Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2023 ● Meðalskyldleikaræktar-stuðull í íslenska hrossastofninum er einungis 2,8% og því má reikna með að áhrif skyldleikaræktarhnignunar séu hverfandi lítil þegar til heildarinnar er litið (d ≈ 0). Væntanlegu árlegu erfðaframför (ÁE) í stofninum má þá hreinlega reikna með eftirfarandi formúlu ÁE = ( is RTI σA + ih RTI σA )/ (Ls + Lh ÁE yrði samkvæmt forsendunum sem eru gefnar hér að ofan: ÁE = (1,755 x 0,8 x 0.18 + 0,644 x 0,6 x 0,18)/(8 + 12) = 0,016 á mælikvarða dómstigans. Eins og sjá má í töflu 1 er staðalfrávik (σp) aðaleinkunnar 0,30 og 0,016 er því 5% af staðalfráviki aðaleinkunnar. Þessi ræktunarhraði samsvarar framförum sem nema einu heilu staðalfráviki á 20 árum. Þ.e. meðalkynbótagildi stofnsins mundi hækka um 0,30 einkunnarstig aðaleinkunnar á 20 árum vegna framfara í ræktun samkvæmt þessum raunhæfu forsendum. Með BLUP aðferðinni er hægt að meta raunverulegar erfðaframfarir og bera þær saman við væntanlega erfðaframför. Það gerir maður með því að reikna meðaltöl kynbótamats viðkomandi eiginleika innan fæðingarára (og þjóðlanda). Kynbótamatið er leiðrétt fyrir kerfisbundnum umhverfisáhrifum líkansins og þar með öllum greinanlegum áhrifavöldum á kvarða dómstigans sem ekki eru tengdir samleggjandi erfðum. Metin árleg erfðaframför (ÁE) hrossa fæddra á Íslandi árin 1971 – 1990 reynist vera 0,006 einkunnarstig eða 2% af staðalfráviki aðaleinkunnar. Með þeim ræktunarhraða tekur það 50 ár að hækka meðaltal stofnsins um 0,30 stig. Samsvarandi ÁE fyrir tímabilið 1991 – 2010 hefur stigið upp í 0,017 sem samsvarar 5,6 % af staðalfráviki aðaleinkunnar. Sá ræktunarhraði samsvarar 18 árum til að hækka meðaltal aðaleinkunnar stofnsins um 0,30 stig. Allt bendir til að ræktunarhraði hafi aukist enn meir á síðasta áratug 2011 – 2020 og að nú sé ÁE 0,02 eða 6,7% af staðalfráviki aðaleinkunnar. Það þýðir að hækkun meðaltals stofnsins um 0,30 stig taki einungis 15 ár. Ræktunarhraðinn hefur því rúmlega þrefaldast síðan BLUP kynbótamatið var tekið í notkun. Ekki ber að skilja orð okkar að sá árangur sé einungis vegna þess að ræktendur hafa aðgang að BLUP aðferðinni, sem hefur sannað sig sem besta aðferð sem stendur til boða sem sakir standa til þess að vinna upplýsingar úr öllu gagnasafninu um kynbótadóma og ætternistengingar. Öll umgjörð ræktunarstarfsins, sýninga, dómstarfa, gagnabanki Worldfengs og þekking dómara, sýnenda og ræktunarfólks hefur vaxið og batnað og hefur skilað sér í auknu öryggi matsins og auknum úrvalsstyrk. Það er óyggjandi staðreynd að flestir íslenskir hrossaræktendur velja til undaneldis hross sem eru vel yfir meðaltali í kynbótamatinu og það er lykillinn að hinum öru erfðaframförum sem hafa náðst í stofninum á síðustu áratugum. Nýjar kynbótamatsaðferðir sem byggjast á erfðamengisúrvali eru í örri þróun og verða eflaust teknar til notkunar í hrossaræktinni innan tíðar. Ekki er ólíklegt að með því móti verði róðurinn hertur enn frekar! Í töflu 2 má lesa kynbótamat aðaleinkunnar stóðhesta og hryssna sem eru foreldrar afkvæma í árgöngum 2010, 2015 og 2020 á Íslandi og til samanburðar í Þýskalandi, Danmörku og Svíþjóð. Meðaltal kynbótamats hvers árgangs innan þjóðlands er (næstum) það sama sem meðaltal kynbótamats beggja foreldranna. Í töflu 2 felst ýmis fróðleikur. Stærð árganganna hefur minnkað verulega í öllum löndunum frá 2010 til 2020. Árgangur 2020 er 66%; 78%; 69%; 59% af stærð árgangs 2010 í þessum fjórum löndum (IS; DE; DK; SE). Það býður upp á vissa grisjun sem getur verkað jákvætt á erfðaframför. Ræktun hrossanna á Íslandi hefur forskot sem nemur u.þ.b. hálfum áratug miðað við Danmörku og Svíþjóð og heldur meira miðað við Þýskaland. Þar veldur mestu öflugt úrval stóðhesta og styttra ættliðabil í karllegg á Íslandi. Stöðugt flæði erfðaefnis frá Íslandi veldur því að erfðaframfarir verða ekki teljandi hægari í hinum löndunum heldur skila þær sér nokkrum árum seinna. Mynd 6 sýnir dreifni kynbótamats aðaleinkunnar hrossa fæddra á Íslandi, Þýskalandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi á árabilinu 2010 til 2022. Erfðaframfarirnar valda því að normaldreifingin er nokkuð skekkt upp á við og sýna glögglega hvað stofnstærðin (blái flöturinn) og öflugt íslenskt ræktunarstarf hefur skapað mikinn fjölda hrossa með hátt kynbótagildi. Vert er að hafa það hugfast að erfðaefni bestu íslensku kynbótagripanna nýtist bæði hrossaræktinni á Íslandi og erlendis og stuðlar þannig að framgangi íslenska hestakynsins á veraldarvísu. Höfundar, Þorvaldur Árnason og Elsa Albertsdóttir eru doktorar í erfða- og kynbótafræði. Góð smurning Komdu við á næstu Olísstöð Góð smurolía eykur endingu véla og dregur úr sliti og kostnaði við rekstur. Við eigum mikið úrval frá Texaco, Castrol og Cargo Oil fyrir öll hugsanleg tæki. Mynd 4. Mynd 5. Mynd 6. 1. Ullur frá Hólum IS2015158300 Blup: 123 F: Viti frá Kagaðarhóli M: Ferna frá Hólum (mf: Hróður frá Refsstöðum) Lýsing: Ullur er fyrst og fremst frábær töltari. Góður ferða- og reiðhestur með fína fótlyftu. Ullur er mikið taminn og kann flestar fimiæfingar. Hentar sem keppnishestur í léttari flokkum. Ullur er sterkur, næmur og gæfur en hentar ekki byrjendum. Ullur er 144 cm á herðakamb. Verð: 800.000 kr. 2. Uggi frá Hólum IS2016158300 Blup: 123 F: Eldur frá Torfunesi M: Ferna frá Hólum (mf: Hróður frá Refsstöðum) Lýsing: Uggi er gangsamur, vakandi hestur og frekar þægur. Þægilegur útreiða- og ferðahestur en hentar ekki óvönum. Uggi er frekar sterkur og142 cm á herðakamb. Verð: 800.000 kr. 3. Naskur frá Hólum IS2015158302 Blup: 130 F: Skýr frá Skálakoti M: Völva frá Hólum (mf: Vilmundur frá Feti) Lýsing: Naskur er stór, 149 cm á herðar, og myndarlegur geldingur. Rólegur og þægur með góðar gangtegundir og fína fótlyftu og kann flestar fimiæfingar. Naskur hentar byrjendum jafnt sem lengra komnum í hesta- mennskunni. Líklegur sem keppnis- hestur í barnaflokki og hentar líka lítið vönum knöpum. Verð: 1.500.000 kr. 4. Íþrótt frá Hólum IS2015258301 Blup: 117 F: Eldur frá Torfunesi M: Storð frá Hólum (mm: heiðurs- verðlaunahryssan Ösp frá Hólum) Sköpulag: 8,09 Lýsing: Íþrótt er efnileg hryssa í margt. 140 cm á herðar, þægilega viljug. Gæti hentað í keppni, ræktun eða sem virkilega góð útreiðahryssa. Hún kann flestar fimiæfingar. Hentar ekki byrjendum. Verð: 1.500.000 kr. 5. Íshildur frá Hólum IS2015258301 Blup: 134 F: Skýr frá Skálakoti M: Storð frá Hólum (mm: heiðursverðlaunahryssan Ösp frá Hólum) Sköpulag: 8,42 Hæfileikar: 8,32 Lýsing: Íshildur er með mjög góðan kynbótadóm, 8.36 í aðaleinkunn. Efni í virkilega gott keppnishross. Íshildur er með 8,5 fyrir marga verðmæta eiginleika eins og tölt, hægt tölt, skeið, brokk, fegurð í reið, háls-, herða og bógasamræmi o.fl. Íshildur er þæg, skemmtilega viljug og þjál. Hún kann flestar fimiæfingar og er 145 cm á herðarkamb að stærð. Verð: 6.000.000 kr. SÖLUHROSS FRÁ HÓLUM - október 2023 Sala fer í gegnum: Ríkiskaup / eignir - Helenu Rós Sigmarsdóttur s. 863 5125 - netfang: helena@rikiskaup.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.