Bændablaðið - 20.07.2023, Síða 42

Bændablaðið - 20.07.2023, Síða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023 Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík S: 540 4900 | www.yamaha.is 10 Á BYRGÐ Á DRIFREIM ULTRAMATIC ÁBYRGÐ LÁNSHLUTFALL ALLT AÐ 75% Í ALLT AÐ 60 MÁNUÐI Kaupauki Nolan hjálmur fylgir með hverju seldu hjóli út júlí. Verð: 2.560.000 kr. Þrautreynd við íslenskar aðstæður Til afgreiðslu strax! Ultramatic sjálfskipting 10 ára ábyrgð á reim 5 ára ábyrgð á hjóli Einungis 307 kg með bensíni og olíum Hátt og lágt drif og driflæsingar Krókur Dráttargeta 680 kg Götuskráð Hvít númer Warn spil að framan Rafmagnsstýri Enn eru margir sem vilja vambir í sláturgerð en finnst þær orðnar klénar og erfitt að vinna með. Guðrún Helga Jónsdóttir, 74 ára gamall íbúi í Kópavogi, hafði samband við blaðið og hvatti til eftirgrennslana um hverju sætti að í sláturtíðinni undanfarin 6–8 ár hafi ekki fengist almennilegar vambir til að sauma úr sæmilega stóra keppi. Slitrurnar sem hafi verið í boði nægi í mesta lagi utan um 200 g keppi og enga vélindiskeppi (skammkeppi) að hafa lengur. „Ég tek slátur og hef gert alla tíð síðan ég var 22 ára og finnst þetta dásamlega góður matur. Undanfarin ár hefur versnað æ meira með vambirnar. Þær eru ekki orðnar neitt nema bara einhverjar slitrur. Verst af öllu var þegar stóri keppurinn, vélindiskeppurinn, var tekinn úr. Þeir eru svo stórir og góðir og gott að setja í þá. Ég skil ekki þessa stefnu að hætta með vélindiskeppina og fara þannig með vambirnar að þær eru ónýtar,“ segir Guðrún. Hún versli slátur hjá Hagkaup og segir fólk gjarnan ræða þetta í sláturtíðinni og alla sammála um að vambamálin séu hreinasta hörmung. „Eigum við að henda þessum mat? Ekki nýta allt af skepnunni?“ spyr hún og hefur áhyggjur af að fólk gefist upp við að nota vambir með þessu áframhaldi og hætti jafnvel að taka slátur. „Með því að hafa þetta svona þá verður markaðurinn eyðilagður,“ segir hún. „Áttu ekki allir að fara í gervivambirnar? Það er bara ekki sami matur.“ SS hefur séð Hagkaup fyrir slátri. Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri hjá SS, segist reikna með að engin breyting verði á því hjá fyrirtækinu að hirða vambir, líkt og undanfarin ár en vélindiskeppirnir séu ekki seldir með slátrinu. „Við erum ekki að kalóna þá því það svarar ekki kostnaði. Þá, ásamt 90% af vömbum, seljum við í dýrafóðursframleiðslu,“ segir hann. Þegar keypt er eitt slátur í verslun í sláturtíð inniheldur það vömb, mör, blóð, lifur, hjarta, nýru og sviðinn haus. Árið 2014 var reynt að hætta með vambir hjá SS og þá eingöngu seldar gervivambir, svokallaðir prótínkeppir. Bar SS fyrir sig minnkandi sölu, kostnað, rýrnun við vinnsluna og úreltan tækjabúnað. Um 15 þúsund vambir höfðu selst haustið áður, allar frá SS. Kalónaðar vambir (hreinsaðar með leskjuðu kalki og sjóðheitu vatni) fóru þó aftur í sölu, væntanlega vegna ramakveina viðskiptavina. Guðrún segist hafa breytt háttum sínum hvað það varðar að sjóða slátur einhver ósköp, 3 og 4 klukkutíma, sem geri það þurrt. Hún láti heldur suðuna koma hægt upp og sjóði svo keppina í hálftíma til þrjú korter, þá verði slátrið mýkra og ljúffengara. /sá Sláturgerð: Neytandinn saknar vélindiskeppsins Sláturgerð hefur tíðkast frá alda öðli en fólk hefur sterkar skoðanir á hvort ásættanlegt sé að nota gervivambir eður ei. Mynd / Skjáskot LÍF & STARF Jökla rjómalíkjör kom á markað fyrir tveimur árum og hafa við- brögð neytenda verið framar vonum að sögn Péturs Péturssonar, stofnanda Jöklavin. Jökla rjómalíkjör er að megninu til framleitt úr ferskri íslenskri mjólk. Pétur segist stefna á að hún verði blönduð saman við mysualkóhól en slík vinnsla er í þróun á Sauðárkróki. „Fyrsta árið var algjör sprengja og var hann uppseldur á smátíma. Einnig hafa bændur sagt vöruna skemmtilega viðbót í mjólkurframleiðsluna og hafa gaman af að bjóða upp á Jöklu með kaffinu.“ Hann segir að hótel- og veitingageirinn sé að taka við sér, Jökla er því á boðstólum víða um land. Bæði framleiðsla og sala hefur því aukist jafnt og þétt. Framleiðslan hefur fengið styrk frá Matvælasjóði og var sá stuðningur nýttur í gerð heimasíðu og uppskriftarbæklings auk markaðstengdra athafna á borð við landbúnaðarsýninguna í Laugardal árið 2022. Pétur segir að slíkt kynningarstarf skili sér beint í aukinni sölu. Á döfinni er ný bragðtegund Jöklu. „Nokkrar fyrirspurnir hafa komið beint til okkar erlendis frá og einnig í gegnum sendiráð Íslands um sölu á vörunni erlendis og ég vonast til að Jöklu verði að finna í hillum verslana á erlendri grundu innan skamms. Pétur hefur verið hluti af Samtökum smáframleiðenda frá stofnun. „Litlir framleiðendur verða stórir í slíkum félagsskap því saman myndum við stóra einingu sem er nauðsynlegt fyrir okkur. Við fáum góða afslætti innan framleiðslunnar og við dreifingu, einnig fræðslu og svo eru haldnir viðburðir þar sem við fáum tækifæri til að koma vörunum okkar á framfæri.“ /ghp Smáframleiðendur: Seldist upp á fyrsta ári Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur er mikil áhugamanneskja um nytjar landsins jafnt sem þjóðtrú, en árið 2021 hóf hún framleiðslu á Flóruspilunum vinsælu. Guðrún hefur safnað upplýsingum um grasnytjar og þjóðtrú tegunda í fjöldamörg ár sem nú er grunnurinn í Flóruspilunum. Á þeim má finna latínuheiti, gróðurlendi og ætt jurtanna, hugsað til fróðleiks og skemmtunar en jafnvel er hægt að leika með spilin sem samstæðuspil. Jafnfram Flóruspilinu gaf hún út Blómaspilið, minni og einfaldari útgáfu sem sýnir einungis mynd af tegundinni ásamt nafni á íslensku, ensku, pólsku og latínu, en á þeim er ekki að finna neinn texta líkt og á Flóruspilunum. Nýverið gaf Guðrún út annan spilaflokk, Fuglaspilin, svo og Litlu fuglaspilin, sem byggja einnig á íslenskri þjóðtrú. Á þeim má finna upplýsingar um nytjar og þjóðtrú tengda fuglum og geta því þátttakendur lesið sér til fróðleiks og skemmtunar meðan spilað er. Litla fuglaspilið er minni útgáfa þar sem spilað er samstæðuspil með fuglunum og má finna nöfn tegundanna á íslensku, ensku, pólsku og latínu. Í Litla fuglaspilinu er enginn texti, bara nöfnin, en spilið er hugsað fyrir byrjendur eða yngri þátttakendur. Ljósmyndirnar af fuglunum tók Jóhann Óli Hilmarsson fuglaljósmyndari og fræðilegar upplýsingar um fuglana eru fengnar úr bók Jóhanns Óla, Fuglavísi, enda telur Guðrún sig ekki á heimavelli í þeim efnum, grösin séu meira hennar. Guðrún, sem búsett er á Suðurlandi auk þess að reka þar verslun og vinnustofu undir heitinu Hespuhúsið, hefur einnig starfað sem stundakennari í grasafræði og plöntugreiningu við Landbúnaðarháskóla Íslands. Til viðbótar var hún landvörður til margra sumra bæði í Mývatnssveit og Skaftafelli þar sem gestir nutu góðs af þekkingu hennar um gróðurinn. Segir hún fræðsluspil Hespuhússins hugsuð til að auka áhuga almennings á náttúru Íslands í gegnum leik og skemmtun. Hafa jurtir lengi átt hug hennar allan og í Hespuhúsinu vinnur hún jurtalitað band eftir gömlum hefðum en þó með nútíma tækni. Gefst gestum kostur á að kíkja í litunarpottana og fræðast um gamalt handverk auk þess sem á vinnustofunni er setustofa þar sem hægt er að glugga í bækur eða grípa í prjóna. Þar er einnig þjóðháttadeildin og lítið safn með gömlum munum sem margir tengjast gömlu handverki. Í Hespuhúsinu er svo hægt að versla jurtalitað band, léttlopa og einband ásamt pökkum með uppskriftum að ákveðnum verkefnum, auk þess sem í uppskriftirnar þarf. Guðrún stefnir á frekari spilaútgáfu á næstu árum, bæði með jurtirnar, fuglana og fleiri flokka enda möguleikarnir óþrjótandi – tenging landsins við þjóðtrú sé afar víðtæk. /SP Hespuhúsið: Spilastokkar, þjóðtrú og nytjar Guðrún við jurtalitun.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.