Bændablaðið - 20.07.2023, Qupperneq 65

Bændablaðið - 20.07.2023, Qupperneq 65
65 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023 Á bænum Vestri-Leirárgörðum, Hvalfjarðarsveit er bæði stunduð sauðfjárrækt og hrossarækt auk þess sem ábúendur taka að sér uppeldi graðhesta og unghrossa. Býli:Vestri-Leirárgarðar. Staðsett í sveit: Hvalfjarðarsveit. Ábúendur: Karen Líndal Marteins- dóttir,Valmundur Árnason, Marteinn Bóas Maríasson, Emilía Ingibjörg Valmundsdóttir, Kristján Andri Valmundsson, Marteinn Njálsson og Dóra Líndal Hjartardóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Karen Líndal og Valmundur eiga þrjú börn, þau Martein Bóas, Kristján Andra og Emilíu Ingibjörgu auk tveggja hunda, Ídu, sem er enskur bulldog og Bubba, sem er Pug. Foreldrar Karenar, Marteinn og Dóra, búa einnig á jörðinni og eiga í sameiningu með þeim jörðina. Stærð jarðar:Um 150 hektarar. Gerð bús: Á bænum er stunduð hrossarækt og sauðfjárrækt. Við tökum líka að okkur graðhesta og unghross í uppeldi. Fjöldi búfjár: Það eru um 50 hross í okkar eigu á jörðinni og að auki eru um 30 graðhestar hérna í uppeldi. Kindurnar eru um 60. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum: Við förum bæði snemma af stað á morgnana, Valli er í hlutastarfi á Akranesi til hádegis og sinnir bústörfum eftir hádegi og Karen til Reykjavíkur þar sem hún stundar nám í tannlæknisfræði. Marteinn, pabbi Karenar, sér um að gefa skepnum á morgnana, gefur útigangi og hann sér aðallega um rollurnar. Seinnipart dags sér Karen aðallega um tamningu og þjálfun á hrossum með aðstoð Marteins og Valla. Svo er Valli mjög duglegur að dytta að vélum og tækjum. Dóra vinnur mikið úr íslensku ullinni, hún er að spinna ull og prjóna úr henni og svo vinnur hún í hlutastarfi í Ullarselinu á Hvanneyri. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin: Það eru aðeins skiptar skoðanir á þessu, Valla og Karen finnst báðum leiðinlegast þegar dýr veikjast og við missum þau, en Valla skemmtilegast að vera í heyskap og dytta að byggingum og umhverfinu á sveitabænum. Karen finnst skemmilegast að vera í kringum hestana og pæla í hrossarækt. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár: Sveitabærinn verður orðinn enn þá snyrtilegri og örugglega komið upp meira af trjám. Tækjakostur heldur áfram að batna og fullt af úrvals gæðingum til á bænum. Ætli það verði ekki líka komið eitthvað af holdanautum til kjötframleiðlu og kannski tvö svín. Hvað er alltaf til í ísskápnum: Collab og egg. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu: Lambakjöt og spaghetti carbonara. Hvað er eftirminnilegast tengt bústörfunum: Ætli það sé ekki helst þegar hestar úr okkar ræktun ná langt í kynbóta- sýningum eða keppnum Hestar úr okkar ræktun hafa staðið mjög ofarlega á lands- mótum, Íslandsmótum og heims- meistaramótum og það er alltaf mjög gaman. En svo eru bara forréttindi að fá að búa í sveit og njóta allra þeirra skemmtilegu stunda sem sveitalífið hefur upp á að bjóða. Prjónaðar tuskur í garðaprjóni með blúndukanti úr DROPS Cotton Light. DROPS mynstur: cl-075 Stærð: ca 23 cm á breidd og ca 21 cm á lengd. Garn: DROPS COTTON LIGHT fæst hjá Handverkskúnst, www.garn.is. 1 tuska er ca 47 g. Litir á mynd: hvítur nr 02, natur nr 01, ljós beige nr 21, perlugrár nr 31, mintu nr 27. Prjónar: nr 3 – eða sú stærð sem þarf til að 23 lykkjur með garðaprjóni verði 10 cm á breidd. Uppskriftin: Tuskan er prjónuð fram og til baka. Fitjið upp 52 lykkjur á prjóna 3 með Cotton Light. Setjið 1 prjóna - merki í hvora hlið innan við 4 lykkjur frá kanti. UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið slétt. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til eftir eru 4 lykkjur á prjóni, prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið uppá prjóninn, í hverja og eina af 2 síðustu lykkjunum eru prjónaðar 2 sléttar lykkjur (prjónið 2 lykkjur í sömu lykkju með því að prjóna í fremri og aftari lykkjubogann) = 2 lykkjur fleiri. UMFERÐ 4 (= ranga): Takið fyrstu lykkjuna óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, prjónið 1 lykkju slétt, steypið öftustu lykkjunni yfir á hægri prjón yfir fyrstu lykkjuna (= 2 lykkjur færri), prjónið síðan sléttar lykkjur þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið uppá prjóninn, í hverja og eina af 2 síðustu lykkjunum eru prjónaðar 2 lykkjur slétt = 2 lykkjur fleiri. UMFERÐ 5 (= rétta): Takið fyrstu lykkjuna óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, prjónið 1 lykkju slétt, steypið öftustu lykkjunni á hægri prjón yfir fremstu lykkjuna (= 2 lykkjur færri), prjónið síðan sléttar lykkjur út umferðina. UMFERÐ 6 (= ranga): Prjónið slétt. Endurtakið umferð 3 til 6. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 21 cm – endið eftir umferð 6, fellið af. Prjónið aðra tusku alveg eins úr hverjum og einum lit sem eftir er. Prjónakveðja Stelpurnar í Handverkskúnst www.garn.is Vestri-Leirárgarðar BÆRINN OKKAR HANNYRÐAHORNIÐ Blúndutuskur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.