap. Ætli fæðingarorlofið hjá Björgólfi fari ekki bara í það ásamt öðrum sveitaverkum,“ segir hún brosmild. „Einnig höfum við verið með tvo heimalninga; Höskuld í fyrra og í ár er það hann Þröskuldur. Þeir hafa báðir talið sig vera hunda og taka, ásamt hundunum, fagnandi á móti okkur þegar við komum í hlað. Félagarnir hafa fengið mikla athygli á samfélagsmiðlum hjá mér og þar sem ég er með marga erlenda ræktendur á mínum miðlum þá hafa allir mjög gaman af því hvað lífið hjá okkur er frábrugðið þeirra lífi.“ Finna má þá miðla undir nafninu nordurdals á Instagram og Facebook. Bað og blástur í sveitinni Þá er einmitt komið að því að spyrjast fyrir um hundaræktunina. Þau hafa flutt inn flesta hunda sína, m.a. frá Hollandi, Rússlandi, Svíþjóð, Serbíu og Frakklandi. „Við erum með þrjár tegundir; Samoyed, Pomeranian og franskan bolabít. Við höfum ræktað Samoyed í ellefu ár og verður elsta gotið okkar því ellefu ára í haust. Samoyed er yndisleg fjölskyldutegund sem er ekki bara falleg heldur með yfirvegað og gott skap,“ segir Agnes og bætir við að þau hafi mest sýnt Samoyed en hinar tegundirnar minna. Þau eru að sögn einu skráðu ræktendur að Samoyed-hundum á landinu. „Við erum með margfalda sýningameistara og löngu búin að missa yfirsýn yfir það,“ segir hún enn fremur. „Fyrst og fremst eru þau samt skítugir hundar sem eru hvítir og sveitahundar. Svo að bað og blástur er mjög reglulega í gangi hjá okkur! Við förum á, má segja, allar sýningar sem eru fyrir sunnan og gengur oftast ljómandi vel en aðallega erum við að fara fyrir félagsskapinn og hafa gaman með hundunum okkar. Við eigum síðan von á einum gullmola á næstu mánuðum, frá Kanada, en hann hefur verið í Hollandi í að verða ár, á sýningum,“ segir hún. Á þessum hásumartíma, þegar annríki er í bústörfum og flestir leika við hvern sinn fingur í sumarblíðunni, segir Agnes sveitina yndislega. „Friðsældin og náttúran heilla mann algjörlega. Ég veit ekkert betra en að horfa yfir sveitina mína og drekka inn fegurðina. Okkur langar allavega ekkert að fara, enda er þetta það besta sem við gerðum fyrir dóttur okkar sem hænir öll dýr umsvifalaust að sér. Það er svo fallegt að sjá samband hennar við öll dýrin. Ég gæti því ekki hugsað mér að búa öðruvísi í dag,“ segir Agnes að lokum. Viðburðir í tilefni 15 ára afmælis félagsins 20. ágúst kl. 13-17 Beint frá býli dagurinn um land allt Verið velkomin að njóta þess sem býlið sem hátíðin er haldin á hefur uppá að bjóða og kynnist framleiðendum svæðisins sem verða á staðnum með vörur sínar. Fjölbreytt dagskrá. Nánari upplýsingar á www.beintfrabyli.is. Vesturland: Háafell geitfjársetur, Hvítársíðu Vestfirðir: Brjánslækur, Barðaströnd Norðurland vestra: Stórhóll, Skagafirði Norðurland eystra: Holtsel, Eyjafjarðarsveit Austurland: Lynghóll, Skriðdal Suðurland: Efstidalur II, Bláskógabyggð Samstarfsaðilar:

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.