Bændablaðið - 05.10.2023, Side 39

Bændablaðið - 05.10.2023, Side 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2023 Hagkvæmt sé að byggð dragist ekki meira saman en orðið er og þær auðlindir sem til eru á landsvísu skuli nýta. Þarna kemur verkefni Byggða- stofnunar, Brothættar byggðir, að málum, en það verkefni hófst fyrir rúmum áratug. Hefur ávinningurinn af því verið afar margþættur á jákvæðan hátt, en meginmarkmið verkefnisins er að stöðva viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðakjörnum og í sveitum landsins. Heilmikil tækifæri felast með þátttöku byggða í verkefninu og tekur þá m.a. til þátttöku og frumkvæði íbúa sem geta leitt af sér aukin lífsgæði. Byggðastofnun hefur í gegnum tíðina unnið ötullega að ómetanlegum rannsóknum og gagnasöfnun í þágu byggðamála. Segir Halldóra verkefni Brothættra byggða vera meðal þeirra sem njóta góðs af og vonandi að verkefnið nái til fleiri byggða, stækki enn fremur þar sem þarf á að halda. Áhugavert er að líta á mælaborð vefsíðu Byggðastofnunar þar sem er að finna hagnýtt yfirlit yfir ýmis byggðatengd gögn. Bjóða stillingarnar til dæmis upp á val um ákveðin svæði, ár eða tímabil auk þess sem mælaborðið veitir meðal annars upplýsingar um íbúafjölda sveitarfélaga innan byggðakjarna, þróun byggða, fasteignagjöld, skiptingu íbúa eftir ríkisfangi eða tekjum svo eitthvað sé nefnt. Nýsköpun í landbúnaði og búsetutengdir styrkir Þau eru mörg hjartans málin sem eru Halldóru hugleikin og þá ekki síst hvernig leita má leiða til nýsköpunar í dreifbýli með jákvæðum aðgerðum á borð við hagstæð lán og búsetutengda þróunarstyrki. Þá lítur hún til kynslóðaskipta í landbúnaði og hvernig Byggða- stofnun geti greitt fyrir slíku enda fjármagnskosturinn mikill. Hefur stofnunin, í samvinnu við unga bændur unnið að því að greina helstu hindranir fyrir lánaskilyrðum og hvar Byggðastofnun gæti komið að úrbótum og eða fjármögnun, enda mikill vilji til úrlausnar sem auðveldar kynslóðaskipti í landbúnaði til framtíðar. „Ég vil nota tækifærið,“ lýkur Halldóra máli sínu, „og vekja athygli á málþingi sem haldið verður á Raufarhöfn þann 5. október. Tilefnið er vegna þess að nú eru rúm tíu ár liðin frá því að verkefnið Brothættar byggðir hóf þar göngu sína með verkefni er fékk nafnið Raufarhöfn og framtíðin. Þar munum við líta yfir farinn veg en ekki síður horfa til framtíðar og sjá ávinninginn af verkefninu Brothættar byggðir. Í því felst loforð um að vinna með íbúum og hagsmunaaðilum til að tryggja að áhyggjuefni þeirra og metnaðarmál hafi bein áhrif á þá valkosti sem teknir verða til skoðunar í verkefnum.“ Byggingavöruverslun Líttu við í verslun okkar Eyraveg 67 Selfossi Hersluvél 18V 1/2 XR 950Nm Stök í tösku Listaverð: 69.660 -25%Tilboð 52.245 Hersluvél 18V 3/4 950Nm stök Tilboð 58.050 -25% Listaverð: 77.400 Opið mán-fim 8-17 og föst. 8-16 S:422 4040 Naglabyssa f/Girðingalykkjur stök Listaverð: 156.400 -15% Tilboð 132.940 Laufblásari 18V XR 145km/h stakur Listaverð: 54.450 -30%Tilboð 38.115 Vinnupallar ehf. – Vagnhöfða 7 – s. 787 9933 – vpallar@vpallar.is – www.vpallar.is ÖRYGGISVÖRUR FYRIR VINNUSVÆÐI Öryggi er margfalt meira virði en slys og tjón. Eigum úrval öryggislausna á frábæru verði fyrir vinnu- og framkvæmdasvæði! Málþing 5. október á Raufarhöfn Haldið verður afmælismálþing Brot- hættra byggða, þann 5. október í félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn. Er málþingið sett klukkan 10:30 og lýkur með vett- vangsheimsóknum frá klukkan rúmlega hálf fjögur. Fjallað verður um verkefnið í hnot- skurn, hverjir halda utan um byggðarlögin, mikilvægi styrkja verða tekin fyrir, áhrifamat Brot- hættra byggða, þá niðurstöður úttektar KPMG og að lokum hversu rík þörfin sé á verkefninu, ef litið er til framtíðar. Halldóra og mágur hennar reka saman Grænegg, vistvænt bú þar sem allar hænur eru hafðar í lausagöngu.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.