Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 66

Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 66
66 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023 Músarrindill er afar smár, kvikur og forvitinn fugl. Þeir eru reyndar nokkuð felugjarnir þótt þeir séu forvitnir. Mannaferðir eða óvenjuleg hljóð duga oft til að þeir komi til að kanna hvað er um að vera. Forvitnin hefur jafnvel átt það til að leiða þá inn um opna glugga eða opnar dyr. Ekki er langt síðan músarrindill var minnstur íslenskra fugla en nú hefur glókollur steypt honum af stóli og tekið titilinn sem sá minnsti. Músarrindillinn er hins vegar mjög lítill, eða um 9-10 cm að lengd og ekki nema 15 grömm. Íslenski músarrindillinn er staðfugl og sérstök undirtegund sem er stærri og dekkri en frændur hans í Evrópu. Þeir eru útbreiddir um allt land en þá helst á láglendi. Þar verpa þeir í birkikjarri, hrauni eða urð. Þeir gera sér hreiður undir bökkum eða sprungum í hrauni. Þeir eru einfarar og yfir vetrarmánuðina má oft finna staka músarrindla við opnar ár, skurði eða vatnsbakka. Þeir eru afar duglegir varpfuglar og verpa 6–8 eggjum jafnvel tvisvar yfir sumartímann. Myndin hérna að ofan er af ungahóp sem er nýbúinn að yfirgefa hreiður, ef vel er skoðað má sjá sex unga sem hafa þjappað sér saman líkt og þeir séu enn þá í hreiðrinu Mynd og texti / Óskar Andri Víðisson FRÆÐSLA Tíska: Ferill amerísku derhúfunnar Höfuðföt af ýmsu tagi hafa verið vinsæl frá því elstu menn muna. Þá ekki sem skjólfatnaður heldur til þess að sýna stöðu þess sem það ber, nú eða sem tískufyrirbrigði. Eitt hið þekktasta í nútímanum er akkúrat hámóðins nú í ár, hvort sem um sumar eða vetur, en það er derhúfan sem við þekkjum öll svo vel. Hóf hún feril sinn sem íþróttabúnaður hafnaboltaliða, en naut fljótt vinsælda meðal aðdáenda og bera menn enn þann dag í dag stoltir húfu síns liðs. Náttúruleg efni, strá & ull Fyrsta útgáfa derhúfunnar fór sem sé í notkun 24. apríl árið 1849 er hafnaboltalið New York-borgar (New York Knickerbockers) hóf að klæðast frumútgáfu hennar gerðri úr stráum til að skýla sér fyrir sólskini. Innan fárra ára fór liðið að vera með hatt úr fínni merínóull með áföstu deri, framleiddum af íþróttavörufyrirtækinu Peck & Snyder, enda var raunin sú að stráhattarnir ollu kláða. Ullarderhúfan varð því frumgerð að einum vinsælasta stíl þess tíma og enn í dag þótt ullin sé á undanhaldi, í íþróttaleikjum a.m.k. Þess má geta að þetta var fyrsta liðið sem sögur fara af að hafi klæðst einkennisfatnaði, en búningur þeirra samanstóð af bláum ullarbuxum, hvítum flannelskyrtum og stráderhúfum. Hafnaboltaliðið, sem einnig var hið fyrsta sem skráði niður reglur leiksins og fór samviskusamlega eftir þeim, lagði upp laupana í kringum 1870. New York Knickerboxers voru þó frum- kvöðlar að derhúfutískunni og geta glöggir íþróttaunnendur í dag tengt nafnið við körfuboltaliðið margfræga, New York Knicks. Albert Spalding gerist hönnuður Fyrirtækið Peck & Snyder komst hins vegar á bragðið með derhúfuframleiðsluna og hugsaði sér gott til glóðarinnar, enda varð hafnabolti sífellt vinsælli í Bandaríkjunum. Framleiddu þeir húfur í öllum verðflokkum, hægt var að fjárfesta í 1–2$ húfum, en einnig fyrir nokkra aura. Einn besti liðsmaður hafnaboltaliðsins Boston Red Stockings – sem var virkt um sama leyti og NYK – og íþróttaáhugamaður mikill, Albert Spalding, gerði sér lítið fyrir og tók við að hanna derhúfur. Má segja að þar hafi hann sannarlega fundið sína hillu í lífinu enda stofnaði hann í félagi við bróður sinn íþróttavöruverslun, og reyndar líka bóksöluna The Spalding Athletic Library. Derhúfan óx sífellt í vinsældum og hönnun hennar farið örlitlum breytingum í gegnum árin þó frumgerðin hafi haldið sér. Rapparar níunda áratugarins fóru stórum með derhúfuna og má segja að þá hafi hún gengið í raðir tískunnar. Mátti vart líta til hægri eða vinstri án þess að sjá helstu tískuunnendur með derhúfu – sumar hafðar á hlið, eða afturábak og þeir allra hörðustu settu tvær á höfuðið. Nema þeir sem rétt tylltu þeim á höfuðið og hækkuðu því um tæpa tíu sentímetra. Neonlitaðar og djarfar enda ekkert meira kúl. Hagkvæmar jafnt sem hámóðins Í byrjun nýrrar aldar voru derhúfur orðnar hámóðins tískugripur undir merkjum á borð við Von dutch, Diesel auk þess sem „trukkahattar“ svokallaðir þurftu að vera í eigu hvers manns. Hjólabrettaiðkendur gerðu þá útgáfu derhúfunnar vinsæla, en þá var derið helst haft alveg flatt. En lesendur gætu velt fyrir sér hvers vegna nú er farið út af spori tísku og íþrótta yfir í eitthvað sem gefur til kynna akstur. Jú, þessir ókrýndu riddarar hraðbrauta Bandaríkjanna sáu sér leik á borði er kom að derhúfunotkun. Hófst sagan einhvern tíma í kringum árið 1965 er þeir, með sólina í augunum, stoppuðu á bensínstöðvum og ráku þar augun í þetta fyrirtaks höfuðfat. Eins og tíska þess tíma bauð upp á mátti finna ýmsar útgáfur í boði, en sú sem þeim leist best á var úr léttu nælonefni með breitt og stórt der, upplagt til þess að skýla sér fyrir sólargeislunum sem áttu það til að trufla við akstur. Í kjölfar vinsælda hjá þessum lífsreyndu mönnum sem óku landið þvert og endilangt, komust ýmis fyrirtæki á bragðið og hófu að gefa þeim húfurnar undir yfirskini ókeypis auglýsinga, merki fyrirtækjanna þá prentuð á húfurnar, fólki til upplýsinga. Í dag, tæpum 200 árum eftir að derhúfan var kynnt til leiks, þykir afar smart að bera hana sem höfuðfat. Helst má sjá fólk líða þokkafullt um með látlausar, einlitar derhúfur á kollinum og gjarnan úr ullarefni líkt og á árum áður. Hlutlausir litir á borð við allan regnbogann af húðlitum þykir hvað álitlegastur og má bera þetta höfuðfat hvernig sem viðrar. /SP Liðsmenn hafnaboltaliðsins New York Knicker- boxers, árið 1862. Albert Spalding, íþróttamaður, hönnuður og meðstofnandi Spalding-fyrirtækisins. Ábúðarfullir bílstjórar með sæmandi derhúfur merktum American Agriculture Colorado. Rapparinn JayZ er gallharður aðdáandi hafna- boltaliðsins NY Yankies, en í texta eftir hann segir „... so when I'm dead and gone I got one last wish: put my Yankee hat on ...“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.