Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2023 LESENDARÝNI Verndun íslenskra laxastofna – Væntanleg innblöndun Ekki liggur fyrir hvaða áhrif það mun hafa á íslenska laxastofna á komandi árum en búist er við að áhrifin verði veruleg. Líklegt er talið að hæfni laxaseiða af norskum eða blönduðum upp- runa til uppvaxtar í köldum íslenskum ám geti verið lakari en íslenskra laxa- seiða, hæfileikar þeirra til að lifa af í hafinu umhverfis Ísland sé minni og væntanlega einnig ratvísi þeirra upp í íslenskar laxveiðiár. Þá hefur verið nefnt að norskættuð laxaseiði af fyrstu kynslóð kunni við góðar aðstæður að verða stærri og þróttmeiri en íslensk og vinni því samkeppni í íslensku ánum um fæðu og pláss í uppeldi. Nauðsynlegt virðist vegna mögulegra mótvægisaðgerða að reyna að varpa skýrara ljósi á líkleg áhrif af innblöndun eldislaxa af norskum uppruna í íslenskar laxveiðiár. Mögulega mótvægisaðgerðir Flestir virðast gera ráð fyrir að innblöndun norskættaða eldislaxins dragi úr laxveiði á komandi árum, hvort það verður tímabundið eða varanlegt ræðst væntanlega einkum af því hve mikið og oft norskættaður lax nær að hrygna í íslenskum laxveiðiám, en mögulega einnig af mótvægisaðgerðum. Til að minnka mögulegt tjón bæði af þverrandi veiði næstu ára og mögulegri erfðablöndun virðist skynsamlegt að reyna að fjölga löxum af hreinum íslenskum uppruna í þeim ám þar sem vitað er af norskættuðum laxi á hefðbundnum hrygningar- og uppeldissvæðum. Slíkt mætti gera með ýmsum hætti: Með sleppingu sumaralinna laxaseiða í ófiskgenga hluta laxveiðáa og stöðu- vötn á vatnasvæði þeirra: Flestar betri laxveiðár hafa langan aðdraganda, oft að hluta ófiskgengan, og á vatnasvæði nokkurra eru stöðuvötn sem nýta mætti til uppeldis laxaseiða. Með bættri nýtingu þessara uppvaxtar- möguleika mætti væntanlega fjölga verulega gönguseiðum af viðkomandi vatnasvæði og fá þannig á komandi árum mótvægi við mögulegri hnignun laxastofna í meginám af völdum norskrar innblöndunar. Mikil þekking og reynsla liggur fyrir um sleppingu sumaralinna laxaseiða. Takist vel til gæti þessi aðgerð, sem hæfist með hrognatöku í haust, skilað löxum í veiði á árunum 2026–2030. Það eru einnig þau veiðiár sem líklegast er að neikvæð áhrif af hrygningu norskra eldislaxa í haust komi fram í veiði. Með framleiðslu gönguseiða í eldisstöðvum: Slíkt er þekkt aðferð og raunar undirstaða laxveiða í nokkrum ám (hafbeitarár). Helstu annmarkar eru að aðferðin er kostnaðarsöm (hvert gönguseiði mun kosta 200–300 kr.) og lax úr gönguseiðasleppingum skilar sér illa úr hafi (endurheimta jafnan undir 1%). Með flutningi á hrygningarlaxi upp fyrir hindranir: Þetta hefur verið gert með góðum árangri í nokkrum ám og er tiltölulega ódýr fram- kvæmd og auðvelt að stjórna þéttleika í uppeldi. Með hrognagreftri á ófiskgengum svæðum: Það hefur einnig verið gert í nokkrum ám, þó með misjöfnum árangri. Með aukinni þekkingu og reynslu næst væntanlega betri árangur. Allar ofangreindar aðgerðir byggja að sjálfsögðu á að eingöngu sé nýttur hreinn íslenskur lax. Slíkt er auðvelt í ár en verður trúlega erfiðara með hverju ári sem líður. Skynsamleg varúaðráðstöfun virðist því að safna á næstu vikum íslenskum hrygningarlaxi úr sem flestum ám og flytja í eldisstöð til arfgerðargreiningar og hrognatöku. Þannig skapast nokkurra vikna svigrúm til ákvarðanatöku um næstu skref í hverri á. Ari Teitsson Höfundur sinnti rannsóknum og ráðgjöf á svið vatnafiska á árum áður. Báknið: Smáframleiðendur þurfa starfsleyfi til að geta tekið þátt í matarmarkaði í Reykjavík – Litið á borð framleiðandans sem starfsstöð; matvöruverslun eins og ef verslanakeðja væri að opna nýja verslun í Reykjavík Ari Teitsson. Enginn félags- maður hefur nokkurn tímann þurft að sækja um starfsleyfi til að geta tekið þátt í matarmarkaði á landsbyggðinni. Til að bregðast við þessu hafa SSFM / BFB í heilt ár leitað allra leiða til að fá matvælaráðuneytið til að láta reglugerð nr. 580/2012 sem gengur undir heitinu „smáræðisreglugerðin“ ná einnig til matarmarkaða, þar sem sala er í eigin hagnaðarskyni, en ekki eingöngu í góðgerðarskyni. Það myndi þýða að matvælaframleiðendur með forpökkuð matvæli og gilt starfsleyfi frá sínu heilbrigðisumdæmi, þyrftu ekki að sækja um tímabundið starfsleyfi til að geta tekið þátt ef ábyrgðaraðilar markaðarins eru með leyfi heilbrigðiseftirlits svæðisins fyrir markaðinum, gegn því að framleiðendurnir afhendi ábyrgðaraðilum starfsleyfi sín áður en markaður hefst. Rök HRvk eru þau að fram- leiðandinn sé í raun að opna verslun þann dag eða þá daga sem markaðurinn stendur yfir og heilbrigðiseftirlitið þurfi að tryggja að heilbrigðiskröfur séu uppfylltar með því að taka á móti starfsleyfisumsókn og greiðslu fyrir hana. Á fundi samtakanna með fulltrúum HRvk fyrir rúmu ári síðan kom fram að þegar smáræðis- reglugerðin var fyrst gefin út hafi HRvk lagt til að þessi undanþága yrði í henni, en á þau hafi ekki verið hlustað. Því telji þau sér skylt að fara eftir lögum um matvæli nr. 93/1995, en í 2. grein stendur að þau taki til framleiðslu og dreifingar matvæla á öllum stigum, skilgreint nánar í 9. og 20. gr. þar sem kemur m.a. fram að starfsleyfi séu gefin út fyrir hverja starfsstöð og staðsetningu hennar. Þau líti svo á að borð framleiðandans á matarmarkaði sé starfsstöð. Á fundi fulltrúa BFB með HRvk um sama mál fyrir nokkrum árum síðan hafi rökin meðal annars verið að ef þau gerðu það ekki myndu matvöruverslanir í Reykjavík líta á það sem mismunun. Að þau þyrftu að sækja um starfsleyfi til að geta opnað matvöruverslun í Reykjavík, á meðan smáframleiðendur sem ætli að selja forpakkaðar vörur sínar á jólamatarmarkaði sem dæmi þyrftu þess ekki. Sér einhver það fyrir sér að forstjóri Bónus/Krónunnar/ Samkaup myndi fara á límingunum yfir því að heilbrigðiseftirlitið myndi ekki krefjast þess að hún Jóna með rabarbarasultuna sækti um starfsleyfi fyrir að fá að selja sultuna sína á markaði í Reykjavík því hún sé í raun að opna verslun? Við höfum farið yfir málið á fundi með ráðherra, í símtölum og í tölvupóstsamskiptum við aðstoðarmenn ráðherra og starfsfólks ráðuneytisins og fáum alltaf þau svör að málið sé í vinnslu og að markmiðið sé að ná að klára það fyrir tiltekinn tíma, en ekkert gerist. Nú eru jólamatarmarkaðirnir að fara í gang og við erum búin að gera allt sem í okkar valdi stendur til að fá þau til að breyta þessu fyrir þann tíma, fyrst það náðist ekki fyrir síðustu jól eins og við vorum að vona, en erum satt að segja ekki vongóð þar sem komið er fram í október. Á fyrrnefndum fundi okkar með HRvk þar sem við leituðum skýringa á þessu ræddum við einnig þá hindrun sem þetta væri fyrir þátttöku okkar á Landbúnaðarsýningunni í október 2022. Þar leigðu SSFM / BFB stóran bás þar sem komið var fyrir röð borða, eitt fyrir hvern félagsmann. Sýningin var í þrjá daga og tóku flestir þátt í einn dag svo sem flestir af ríflega 200 félagsmönnum gætu tekið þátt. Um 40 félagsmenn enduðu á því að vera með borð. Ef hver og einn hefði greitt það 15.700 kr. gjald sem þá var fyrir starfsleyfið hefði kostnaður félagsmanna við að fá starfsleyfi til að „opna verslun“ á sýningunni verið samtals 628.000 kr. Með því að gerast ábyrgðaraðili og undirgangast ýmis skilyrði gátum við samið við HRvk um að SSFM / BFB greiddu eftirlitinu sem svarar 4 klukkustundum fyrir eftirlitið, samtals 62.800 kr. SSFM/BFB eru samstarfsaðilar Slow Food Reykjavík um viðburð í Grasagarði Reykjavíkur 20.–21. október sem innifelur í sér fræðslu og markað. Lengi virtist ekki geta orðið af honum þar sem talið var að framleiðendur yrðu ekki tilbúnir til að greiða 17.100 kr. fyrir einn til tvo daga. Þau ákváðu því að kanna hvort þau gætu samið um það sama og SSFM/BFB fyrir Landbúnaðarsýninguna. Sú varð raunin og þarf Slow Food Reykjavík því að punga út tæpum 70.000 kr. til að greiða HRvk fyrir að gefa út starfsleyfi fyrir þá um og yfir 20 framleiðendur sem munu taka þátt. Þetta er enn eitt dæmið um þær óþarfa hindranir, kröfur og kostnað sem smáframleiðendur matvæla og aðrir framleiðendur hér á landi þurfa að búa við og mikið hefur verið fjallað um undanfarið undir yfirskriftinni BÁKNIÐ. Oddný Anna Björnsdóttir. Frá matarmarkaði í Hörpu. Mynd / smh Könnun meðal félagsmanna Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM) og Beint frá býli (BFB) leiddi í ljós að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur (hér eftir HRvk) sé eina heilbrigðiseftirlit landsins sem túlkar lög um matvæli á þann hátt að þeim sé skylt að krefjast þess að framleiðendur forpakkaðra matvæla, þ.m.t. smáframleiðendur, þurfi að sækja um tímabundið starfsleyfi (svokallað torgsöluleyfi) fyrir hvern og einn matarmarkað sem þeir taka þátt í og greiða fyrir það 17.100 kr. sem samsvarar gjaldi eftirlitsins fyrir einn klukkutíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.