Bændablaðið - 20.07.2023, Qupperneq 53

Bændablaðið - 20.07.2023, Qupperneq 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023 Merkingar og lýsingar sviðsmynda sem sýndar eru á myndum í þessari grein Sviðsmynd Lýsing 1_l_gg Mikil áhersla á innleiðingu ARR á öllu landinu. Hefðbundin endurnýjun hrúta. 1_l_uu Mikil áhersla á innleiðingu ARR á öllu landinu. Ásettir ARR hrútar fyrstu árin aðeins notaðir í 1 ár. 2_l_gg Minni áhersla á innleiðingu ARR utan riðusvæða. Hefðbundin endurnýjun hrúta. 2_l_uu Minni áhersla á innleiðingu ARR utan riðusvæða. Ásettir ARR hrútar fyrstu árin aðeins notaðir í 1 ár. Grunnur Aðeins hefðbundið ræktunarstarf. Hreinsun er komin í fullan gang! Getum bætt við okkur æðardúni í hreinsun og sölu. Greiðum flutningskostnað. ÆÐARBÆNDUR! TR AU ST OG ÖRUGG VIÐSKIPTI30 ÁR YFIR YFIR Traust og örugg viðskipti í yfir 30 ár Dúnhreinsun - Nesvegur 13 - 340 Stykkishólmi ÍSLENSKUR ÆÐARDÚNN Allar nánari upplýsingar veitir: Erla Friðriksdóttir í síma 899 8369 & erla@kingeider.is ehjól ı Hrísmýri 5 ı 800 Selfoss ı sími:555 0595 ı ehjol@ehjol.is ı www.ehjol.is 2023 ÁRGERÐIN AF VINSÆLU RAFMAGNSHJÓLUNUM ER MÆTT Í HÚS! SKOÐIÐ ÚRVALIÐ Í SÝNINGARSAL OKKAR EÐA Á EHJOL.IS T408-1 Verð 565.000 kr T408-2-4 Verð 685.000 kr M1 skellinaðra Verð 550.000 kr 2000W mótor drægni allt að 70 km hámarks hraði 45 kmh hámarks þyngd 150 kg 1000W drægni allt að 30 km hámarks hraði 25 kmh hámarks þyngd 130 kg 1000W drægni allt að 30 km hámarks hraði 25 kmh hámarks þyngd 130 kg M8 skellinaðra Verð 560.000 kr 2000W mótor drægni allt að 70 km hámarks hraði 45 kmh hámarks þyngd 150 kg T408-3-4 Verð 730.000 kr 1000W drægni allt að 30 km hámarks hraði 25 kmh hámarks þyngd 130 kg *1 kwst Þú ferðast 30 - 40km fyrir aðeins 16 krónur* greininga milli sviðsmynda. Þar sem mest var greint þurfi næstum eina og hálfa milljón arfgerðargreininga á næstu 20 árum sem gæti kostað hátt á fjórða milljarð króna. Ef lægra hlutfall er greint og aðeins riðusvæði hefja riðumótstöðuræktun af fullum krafti dugar aftur á móti að greina um 300 þúsund kindur samtals næstu 20 ár, að hámarki 30 til 40 þúsund á ári. Kostnaður við slíka leið gæti væri nær 700 milljónum, miðað við 2.500 kr á greinda kind. Umfangsmiklar arfgerðargreiningar, svo sem mikil greining gimbrarlamba til lengri tíma, skilaði litlum viðbótarárangri miðað við kostnað og breytti litlu um erfðaframför og skyldleikarækt samkvæmt líkaninu. Í öllum tilfellum dró riðumót- stöðuræktunin úr erfðaframför fyrir framleiðslueiginleikana, samanborið við grunnsviðsmyndina. Niðurstöðurnar benda til að á bilinu 6 til 10 ár af framförum gætu tapast, sem lauslega áætlað getur jafngilt um 600 milljóna verðmætum fyrir greinina. Aftur á móti var lítill munur á riðumótstöðusviðsmyndum varðandi tap á erfðaframför. Mynd 2 sýnir þróun skyldleika- ræktarstuðuls í stofninum í fjórum sviðsmyndum riðumótstöðuræktunar og í grunnsviðsmyndinni til saman- burðar. Allar sviðsmyndir riðumót- stöðuræktunar leiddu til meiri skyldleikaræktar en hefðbundin ræktun. Skyldleikaræktin var afgerandi meiri í sviðsmyndum þar sem allur stofninn lagði áherslu á innleiðingu ARR en í sviðsmyndum þar sem áherslan var meiri á riðusvæðum en á öðrum svæðum. Sviðsmyndir þar sem hrútar voru endurnýjaðir hratt leiddu til minni skyldleikaræktaraukningar en sviðsmyndir þar sem endurnýjun hrúta var hefðbundin. Mynd 3 sýnir virka stofnstærð á árum 1 til 15 af riðumótstöðuræktun fyrir fjórar sviðsmyndir ásamt grunnsviðsmyndinni. Í öllum sviðsmyndum minnkaði virk stofnstærð við riðumótstöðuræktun í samanburði við grunninn. Lægsta virka stofnstærðin var 86 sem er þó vel yfir 50 sem mælt er með sem algeru lágmarki af Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Niðurstöðurnar sýndu að hraðari endurnýjun hrúta eykur virka stofnstærð og eru áhrifin sérstaklega greinileg í sviðsmyndum þar sem innleiðing ARR fer hratt fram í öllum stofninum. Niðurstöður þessa verkefnis sýna að þrátt fyrir lága upphafstíðni tíðni ARR-samsætunnar er hægt að innleiða samsætuna í allan íslenska sauðfjárstofninn á innan við 20 árum og á riðusvæðum á innan við 10 árum. Þó riðumót- stöðuræktunin hafi neikvæð áhrif á skyldleikarækt er þetta hægt án þess að skyldleikarækt fari yfir hættumörk eða virk stofnstærð fari undir hættumörk. Þrátt fyrir það er rétt að hvetja bændur og forsvarsmenn sæðingastöðvanna til að nota ekki sömu ARR hrútana mikið fyrstu ár innleiðingarinnar og helst skipta þeim út árlega, enda sýna niðurstöður hermilíkansins að notkun lambhrúta eingöngu eykur virka stofnstærð verulega. Í þessari rannsókn var aðeins horft til arfgerða með ARR- samsætunni og niðurstöðurnar sýna að við getum vel komið okkur upp stofni sem er ónæmur fyrir riðu á stuttum tíma með því að horfa eingöngu til ARR. Það þýðir ekki að við eigum að hætta að horfa til fleiri arfgerða sem rannsóknarniðurstöður benda til að veiti góða vernd gegn riðu. Fleiri samsætur fjölga þeim möguleikum sem við höfum. Svona hermilíkan getur að sjálfsögðu ekki líkt eftir öllum atriðum raunveruleikans og er í einhverjum tilfellum byggt á einföldunum. Slík líkön eru þó einhver nákvæmasta leið sem við höfum til að spá fyrir um framtíðina og gefa góða mynd af afleiðingum mismunandi ræktunaráherslna, sem er mjög gagnlegt hjálpartæki við stefnumörkun. Líkanið sem sett var upp í þessu verkefni er hægt að nota til að svara fleiri spurningum um kynbótastarfið í sauðfjárræktinni, bæði um ræktun á riðuþolnu fé og hefðbundnara kynbótastarf. Þórdís Þórarinsdóttir, ráðunautur hjá RML Jón Hjalti Eiríksson, lektor hjá LBHÍ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.