Bændablaðið - 20.07.2023, Side 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023
UTAN ÚR HEIMI
Cody Easterday nýtti sér góðan
orðstír ættarnafnsins til að stela
meira en 244 milljónum dollara með
því að skálda upp risastóra nauta-
hjörð. Svindlið var svo umfangs-
mikið að það hafði áhrif á nautakjöts-
verð á landsvísu.
Í hlaðvarpsseríunni Ghost
Herd er farið ofan í saumana
á þessu furðulega máli sem
skók bandarískan landbúnað
síðastliðið haust. Flækjustig og
umfang nútímalandbúnaðarkerfis
Bandaríkjanna er talinn vera
einn blóraböggull þess að svo
umfangsmikil svik geti átt sér stað.
Vöxtur fjölskylduveldisins
Umsjónarmaður hlaðvarpsins
er blaðakonan Anne King. Með
hljóðdæmum og litríkum viðtölum
og sögum teiknar hún upp rótgróið
bændasamfélag í Franklín-sýslu í
Kaliforníu sem framleiðir ósköpin
öll af heyi, maís, kartöflum og
öðrum landbúnaðarafurðum, þar sem
bændurnir fara í kúrekastígvélum
í kvöldverðarboð og rúnta á
pallbílnum í messu.
Hún segir sögu fjölskyldu-
veldisins með ættarnafnið Easterday.
Sagan hefst árið 1958 þegar Ervin
Easterday flytur með fjölskylduna
á 300 ekrur af landi. Sonur hans,
Gale, á að hafa elskað jörðina
og landið og Karen, konu sína,
og eytt óratíma í að byggja þar
upp afkastamikinn jarðveg og
burðugt fjölskyldufyrirtæki sem
nágrannar og kollegar treystu. En
búskapur er fallvölt atvinnugrein.
Einfaldar breytingar á markaði,
aðfangatruflanir, heimsfaraldur,
veðurfar; þurrkatíð eða of mikill
hiti getur kippt undan bændum
rekstrargrundvellinum.
Easterday-fjölskyldan varð
gjaldþrota árið 1987 eftir slæmt
ár. Gale og Karen þurftu því að
byrja frá grunni og sonurinn Cody
ákvað að hætta í skóla svo hann gæti
hjálpað til á fjölskyldubúinu.
Við það á mikið að hafa breyst.
Cody var drífandi, ögrandi, var
talinn snjall kaupsýslumaður og
tók smám saman yfir rekstrarstjórn
fyrirtækisins, þá einungis tvítugur
að aldri. Hann var stórhuga og
fjölskylduveldið stækkaði ört undir
hans stjórn. Fjölskyldan keypti
upp land sem aðrir bændur settu
á sölu. Þau leigðu jarðnæði sem
þau gátu ekki keypt. Framleiðslan
varð stærri að umfangi og stórtækar
fjárfestingar í vélum varð til þess
að fyrirtækið gat unnið alla sína
uppskeru inn á markað. Þau keyptu
m.a. vinnslustöðvar fyrir kartöflur
og lauk. Við bættust fóðurfyrirtæki,
veitingastaðir, afurðavinnsla,
byggingafyrirtæki og varð Easterday
þannig meirihlutaeigandi í allri
virðiskeðju heilmargra matvara.
Á um hálfri öld reis Easterday
farms upp úr örfoka landi og varð eitt af
auðugustu landbúnaðarfyrirtækjum
Bandaríkjanna, veldi sem framleiðir
maís, lauk, kartöflur og hveiti og
eiga land sem spannar þúsundir
ekra í þremur ríkjum. Frá 1 milljón
dollara ársveltu í 250 milljón dollara
á 20 árum. Frá sjö starfsmönnum
í tæplega 200. Fjölskyldan varð
veldi sem græddi á tá og fingri, þau
bjuggu í glæsihýsum og ferðuðust
með einkaflugvélum.
Draumasamstarfið
breyttist í martröð
Easterday-veldinu óx ásmegin
þegar Cody fór út í stórtækt naut-
gripaeldi. Hann notaði góðan
orðstír fjölskyldunnar til að koma
á samstarfi við alþjóðlegan stórrisa
á sviði kjötafurða, Tyson Fresh
Meats. Í hlaðvarpsþáttunum Ghost
Herd er sagt að fyrirtækið ráði yfir
fimmtungi af markaðshlutdeild
kjöts í Ameríku.
Samstarfið snerist um uppvöxt
nautgripa sem svo yrðu afhentir
Tyson Fresh Meats til slátrunar
og afurðavinnslu. Samstarf þetta
óx ört og vakti Cody athygli
fyrir myndarskap við umönnun
nautkálfa. Hann flaug inn
fagmönnum af ýmsu tagi til að
skilja betur venjur og hegðun
skepnanna. Kjötið hans var jafnvel
eftirsótt og selt undir vörumerkinu
„Cody´s Beef“ í Japan.
Tyson treysti Cody því
fjölskyldufyrirtækið þótti
heiðarlegt og traustsins vert. En síðar
kom í ljós að Cody var langt frá því
að vera frómur.
Til að útskýra sakarefnið þarf
að skilja viðskiptasamband afurða
fyrirtækja á borð við Tyson og
bænda: Bóndinn segir afurða-
fyrirtækinu að þeir ætli að kaupa
ungkálfa. Fyrirtækið lætur bóndann
fá pening til að kaupa dýrið og ala
það. Þegar kálfurinn hefur vaxið
upp í sláturstærð skilar bóndinn
honum til fyrirtækisins. Þá er
komið að skuldadögum; bóndinn
fær mismuninn milli afurðaverðs
og þess fjármagns sem hann hafði
þegar fengið frá fyrirtækinu.
En það sem Cody Easterday
gerði var að segja Tyson að hann
væri með fleiri skepnur en raun bar
vitni. Frá 2016 til ársloka 2020 stal
hann kvartmilljarð dollara – eða
sem nemur tæpum 35 milljörðum
íslenskra króna með lygafléttu. Dýrin
voru aðeins til á pappír en Cody
rukkaði Tyson fyrir uppeldi þeirra.
Afleiðing spilafíknar
Nautgripaframleiðendur stjórna
ekki því afurðaverði sem þeir fá
fyrir gripinn. Rétt eins og á Íslandi
stýra afurðastöðvar verðinu. Í
þessari sögu eru það Tyson og
önnur stórfyrirtæki sem stjórna
flæði kjöts á heimsmarkaði sem móta
afurðaverðið.
Það sem Cody fór að stunda,
samhliða því að ala upp naut á
pappír, var að leika sér að nauta-
kjötsmarkaðnum og svo fór að
hann fékk áminningu og sekt vegna
ósiðlegra viðskiptahátta árið 2015
og aftur árið 2019.
Hann lét það þó ekki stöðva
sig og hélt uppteknum hætti og
áhættuspilið snerist í höndunum
á honum – hann var kominn í yfir
200 milljón dollara skuld, en það
Cody Easterday var uppvís að einu stórtækasta nautgripasvindli sem
sögur fara af. Hann gerði upp tilvist hundruð þúsunda gripa, gaf út
falsaða reikninga og rukkaði fyrir útgjöld á framleiðslu hjarðar sem
aðeins var til á pappírum. Með draugahjörðinni hafði Cody yfir þrjátíu
milljarða króna af stórfyrirtækjum, aðfangakaupendum og afurðasölum
í Bandaríkjunum.
Sagan af draugahjörðinni
Fjöldi nautgripa í Bandaríkjunum taldi 91,9 milljón skepna í ársbyrjun 2022. Cody Easterday ól upp 265.000 nautkálfa á pappír sem aldrei voru til. Þannig sveik hann út kvartmilljarð bandarískra
dala. Hann var dæmdur í ellefu ára fangelsi síðastliðið haust. Mynd / Etienne Gurardet - Unsplash
Í hlaðvarpsseríunni Ghost Herd
fer blaðakonan Anne King ofan í
saumana á undraverðu máli sem
skók bandarískan landbúnað
nýlega. Serían er aðgengileg á
öllum helstu hlaðvarpsveitum.