Bændablaðið - 20.07.2023, Qupperneq 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023
Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is
Vertu vinur okkar á Facebook
Sæti og varahlutir í
- Lyftara
- Vinnuvélar
- Vörubíla
- Báta
LANDBÚNAÐUR Í SKÁLDSKAP
Orðsins list kemur að þessu sinni
frá Sigurlín Hermannsdóttur,
ljóðskáldi, sagnasmið og
þekktum hagyrðingi.
Sigurlín fæddist árið 1952, er
BA í íslensku frá HÍ, stjórnarmaður
í Kvæðamannfélaginu Iðunni
og var til skamms tíma ritstjóri
þingræðna Alþingis en er nú sest
í helgan stein.
Hún hefur sent frá sér
allnokkrar bækur, þ.á m. ljóð
og styttri og lengri sögur, ein og
með öðrum, og hefur skáldskapur
hennar birst víða. Hún yrkir
jafnan undir hefðbundnum
bragarháttum, einkum rímna-
háttum og ljóðahætti. /sá
Nýjabrum
Hann hafði alltaf verið sjálfum
sér nægur og sá um þennan litla
búskap einn. Systir hans var
öðru hvoru að tuða um ráðskonu
sem myndi elda almennilegan
mat en hann sá ekkert að sínu
fæði. Pulsur og bjúgu voru
herramannsmatur, næringarríkur
og ekkert vesen við matargerð.
Verst að honum tókst aldrei
að gera almennilega hvíta sósu
með bjúgunum svo að oftast lét
hann kartöflumús úr pakka duga.
En þegar hann brotnaði og var
settur í gifs tók systir hans ráðin
af honum. Hún auglýsti eftir
ráðskonu og réð þá sem henni
leist best á. Hann lét það yfir
sig ganga eins og flest annað.
Ráðskonan var með fullt af
hugmyndum sem hann var ekki
of hrifinn af í byrjun. Hún tók
alveg fyrir pulsur og bjúgu en
mátti eiga það að hún kunni að
steikja hrygg og læri. Mataræði
hans tók algjörum stakkaskiptum.
Hann var farinn að borða
hvítlaukskryddaðan mat, pasta
og kjúkling þótt það hefði hingað
til ekki verið siður í hans sveit að
éta hænsnfugla. Meira að segja
var hann búinn að læra að meta
rækjur, þessi litlu kvikindi sem
litu út eins og marflær og hann
hafði ávallt fúlsað við. Og hún
kunni svo sannarlega að gera
sósur, og ekki bara hvíta. Hann
hefði seint trúað því en hann var
svei mér þá farinn að éta allt sem
að kjafti kom. Systir hans glotti í
kampinn og sá fram á að loksins
fengi hún mágkonu. Einhverju
sinni ákvað hann að smyrja
sér rækjusamloku. Ísskápurinn
var fullur af mat og hann fann
fljótlega salatið en ekki smjörið.
Eftir nokkra leit sá hann væna
dós við hliðina á vaskinum. Hann
var ekki með gleraugun en sá þó
að það stóð „butter“ á lokinu.
Þetta var þá eitthvað útlenskt
sem hann hafði ekki séð áður en
hann var svo sem orðinn ýmsu
vanur. Hann smurði samlokuna
og beit í. Bragðið var óvenjulegt
en alls ekki vont, einhvers
konar ávaxtabragð af þessu
smjöri. Þegar ráðskonan kom
úr þvottahúsinu minntist hann á
ávaxtasmjörið.
Í fyrstu skildi hún ekkert
hvað hann var að tala um svo að
hann sótti dósina. Þá fékk hún
þvílíkt hláturskast að hún veltist
hreinlega um og ætlaði aldrei að
koma því út úr sér að þetta væri
„Body butter“ sem hún hefði
keypt í ónefndri náttúruvörubúð
og ætlaði að smyrja sjálfa sig með
eftir sturtu.
Eftir þetta var hann ekki jafn
viss og áður um að maturinn
hennar smakkaðist neitt sérlega
vel og þegar hann losnaði við
gifsið sagði hann henni upp
vistinni. Pulsur og bjúgu voru jú
herramannsmatur.
Gestagangur, örsögur,
útg. 2022.
Ráðskona óskast í sveit
Sigurlín Hermannsdóttir.
„Það er ótrúlegt að finna hvað þessi ACTIVE
JOINTS hefur gert mikið fyrir mig. Nánast öll
óþægindi eru farin í hnénu og ég er með vellíðunar
tilfinningu innra með mér sem ég hef ekki fundið
fyrir lengi. Ég er sannfærður um að ACTIVE
JOINTS er að gera mikið gagn fyrir mig.
Ég mæli svo sannarlega með ACTIVE JOINTS
frá Eylíf.“
Árni Pétur Aðalsteinsson
Hrein íslensk hráefni
Framleitt á Grenivík