Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2023
Kennsla í soðgerð á myndrænan hátt.
LÍF&STARF
Það má segja, að varla vænti maður
póstsendinga. Þær enda strjálast svo, að
einungis annan og þriðja hvern dag þurfi að
kíkja í kassann. Við erum enda búin fyrir
giska löngu síðan að frábiðja okkur allar
ruslpóstsendiingar. Sú var tíðin í sveitinni
hér á árum fyrr, að mikil eftirvænting ríkti
á póstsendingardögum. En sem betur fer er
þó alltaf einhvers að vænta. Nú á dögunum
barst póstsending frá Davíð Hjálmari
Haraldssyni, hagyrðingi og skáldi á
Akureyri. „Áttunda Davíðsbók“ hins ástsæla
hagyrðings, fagurlega árituð af höfundi með
svofelldum hætti:
Viltu, kæri Geirhjörtur og góði,
göfgi, spaki, víðsýni og fróði,
af dálki þínum drjúgum eyða bút
í Davíðsbók sem nú er komin út.
Bókin geymir mestan part ljóð, en einnig
stökur, spökur sem og þýðingar. Það sem af
er lestri, sannfærist ég fyrir fullt og fast, að
Davíð er einn af mínum uppáhaldshöfundum.
Bókin er hreint gersemi og eiguleg öllum
þeim sem eitthvað fást við ljóðalestur og
vísna. Fyrst ber fyrir fallegt ljóðkorn sem
Davíð nefnir „Eftirgjöld“:
Haustið með hélusvala
hrifsar af sumri völdin,
leggur svo leigugjöldin
á lundina, hól og bala.
Haustið með stolti stilltu
strýkur á víði kollinn,
heimtir af honum tollinn;
handfylli af laufi gylltu.
Náttúruljóðin eru hrein orðsnilld, eins og til
dæmis þetta: „Þú kemur“.
Þú kemur hér, vængjalétt vorið,
að vestan og austan og sunnan
og glettist við rifsberja runnann
og reyninn, svo kelið og þorið.
Þú kemur með vætu og vinda,
ferð vermandi höndum um stráin
svo lifna við blómsef og bláin
en blæfuglar leika við tinda.
Nú vonglaður víðirinn brumar
og varpþröstur syngur í birki.
Um miðnætti mansöng þér yrki.
Að morgni þú breytist í sumar.
Davíð býr yfir fullkominni þekkingu á bragar-
háttum. Undir fornyrðislagi er þessi vísa:
Liðið er sumar,
lengjast nætur.
Hrollkaldir vindar
hækka róminn.
Síðasta rósin
sölnuð fellur.
Fargestir fleygir
flognir brott.
Mjúklátur maðkur
í mold er skriðinn.
Hlaupa úr holu
heim til bæja
skæreygar mýs
og skotti prýddar.
Voldugur vetur
við völd er sestur.
Náttúrustökur fylla svo þátt þessa einstaka
hagyrðings, Davíðs Hjálmars Haraldssonar:
Klæða lindir svalblá svell,
sofa björk og heggur.
Sólin létt á Fálkafell
fölan vanga leggur.
Heilsar jörðu kolbrýntkvöld,
kveikir ljós í skugga.
Drottinn heiðblá himintjöld
hengir fyrir glugga.
Hlíðarfjall nú hlær við sól,
hlákublátt um vanga.
Undir fölum fannakjól
felur svarta dranga.
Semur ljóð um rós og reyni
rámur hrafn á svörtum kjól.
Grýlukerti á Gráasteini
grætir brosmild páskasól.
Umsjón:
Árni Geirhjörtur Jónsson
kotabyggd1@gmail.com
MÆLT AF
MUNNI FRAM
Vefbókin Matreiðsla var gefin út fyrir skemmstu
hjá Iðnú útgáfu. Um nýjung er að ræða í útgáfu
matreiðslubóka á Íslandi, því aldrei hefur jafn viða-
mikið námsefni í matreiðslu verið gefið út í einu riti.
Bókin er ætluð til kennslu á fyrsta þrepi
matvælabrauta en er jafnframt hugsað fyrir
almenning, en farið er vel yfir grunnþætti matreiðslu.
Útgáfuhóf var haldið miðvikudaginn 27.
september í bókabúð IÐNÚ í Brautarholti 8,
þar sem gestum var gefið tækifæri til að ræða
við höfunda, kynna sér vefbókina og gæða sér á
léttum veitingum.
Það eru nokkrir kennarar í Menntaskólanum í
Kópavogi sem standa á bak við útgáfuna og hefur
mikið verið lagt upp úr því að gera kennsluefnið
aðgengilegt, myndrænt og lifandi.
Í bókinni eru einnig myndir af ýmsum aðferðum
sem matreiðslumenn þurfa að kunna, sýndar skref
fyrir skref – hvort sem það er soðgerð eða þrif á
vinnuborði. Karl Petersson tók ljósmyndir fyrir
bókina og gerði einnig myndbönd, gagnvirkar
orðskýringar og verkefni.
Hægt er að kaupa aðgang að vefbókinni á
slóðinni vefbok.is. /smh
Vefbókin Matreiðsla
– Aldrei áður verið gefið út jafn viðamikið efni um matreiðslu
Trausti Víglundsson framreiðslumeistari og stjórnar-
meðlimur Iðnaðarmannafélagsins, og Valgerður
Haraldsdóttir, verslunarstjóri IÐNÚ bókabúðar.
Ragnar Wessman, matreiðslumeistari og fyrrv. kennari, sagði frá hvernig verkið varð til.
Myndir / IÐNÚ
Heiðar Ingi Svansson, framkvæmdastjóri IÐNÚ, útgáfu ávarpaði
gesti.
Úrbeinað lamb.
Veitingar frá LUX veitingum. Dýrfinna Guðmundsdóttir, rit- og verkefna-
stjóri IÐNÚ útgáfu.
Úrbeinuð rjúpa.