Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 1
Xxxxxx xxxxx xxx
Xxxxxx xxxxx xxx
Stóðréttir í Laufskálarétt fóru fram laugardaginn 30. september síðastliðinn í blíðskaparveðri þar sem rekin voru til réttar um 400 hross. Talið er að rúmlega
500 manns hafi farið ríðandi inn Kolbeinsdal og tekið þátt í smölun hrossa sem rekin voru niður til Laufskálaréttar. Mynd / Henk Petersen
Búrekstur nautgripabænda verulega þyngst
– Biðlað til stjórnvalda um aðstoð gegnum búvörusamninga
Hækkandi stýrivextir leggjast
nú þungt á ýmsar greinar land
búnaðarins sem sinna frumfram-
leiðslu á innlendri matvöru.
Einna þyngst leggjast þeir á
skuldsett bú nautgripabænda.
Nýlega var tilkynnt um 2,8
prósenta hækkun á lágmarksverði til
kúabænda fyrir fyrsta flokks mjólk.
Enn er greitt samkvæmt gömlum
verð lags grund velli kúabús, sem löngu
er úreltur, að sögn Rafns Bergs-
sonar, formanns deildar nautgripa-
bænda hjá Bændasamtökum Íslands.
Hann situr einnig í verðlagsnefnd
búvara sem ákvarðar verð til bænda.
„Það er löngu tímabært að uppfæra
þennan verðlagsgrundvöll enda er
hann frá 2001 og mjög margt sem
hefur breyst í okkar rekstrarumhverfi
á þeim tíma. Vinna við uppfærslu
stendur yfir og er stefnt að því að
verðlagt verði samkvæmt nýjum
verðlagsgrundvelli í desember eða
strax á nýju ári. Auðvitað hefði verið
til bóta fyrir nautgripabændur ef hann
hefði verið uppfærður fyrr, þannig
að það hefði kannski verið bærilegra
fyrir einhverja að takast á við þessa
auknu skuldabyrði síðustu missera.
Það er alveg ljóst að þessi grundvöllur
sem unnið er eftir í dag nær á engan
hátt utan um þennan fjármagnskostnað
með réttum hætti sem bændur þurfa að
takast á við í dag,“ segir Rafn.
Hann segir rekstur kúabúa hafa
þyngst verulega á undan förnum
misserum, fyrst vegna aðfanga-
hækkana og síðan undanfarið vegna
þessara miklu vaxtahækkana.
„Þessi vandi var viðurkenndur
af stjórnvöldum á síðasta ári með
sprettgreiðslum og áburðarstyrk,
vandinn hefur síst minnkað síðan.
Það er því nauðsynlegt að ríkið komi
með öflugum hætti að endurskoðun
búvörusamninga.“
Hann segist sjálfur ekki hafa frétt
af fjölda gjaldþrota, eins og talað hefur
verið um að vofi jafnvel yfir greininni,
þótt hann hafi haft einhverjar spurnir
af slíkum dæmum í þá átt.
Bændur séu margir hverjir
örugglega að hugsa sinn gang.
Vísbendingar frá síðasta markaði
„Ég held að það séu ákveðnar
vísbendingar um stöðuna að finna
á síðasta mjólkurkvótamarkaði. Í
þeim gögnum sést að einhverjir
eru klárlega að reyna að komast
út úr sínum búskap og minnka þar
með þann fjárhagslega skaða sem
áframhaldandi skuldasöfnun mun
hafa. Á nýliðnum markaði var mun
meira magn til sölu en óskað var
eftir, sem er mjög óvenjuleg staða.
Það er klárt að þetta háa vaxtastig
hefur veruleg áhrif. Það bitnar mjög
hart á þessari atvinnugrein, en ég held
reyndar að fáar atvinnugreinar þoli
þetta til lengdar,“ segir Rafn.
„Það er mjög mikil fjár skuld-
binding í mjólkur framleiðslu miðað
við veltu, meðal annars vegna hárra
krafna um aðstöðu og aðbúnað sem við
kvörtum ekki yfir. Enda vilja bændur
vera í fremstu röð varðandi aðbúnað.
Þessi grein þarf að hafa aðgengi að
þolinmóðu fjármagni á hagstæðum
kjörum. Greinin þarf að hafa getu til
að byggja upp og endurnýja aðstöðu,
meðalaldur fjósa í landinu er til dæmis
orðinn ansi hár. Það sem við höfum
mestar áhyggjur af eru þeir sem hafa
keypt sig inn í greinina á undanförnum
árum, eða verið að byggja upp
til framtíðar, svona endalausar
vaxtahækkanir bitna langharðast á
þeim. Þetta eru bændurnir sem ætla
að framleiða matvæli til framtíðar og
vera burðarásar í því,“ útskýrir Rafn.
Hætta á fjöldagjaldþrotum
Gunnar Þorgeirsson, formaður
Bændasamtaka Íslands, segir að tekin
hafi verið staðan á skuldum bænda og
hækkunum vaxta vegna breytinga á
stýrivöxtum. „Við höfum talsverðar
áhyggjur af þeim sem hafa farið í
fjárfestingar á síðastliðnum fimm
árum vegna breytinga til að bregðast
við aðbúnaðarreglugerðum sem
samþykktar hafa verið hér á landi
gagnvart frumframleiðslunni,“ segir
Gunnar. Hann segir erfitt að meta
hvort það stefni í fjöldagjaldþrot í
íslenskum landbúnaði, en hættan sé
til staðar og ekki mikið af eigið fé
að sækja hjá bændum. „Hvort staðan
sé verri hjá einhverri ákveðinni stétt
umfram aðra er erfitt að meta, það
hefur verið mjög mikil fjárfesting í
flestum greinum og þá einkum vegna
breytinga á aðbúnaðarreglugerðum,
hvort sem það er í búrhænsnum, stærri
legubásum í svínahúsum eða stærri
básum í fjósum.
Við höfum farið yfir vandann með
samninganefnd ríkisins þar sem vinna
við endurskoðun stendur yfir. Það er
farið vel yfir þau mál í kröfugerð
okkar gagnvart samningsaðilum, sem
finna má í skjali á vef Bændasamtaka
Íslands,“ segir Gunnar. /smh
– Sjá nánar um skuldavanda
nautgripabænda á bls. 2.
Vonir garðyrkjubænda um að
skilyrði verði sköpuð til vaxtar
í greininni í nánustu framtíð
voru blásnar út af borðinu með
birtingu fjárlagafrumvarpsins nú
á upphafsdögum Alþingis.
Þá varð ljóst að ekki ætti að
auka stuðninginn við þennan hluta
íslenskrar matvælaframleiðslu, þrátt
fyrir að ítrekað hafi verið gefin
út vilyrði um betri vaxtarskilyrði
fyrir greinina.
Birtingarmyndir þessara vil-
yrða hafa verið margvíslegar á
undanförnum árum. Í núgildandi
búvörusamningum frá 2016 er
tiltekið að markmið samkomulagsins
sé að við endurskoðun hans árið
2023 hafi framleiðsla á íslensku
grænmeti aukist um 25 prósent,
miðað við meðalframleiðslu áranna
2017 til 2019. Á árunum 2020 og
2021 dróst heildarframleiðsla saman
frá viðmiðunarárunum. Á síðasta ári
varð aukning um þrjú prósent.
Endurskoðun búvöru samninga
stendur nú yfir. Garðyrkjubændur
hafa lýst yfir vonleysi um gang
viðræðna um starfsskilyrði þeirra.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
er sérstaklega tiltekið að aukinni „...
framleiðslu á grænmeti verður náð
með föstu niðurgreiðsluhlutfalli á
raforkuverði til ylræktar,“ sem er
einmitt eitt af þeirra helstu áherslu-
málum við samningaborðið. /smh
Sjá nánar í fréttaskýringu
á bls. 20–21.
Vaxtarletjandi
garðyrkja
18. tölublað 2023 ▯ Fimmtudagur 5. október ▯ Blað nr. 642 ▯ 29 árg. ▯ Upplag 33.000 ▯ Vefur: bbl.is
Matarhandverk í blóð borið
32Grænmetið sprettur
ekki upp af sjálfu sér
21
Áhyggjur af nýliðun
í bændastétt
12
Sameinuð erum
við sterkari
38