Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2023 Bændur eru flestir búnir eða langt komnir með þreskingu á byggi og öðru korni. Víðast hvar var uppskera góð þótt kalt og blautt vor hægði á vexti. Í Bryðjuholti í Hrunamanna- hreppi í Árnessýslu má tala um uppskerubrest, en Samúel U. Eyjólfsson segist ekki hafa fengið nema 40 prósent af því sem búast má við í eðlilegu ári. Mesta tjónið varð vegna óveðurs seinni hlutann í september og brotnaði axið af stórum hluta stráanna. Mestur hluti byggsins hafi því hrunið á akurinn. „Maður notar þetta ekki í fóður sem er á jörðinni,“ segir Samúel. Nú séu álftir komnar í stykkin og greinilegt sé að þær hafi nóg að éta. Meðaluppskeran hjá honum var undir tveimur tonnum af óþurrkuðu korni af hverjum hektara í haust, en í fyrra var uppskeran 4,2 tonn á hektarann, sem var slakt meðaltal. Á góðum árum megi búast við fimm tonnum. Samúel hefur rætt við sveitunga sína og af þeirra tali að dæma var tjónið í Bryðjuholti nokkuð staðbundið og uppskeran góð á þeim jörðum sem voru í skjóli fyrir rokinu. Uppskerubresturinn hafi í raun verið hrein óheppni og Bryðjuholt hafi lent sérstaklega illa í vindstrengjum. „Þegar vindurinn fer yfir 30 metra í hviðum, þá er það ansi mikið.“ Áhættusamur búskapur Samúel segir að kornið hafi verið tilbúið áður en óveðrið skall á, en tafir urðu á þreskingu þar sem vél sem pakkar bygginu í svokallaðar pylsur hafi verið í notkun annars staðar. Útbúnaðurinn sé leigður af bændum í Flóa sem gátu ekki séð af honum fyrr, enda voru þeir sjálfir í kappi við tímann. „Ef það hefði verið önnur pylsuvél hérna upp frá, þá hefði verið hægt að taka ansi marga hektara á þeim dögum sem voru þurrir,“ segir Samúel. Hann gagnrýnir að í aðgerðaráætlun stjórnvalda um eflingu kornræktar sé hvergi talað um að fjölga vélum sem þessum. Hann náði að þreskja einn akur áður en óveðrið skall á, en þar var uppskeran einnig undir meðallagi. Samúel telur ástæðurnar fyrir því vera annars vegar kalt og blautt vor og óveður í byrjun september sem braut hluta kornsins. Aðspurður um uppskeru- tryggingar segir Samúel að hann myndi skoða þær ef kjörin væru sanngjörn. Þetta sé áhættusamur búskapur og bændur geti búist við uppskerubresti á nokkurra ára fresti. „Við höfum áður fengið slæm ár, en þetta var kannski mesta rokið sem við höfum lent í,“ segir Samúel og bætir við: „Það eru ekki jól alla daga í þessu.“ Blautt vor í Meðallandi Á Sandhóli í Meðallandi í Vestur- Skaftafellssýslu er umsvifamikil ræktun á byggi, höfrum og olíurepju. Örn Karlsson, segir byggið hafa skemmst að hluta til vegna vætutíðar í vor og því sé uppskeran rýr. Korninu var sáð í byrjun maí og rigndi nánast látlaust í mánuð þar á eftir. Þá mynduðust pollar á ökrunum og skemmdist byggið þar. Þroski þess var þó góður og hafði það náð 22 prósent rakastigi þegar það var þreskt núna í september. Uppskeran á höfrum og repju hefst ekki fyrr en í október og reiknar Örn með að byrja þreskingu um það leyti sem Bændablaðið kemur út. Hann segir mjög slæmt ef uppskeran fer undir þrjú tonn á hektarann og í ár var hún ekki nema tvö og hálft tonn. Til samanburðar náðust fimm tonn af byggi af hverjum hektara í fyrra. Kornbændur hafi fá úrræði þegar þeir lendi í uppskerubresti og segir Örn að það væri mikið framfaramál að koma á fót tryggingakerfi eins og tíðkast erlendis. Starfsbræður hans utan Íslands geti keypt slíka þjónustu af tryggingafélögum, sem endurgreiði þá hluta tjónsins og minnki höggið. Hafrar líta vel út Örn segir hafrana líta vel út, þó það segi ekki til hver uppskeran verði. Hafrar séu þolnari en bygg fyrir vætu og því líklegt að rigningatíðin í vor hafi ekki spillt. Veðurþol þeirra á haustin er prýðilegt. Repjan nái jafnframt að standa af sér vind og er því hættuminna að draga þreskingu hennar fram á haustið. Rigning tefur á Fljótsdalshéraði Á Breiðavaði við Eiðaþinghá á Fljótsdalshéraði höfðu bændur ekki komist í þreskingu vegna bleytu. Einungis ein þreskivél sé á svæðinu og segir Jón Elvar Gunnarsson að hún hafi ekki náð að koma til sín þá fáu þurru daga sem hafa verið. „Það sem er búið að þreskja var tekið á hlaupum þegar rigningiunni slotaði.“ Væri tíðin betri reiknar hann með að búið væri að þreskja allt korn á sínu svæði. Hann hefur heyrt frá sveitungum sínum sem segjast nokkuð ánægðir með sína uppskeru. Þó svo að óveður hafi herjað á Austurland í september veit Jón Elvar ekki til þess að korn hafi brotnað. Það hafi ekki verið mjög hvasst, heldur var mikil rigning. „Ég held að það hafi bjargað því að hitinn var réttum megin við núllið. Þetta féll sem vatn, ekki sem slydda eða snjókoma.“ Góð uppskera í Eyjafirði Á Torfum í Eyjafjarðarsveit hefur gengið vel að þreskja og segir Þórir Níelsson uppskerumagnið mikið og kornið þroskað. „Í byrjun september gerði rok, og þá lagðist dálítið, svo hafa komið tvö veður eftir það,“ segir Þórir. Uppskeran sé þó ekki búin, því vegna rigningar hefur ekki alltaf verið hægt að keyra tækjum út á akra. „Það er búið að ganga vel á meðan það er hægt að vera við þetta, en við eigum talsvert eftir.“ Þórir hefur ekki tekið nákvæmlega saman hversu mikil uppskeran var á hektarann, en skýtur á að það hafi verið á bilinu sjö til átta tonn af blautu korni. Hann hefur ekki heyrt af neinum bónda í nágrenni við sig sem hefur lent í uppskerubresti, þó einn og einn akur hafi farið illa vegna ágangs fugla. Þórir sýrir allt sitt korn, en segir að betra væri að hafa aðgang að þurrkstöð. Þær séu til staðar í Eyjafirði, en afköstin þeirra það lítil að færri komist að en vilja. Þurrkstöðvar séu grundvallaratriði ef til standi að efla kornrækt í landinu, eins og stjórnvöld hafa talað um. „Það þarf að gerast eitthvað í alvörunni, ekki bara alltaf að tala og hugsa.“ Frost í jörðu í Skagafirði í vor Í Keldudal við Hegranes í Skagafirði náðist góð kornuppskera en þar var þreskt upp úr miðjum september. Þórarinn Leifsson bóndi segir að sáning hafi gengið vel, en svo hafi frost verið lengi að fara úr jörðu. „Þetta fór hægt af stað út af kulda og síðan var sólarlítið sumar.“ Í lok ágúst og byrjun september hafi verið hlýindi sem hafi bætt í vöxtinn. Uppskeran sé liðlega fimm tonn á hektara miðað við þurrt bygg og þroskinn í tæpu meðallagi. Slapp við verstu vindstrengina í Víðidal Hartmann Bragi Stefánsson, bóndi á Sólbakka í Víðidal, er ánægður með uppskeru ársins í ár. Hann framkvæmdi ekki nákvæmar uppskerumælingar, en það hafi fengist nálægt sex tonnum á hektarann af blautu byggi. Fyrstu akrarnir voru þresktir 19. september og kláraðist allt dagana þar á eftir. Góð uppskera hafi jafnframt fengist af hálmi. Meðan á þreskingu stóð komu tveir vindasamir dagar sem bældu hluta kornsins, þó ekki þannig að það legðist alveg á jörðina. Hartmann segir þreskivélina hafa náð því með því að slá aðeins neðar og hægar. Sólbakki er staddur í lægð í landslaginu sem veitir skjól fyrir ákveðnum vindáttum, en steinsnar frá hafi orðið meira tjón á ökrum. Á Jaðri í Borgarfirði var bygg- uppskeran sæmileg. Eiríkur Blöndal segir að akrarnir hjá sér hafi þó verið nokkuð misjafnir þar sem veðurskilyrðin í vor voru óhagstæð. Jafnframt varð nokkurt foktjón í norðanroki núna í haust. Eiríkur sáði byggi af yrkjunum Smyrli og Hermanni. Það fyrrnefnda segir hann hafa staðið sig betur, á meðan hið síðarnefnda sé mjög uppskerumikið á meðan það þoli illa rokið. Eiríkur þurrkar alla sína uppskeru með kornþurrkara sem nýtir jarðvarma og er staðsettur rétt hjá Jaðri. /ÁL Skuldsettir bændur sjá ekki fram á að geta haldið út mikið lengur. Stór kúabú hafa hætt rekstri og reynt að selja kvóta til að létta á skuldum, en þau eru föst í pattstöðu þar sem lítil hreyfing er á kvótamarkaði. Hermann Ingi Gunnarsson, kúabóndi á Klauf í Eyjafirði, segir andrúmsloftið í stéttinni vera ömurlegt og bændur geti ekki endalaust greitt með fæðuöryggi þjóðarinnar. „Það er ekkert ljós við enda ganganna eins og þetta er núna. Nú stefnir í meiri vaxtahækkanir og við sjáum ekki fram á afurðaverðshækkanir sem geta mætt þeim kostnaði.“ Þó staða sauðfjárbúa sé ekki góð, þá sé einfaldara fyrir þá bændur að fá sér aukavinnu utan bús. „En þú gerir það ekki með mjólkurframleiðslu, sérstaklega ef þú ert með stórt kúabú. Hvar eigum við að sækja okkar tekjur? Það má ekki gera það í gegnum verðlagið. Mjólkurbændur hafa fengið hækkanir í gegnum verðlagsnefnd búvara, en það vantar svo mikið meira.“ „Fólk er fast“ Það sé hægara sagt en gert að bregða búi, en Hermann Ingi bendir á tvö stór kúabú í Eyjafjarðarsveit sem hafa hætt rekstri núna í sumar. Þá hafa bændur selt frá sér kýrnar en ekki náð að koma kvótanum í verð, enda fádæma lítil hreyfing á síðasta kvótamarkaði. „Fólk er fast,“ segir hann. „Margir hverjir sem eru með miklar skuldir þurfa að velja úr þá reikninga sem þeir geta borgað.“ Í óbreyttu ástandi telur Hermann Ingi að skuldsettir bændur geti ekki haldið út nema í nokkra mánuði. „Menn eru vinnandi myrkranna á milli, algjörlega búnir á því á líkama og sál, og svo eiga þeir bara að halda áfram. Heilsa bænda er líka í húfi. Það er rosalega þungt hljóð í bændum og menn eru margir hverjir að gefast upp. Ef við ætlum að hafa landbúnað í landinu þá verðum við að fara að gera eitthvað. Af hverju á bændastéttin að vera sú eina sem vinnur allan daginn en fær ekkert greitt? Við höfum varla lágmarkslaun fyrir þetta.“ Staða bænda á ábyrgð ríkisins Aðspurður um lausnir segir Hermann Ingi að ríkið ætti að nýta þær lánastofnanir sem það á, ýmist Landsbankann eða Byggðastofnun, til að búa til lánaleið fyrir bændur. Nú séu tólf prósent vextir af jarðakaupalánum, á meðan bankarnir sjálfir segi að jarðir séu tryggasta veð sem þeir geti fengið. Það séu minni afföll af lánum á jörðum en íbúðarhúsnæði, en samt sé ekki hægt að gefa bændum sömu kjör. Þá segir Hermann Ingi að sómi væri af því ef ríkið stæði almennilega við bakið á matvælaframleiðslu. „Eins og Bændasamtökin hafa komið inn á þá vantar tólf milljarða í búvörusamningana.“ Hlutfall tekna bænda frá ríkissjóði hafi stórlega lækkað á síðustu tíu til fimmtán árum og að sama skapi hafi tollverndin dregist saman. Staða landbúnaðarins sé alfarið á ábyrgð stjórnvalda. „Í búvörulögum er sagt að kjör bænda eigi að vera eins og kjör annarra sambærilegra stétta í landinu. Þau eru það ekki ef menn geta ekki borgað sér laun.“ Uppbygging var löngu tímabær Hermann Ingi segir langan veg frá því að bændur hafi verið að offjárfesta í greininni. Þeir sem haldi öðru fram hafi ekki góða þekkingu á landbúnaðinum, sérstaklega í mjólkurframleiðslu. Þvert á móti sé enn mjög mikil fjárfestingarþörf. Kúabændur hafi á undanförnum árum verið að sinna löngu tímabærri uppbyggingu, enda var mikil stöðnun í kjölfar hrunsins. „Með þetta lægra vaxtastig fóru menn í mjög nauðsynlegar fjárfestingar, bæði til að auka framleiðsluna og hagræði.“ Á undanförnum árum hafa aðbúnaðarkröfur verið hertar í flestum búgreinum. Hermann Ingi segir þær hafa ýtt bændum í eðlilegar endurbætur, enda sé nauðsynlegt að nútímavæða aðstöðuna. Það sé engin framtíð í því að mjólkurframleiðsla á Íslandi sé byggð á básafjósum. „Þó þau séu ágæt til síns brúks, þá viljum við sjá greinina á öðrum stað. Við sjáum í þessum nýju fjósum þar sem er róbót og lausaganga, þá eru komnar meiri afurðir eftir hverja kú. Það er bæði loftslagsvænt og hagkvæmt,“ segir Hermann Ingi. /ÁL FRÉTTIR BÆNDAFUNDIR LÍFLANDS 3.-5. OKTÓBER Nánari upplýsingar og skráning á lifland.is Veitingar, happdrætti, umræður og fræðsla Hlökkum til að sjá þig 3.okt. kl. 12-15 Verslun Líflands Hvolsvelli 4.okt. kl. 12-15 Verslun Líflands Borgarnesi 5.okt. kl. 12-15 Hótel Varmahlíð 3.okt. kl. 19-21:30 Hótel Selfossi 4.okt. kl. 19-21:30 Verslun Líflands Blönduósi 5.okt. kl. 19-21:30 Verslun Líflands Akureyri Landbúnaður: Vextir sliga bændur Þresking korns á Skeiðunum. Mynd / ÁL Akuryrkja: Kornuppskera misjöfn – Bændur vilja eiga kost á uppskerutryggingum Hermann Ingi Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.