Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2023 LESENDARÝNI „Hver maður á gróður á sinni jörðu ...“ Páll Briem (1856–1904) var mikilsvirtur lögfræðingur. Hann starfaði sem málflutningsmaður við Landsyfirrétt, var þingmaður Snæfellinga, sýslumaður í Dala- sýslu og Rangárvallasýslu og amt- maður í norður- og austuramti með aðsetur á Akureyri. Árin 1897 til 1901 gaf Páll út timaritið „Lögfræðing“ sem var fyrsta timarið á Íslandi helgað lögfræði. Páll ritaði m.a. greinar um ágang og birti í timaritinu. Eignarréttur Um eignarrétt og heimildarlausa beit segir í grein Páls: „Í hverju því landi þar sem eignarréttur lands er lög helgaður, þar hljóta að vera lagaákvæði um heimildarlausa beit eða ágang búfjár, og svo er í lögum vorum. Þannig segir í Jónsbók: „Hver maður á gróður á sinni jörðu“ og er þetta tekið upp úr fornlögum vorum í Grágás.“ Stærstu samtök landeigenda á Íslandi, Bændasamtök Íslands, sendu bréf til sveitarstjórna í sumar til að tjá þeim þá skoðun sína að ef land væri ekki girt dýrheldri girðingu þá ætti landeigandinn ekki gróður þess, þ.e. ef eignin væri ekki varin gegn þjófnaði – mætti stela henni. Ef það viðhorf til eignarréttarins yrði almennt hér á landi yrðu kindur á flækingi eign þeirra sem næðu þeim og ólæst hús yrðu ókeypis hótel. Umboðsmaður Alþingis Árið 2002 var lúmsk tilraun gerð á Alþingi til að skerða verulega eignarrétt landeigenda og kollvarpa með því aldagömlu réttarástandi varðandi ágang. Eins furðulegt og það virtist í fyrstu, þá kemur það ekki lengur á óvart að Bændasamtök Íslands samþykktu tilraunina fyrir sitt leyti. Í áliti umboðsmanns Alþingis sl. haust, í máli 11167/2021, var kveðið upp úr með að tilraunin bryti á stjórnarskrárvörðum eignarrétti landeigenda og fengi því ekki staðist. Þá væru ágangsákvæði afréttalaganna nr. 6/1986 í fullu gildi, en stjórnvöld höfðu áður úrskurðað þau hliðarsett. Í álitinu sagði umboðsmaður m.a.: • „Af framangreindu er ljóst að reglur laga nr. 6/1986 sem fjalla um ágang búfjár úr einu heimalandi í annað eru byggðar á þeim grunnrökum að umráðamaður lands þurfi ekki að heimila öðrum þau afnot af landinu sem felast í umgangi og beit búfjár í annarra eigu.“ • „Jafnframt mæla þær fyrir um verndarrétt hans við ákveðnar aðstæður, þ.e. annars vegar rétt hans til að leita til handhafa opinbers valds, sveitarstjórnar og eftir atvikum lögreglustjóra, og fara fram á að þessir aðilar beiti þeim valdheimildum sem þeim eru fengnar með lögum nr. 6/1986, og hins vegar bótarétt vegna tjóns af völdum ágangsfjár eins og nánar er kveðið á um í lögunum.“ • „Hafi ætlunin verið að gera breytingar á þessari réttarstöðu umráðamanns lands með yngri lögum, s.s. með þeirri takmörkun á eignarrétti hans að hann verði að þola ágang búfjár annarra á eign sína eða njóti ekki fyrrgreinds verndarréttar sem mælt er fyrir um í lögum nr. 6/1986, verður að gera kröfu um að það verði skýrlega ráðið af orðalagi og efni þeirra lagaákvæða sem til álita koma. Er þá höfð í huga sú krafa um lagaáskilnað sem leiðir af stjórnskipulegri vernd eignarréttinda og áður hefur verið gerð grein fyrir.“ Grundvallarákvæði ágangs­ kaflans, sem umboðsmaður fjallar um, má segja að sé 3. málsliður 33. greinar, sem hljóðar þannig: „Stafi ágangur hins vegar af búfé, sem heimilt er að hafa í heimahögum, ber sveitarstjórn að láta smala ágangsfénaði og reka þangað, sem hann á að vera, á kostnað eiganda, nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt.“ Ákvæðið er afar einfalt og skýrt. Þrátt fyrir það ná Bændasamtökin að lesa um girðingar í ákvæðinu og sumir sveitarstjórnarmenn finna í því alls konar vandamál. Þar á meðal að enginn viti hvað „ágangur“ þýði. „Ágangur“ Um orðið segir Páll í grein sinni: „Orðið ágangur er eigi haft í hinu forna lagamáli, í þess stað er þar haft orðið beit, en orðið beit er bæði að fornu og nýju víðtækara en orðið ágangur. Ágangur búfjár er heimildarlaus beit búfjár, og fyrir því er orðið notað hér.“ Þannig er ágangur stakt lamb sem bítur gras í landi sem eigandi þess hefur ekki leyfi til að beita. Réttarbót Eiríks konungs Magnúsonar árið 1294 Þá rekur Páll þróun laga frá Grágás þjóðveldisaldar yfir í Jónsbók og svo íbætur Réttarbótar Eiríks konungs Magnússonar. Með þeim voru lögin færð aftur til samræmis við ákvæði Grágásar um að ágangur í tún, akra og engi varðaði við lög, hvort heldur um þau væru garðar eða ekki og hvort sem ágangurinn var með vilja eða óvilja eigenda dýranna. Það ákvæði er nú fyrsti málsliður 34. gr. afréttalaga nr. 6/1986. Lögfesting Í greininni er fjallað um ágang í haga. Ef landeigandi vildi ekki að hagi hans yrði fyrir ágangi annarra manna búfjár, gat hann „lögfest“ hann. Hugtakið að „lögfesta land“ er úr norskum lögum en hún skyldi fara fram í töluðu máli á þingi eða í kirkju. Slík lögfesting gilti í 12 mánuði hverju sinni. Þeir sem áttu land er lá að lögfestum haga skyldu hafa gæslumann um búfé sitt á daginn en reka það í það horn á landsins sem fjærst væri hinum lögfesta haga að kveldi. Ágangur úr afrétti Eigendur búfjár á afrétti báru ekki ábyrgð á ágangi sem það kunni að valda utan afréttarins, enda var nýting afrétta, utan byggða, viðurkenndur búháttur. Þannig eru lögin enn, því ef sveitarstjórn þarf að smala ágangsfé að ósk landeigenda, sem kemur úr afrétti, gera afréttalögin ráð fyrir að fjallskilasjóður eða sveitasjóður greiði kostnaðinn við smölunina, en ekki eigendur fjárins, sbr. 31. gr. laganna. Aftur á móti ef ágangurinn er úr heimahaga gera lögin ráð fyrir að eigandinn greiði kostnaðinn, sbr. 33. gr. laganna. Afréttur girtur Skv. Jónsbók áttu þeir sem bjuggu við afrétt það úrræði að geta krafist að garður yrði gerður á milli heimalands og afréttarins. Það ákvæði er enn í lögum sbr. 32. gr. afréttalaganna. Í lögum um girðingar nr. 135/2001 segir í 6. grein að notendur afréttar skuli í slíkum tilfellum greiða 80% af kostnaði girðingarinnar en landeigendur 20%. Refsingar fyrir ágang Þá er rakið í greininni að í Grágás hafi ágangur varðað bæði skaðabótum og refsingum eftir alvarleika. Refsingin gat verið þriggja marka sekt, fjörbaugsgarður (þriggja ára útlegð) og jafnvel skóggangur (ævilöng útlegð). Ef menn fóru ekki í útlegðina innan ákveðins tíma, voru þeir réttdræpir. Í Jónsbók voru útlegðardómar aflagðir en til viðbótar skaðabótum þurfti ágangseigandinn að greiða sekt til þess sem átti gróðurinn. Í núgildandi afréttalögunum er gert ráð fyrir bótum og uslagjöldum sbr. 35. gr. laganna. Samfella í lögum landsins Þannig má rekja mörg lagaákvæði frá Grágás, yfir í Jónsbók, og með ílagi Réttarbótar Eiríks konungs yfir í lög um afréttamálefni nr. 42/1969, nú lög nr. 6/1986. Eins og umboðsmaður segir í áliti sínu þá er ágangur ólöglegur. Eins og lesa má um í grein Páls Briem, þá hefur það réttarástand varað frá þjóðveldisöld. Kristin Magnúsdóttir, lögfræðingur ML Kristín Magnúsdóttir. Páll Briem. Sauðfjárrækt og gróðurvernd – Margt fé í sögulegu samhengi 2023? Þetta er hluti s a m a n t e k t a r Ástvaldar Lárus­ sonar á niður­ stöðum úr grein eftir Bryndísi Marteins dóttur, Isabel C. Barrio og Ingibjörgu Svölu Jónsdóttur, sem þær birtu árið 2017 í Icelandic Acricultural Sciences sem er nefnd, í stuttu yfirliti á íslensku, „Áhrif sauðfjárbeitar á íslensk vistkerfi“. Það er ekki ætlunin að fjalla um efni greinar Bryndísar o.fl. samkvæmt útdrætti Ástvaldar, aðeins þá fullyrðingu að sauðfé sé tiltölulega margt um þessar mundir, hvað varðar beitarálag á úthaga. að öðru leyti en því að skoða fullyrðingu þeirra um að sauðfé sé margt á Íslandi í dag ,,í sögulegu samhengi“, en vetrarfóðraðar kindur voru 366 000 samkvæmt greininni sl. haust. Er það margt fé í sögulegu samhengi? Hér er verið að tala um beitarálag á úthaga Ég hóf störf við rannsóknir og leiðbeiningar fyrir rúmum 60 árum. Þá voru margir gróðurverndarsinnar sem töldu að á Íslandi væri ofbeit af völdum sauðfjár og að sauðfjár­ bændur færu illa með landið. Mér fannst sárt að liggja undir þessum ámælum á hendur íslenskri sauðfjárrækt og sauðfjárbændum. Hugleiðingar mínar, vegna þessara ásakana, snerust um það hvað við gætum gert til að minnka beitarálag af völdum sauðfjár á úthaga, bregðast við umræðunni, ásökunum. Sauðfjárrækt og gróðurvernd. Á árunum um 1970 var mikill hugur í bændum, enda voru þeir hvattir til að auka framleiðslu. Sauðfé fjölgaði og beitarálag jókst. Ég sýndi fram á í ræðu og riti að það væri þrennt sem myndi minnka beitarálag á úthaga og auka framleiðni í sauðfjárrækt (Sveinn Hallgrímsson 1970, 1976 0g 1980, sjá tilvitnanir). 1. Auka ræktun og þar með fóðurframleiðslu, sem myndi leiða til tilfærslu á beit af úthaga inn á ræktað land. 2. Að aukin framleiðsla á hverja kind leiddi til meiri hagkvæmni, lægri framleiðslukostnaðar á hvert framleitt kg kindakjöts. 3. Minna beitarálag á úthaga og að hærra hlutfall beitarinnar kæmi af ræktuðu landi. Meiri hluti fóðursins kæmi einnig af ræktuðu landi. Þessari stefnu hefur verið fylgt síðan. Hún hefur leitt til meiri hagkvæmni og minna beitarálags á úthaga. Í rannsókn sem ég gerði 1976 og flutti erindi um á ráðunautafundi bar ég saman fóðrun og beit á fjórða áratug og svo á sjöunda áratug síðustu aldar. Á fjórða áratug síðustu aldar var nær 100% fóðurs sauðfjár af úthaga eða engi. Á fyrri hluta áttunda áratugarins var nær 60% fóðurs sauðfjár tekið af ræktuðu landi, annaðhvort sem beit eða í vetrarfóðri af ræktuðu landi (S.H. 1976). Ég tel að þetta hlutfall sé um 70% í dag. Beitarálag á úthaga 2023. Sé reiknað með að 65% af fóðri sauðfjár sé af ræktuðu landi og 35% af úthaga er ekki sögulega margt fé á úthaga á Íslandi á árinu 2023. Segjum 35 % af 366.000 = 128.100 kindur eru á beit í úthaga á Íslandi. Meirihluti fóðurs þessa fjár er tekinn að sumri. Verulegur hluti á afrétti, sem víðast er vannýttur! Er að fara í sinu, eins og heimahagar margra jarða sömuleiðis. Þá má benda á að bændur og ýmsir áhugahópur um landgræðslu hafa grætt upp þúsundir hektara af örfoka landi á undanförnum árum og áratugum. Þá má heldur ekki gleyma að bændur hafa ræktað verulegan hluta túna sinna á söndum og melum. Má þar nefna túnræktina í Kolbeins­ staðahreppi, á Rangárvöllum, á Skógar sandi, í Austur­Skaftafells­ sýslu í Þingeyjarsýslum og víðar. Þá má benda á að bændur hafa ræktað tún sín á móum, sem ,,dæla CO2 út í andrúmsloftið“ að mati sérfræðinga. Að halda því fram að beitarálag á úthaga sé mikið á árinu 2023 sýnir annaðhvort mikið þekkingarleysi eða einbeittan vilja til áróðurs. Sauðfjárbændur séu að ofnýta úthagabeit. Það eru fráleitar og rakalausar ásakanir! Heimildir: Sveinn Hallgrímsson 1970, Dagblaðið Tíminn Sveinn Hallgrímsson 1976. Sauðfjárrækt og gróðurvernd. Ráðunautafundur 1976, fjölrit 12 bls. Sveinn Hallgrímsson 1979–´80. Ársrit Ræktunarfélags Norðurlannds 1979-80. Frjósemi og hagkvæmni sauðfjárræktar bls. 13–23. Ástvaldur Lárusson 2023. Fréttaskýring. Bændablaðið 8. júní 2023. Bitamunur en ekki fjár. Bls 20. (Útdráttur úr grein e. Bryndísi Marteinsdóttur, Isabel C. Barrio og Ingibjörgu Svölu Jónsdóttur. ,,Áhrif sauðfjárbeitar á íslensk vistkerfi.“) Sveinn Hallgrímsson. Mynd / smh ,,Fram kemur að sauðfé sé mjög margt í sögulegu samhengi, en samkvæmt gögnum í mars á þessu ári var ásett fé 366.000 talsins. Fram til miðrar 19. aldarinnar hélst sauðfjárstofninn á milli 50.000 til 300.000 ásettra einstaklinga. Árið 1977 (1979 innskot höf.) náði stofninn hámarki með 900.000 kindum, en höfundar greinarinnar taka fram að stór hluti gagnanna sem stuðst var við séu frá árunum þar á eftir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.