Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2023 Hafin er skipuleg söfnun upplýsinga um hvar mengaðan jarðveg er að finna á Íslandi og þær birtar á gagnvirku kort hjá Umhverfis- stofnun (UST). Kallað er eftir aðstoð almennings. Á kortinu hafa nú þegar verið merktar margar miltisbrandsgrafir um allt land, riðugrafir, urðunarstaðir, gamlir sorphaugar, ruslabrennslustaðir og olíumengun, m.a. frá skipsflökum. UST er í sérstöku átaki varðandi að safna upplýsingum frá almenningi um menguð svæði á landinu og koma þeim inn á kortið. Hægt er að senda upplýsingar með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða senda inn nafnlausar ábendingar. Almenningur getur ekki séð nöfn þeirra sem hafa sent inn ábendingar undir nafni. Ábendingar frá almenningi streyma inn Að sögn Kristínar Kröyer, sérfræðings í teymi mengunareftirlits og umsjármanns verkefnisins hjá UST, vonast stofnunin til að geta fengið sem heildstæðasta mynd af menguðum svæðum á landinu öllu. „Viðbrögðin við verkefninu hafa ekki látið á sér standa, fólk er almennt mjög ánægt með þetta og ábendingar hafa streymt inn,“ segir Kristín og bætir við að stofnunin hafi ekki haft undan við að yfirfara þær ábendingar sem borist hafa. Mikilvægi slíkrar gagnasöfnunar virðist ótvírætt. „Gögnin sem koma út úr þessu verkefni eru mjög mikilvæg bæði þegar kemur að skipulagsvinnu en þó sérstaklega fyrir komandi kynslóðir til að hafa aðgang að upplýsingunum síðar meir,“ segir Kristín. „Þessar upplýsingar nýtast sem dæmi beint í skipulagsvinnu sveitarfélaganna, sem bakgrunnsupplýsingar fyrir ráðgjafa sem vinna að rannsóknum eða hreinsunaraðgerðum á menguðum svæðum og komandi kynslóðum til að hafa yfirsýn yfir menguð svæði,“ segir hún enn fremur. Mikilvægt að fá upplýsingar áður en þær glatast UST óskar eftir öllum ábendingum um hvar mengun sé að finna. Til dæmis um riðu- og miltisbrandsgrafir, hvar olía hefur lekið í jörð eða verið grafin, um urðunarstaði þar sem úrgangur hefur verið grafinn eða brenndur, gamlar bensín- og smurstöðvar, brennur, geymslur fyrir hættuleg efni þar sem þau kunna að hafa lekið út, skotvelli, gamlar spennistöðvar og staði þar sem skip hafa verið í viðhaldi og niðurrifi. Mikilvægt sé að skrá eins mikið af upplýsingum um mengaðan jarðveg og hægt er áður en þær glatist. Íslenskt heilbrigðiseftirlit og UST vinna í sameiningu að því að setja upplýsingarnar í gagnagátt um þekkt menguð svæði og svæði þar sem grunur er um mengun og þar með í gagnvirka kortið. Undanfarið hafa verið kynningarfundir víða um land á verkefninu. Því ber að halda til haga að Sigurður Sigurðarson dýralæknir safnaði, ásamt konu sinni, Ólöfu Erlu Haraldsdóttur, upplýsingum um miltisbrunagrafir á Íslandi. Árið 2017 hóf Sigurður að merkja allar miltisbrunagrafir sem hann vissi um á landi. Allar götur síðan hafa verið að koma fram upplýsingar um áður óþekktar grafir og eru þær fjölmargar. /sá LÍF&STARF Mengun: Fólk hvatt til að láta vita af menguðum jarðvegi – Upplýsingar um mengunarstaði birtar á gagnvirku korti Skjáskot af mengunarkortinu. Mynd / UST Umhverfisstofnun og heilbrigðiseftirlit landsins biðja almenning nú að veita upplýsingar um hvers kyns mengun í jarðvegi. Mynd / Pixnio Kristín Kröyer. STÁLGRINDARHÚS STÖÐLUÐ Stærðir: 80m², 150m², 250m² og 350m² Stálgrindin er heitgalvaniseruð og er sérsmíðuð fyrir íslenskar aðstæður. Húsin standast mestu snjó-og vindálagskröfur sem gerðar eru í byggð á Íslandi og henta því sem geymslu- og vélaskemmur í öllum landshlutum. Húsunum fylgja allar nauðsynlegar teikningar til að fá byggingarleyfi ásamt teikningum af grunni og vinnuteikningum. Hafðu samband: bondi@byko.is Það verður mikið um að vera í reiðhöllinni Skeiðavangi á Hvolsvelli laugardaginn 14. október á „Degi sauðkindarinnar í Rangár- vallasýslu“ á vegum Félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu. Fjáreigendur milli Þjórsár og Markarfljóts mega mæta með fé til sýningar en dómar byrja klukkan 10 og sýningin sjálf klukkan 13. Verðlaun verða veitt fyrir besta hyrnda lambhrútinn, besta kollótta lambhrútinn, bestu kollóttu gimbrin og bestu hyrndu gimbrina. Einnig verða verðlaun fyrir besta veturgamla hrútinn úr kynbótamati ársins 2022 og bestu fimm vetra ána úr kynbótamati ársins 2022. Auk þess verður ræktunarbú ársins 2022 verðlaunað og sérstök verðlaun verða fyrir þykkasta bakvöðva sýningarinnar. Áhorfendur fá síðan að velja litfegurstu gimbrina úr lömbum sem taka þátt í litasamkeppni dagsins. SS styrkir sýninguna með því að gefa gestum kjötsúpu. /MHH Dagur sauðkindarinnar FRÉTTIR Allir eru velkomnir á Dag sauð- kindarinnar, sem haldin verður hátíðlegur á Hvolsvelli laugardaginn 14. október. Mynd / MHH RARIK í nýju og glæsilegu húsnæði á Selfossi Þann 23. júní í sumar flutti RARIK starfsstöð sína á Selfossi í nýtt húsnæði við Larsenstræti 4. Húsið og aðstaðan er öll hin glæsilegasta en nýja aðstaðan felur meðal annars í sér bætt vinnuskilyrði starfsfólks og hagræði fyrir reksturinn sem framvegis verður á einum stað í stað tveggja áður. Þá er þess vænst að sameinuð starfsstöð skapi gott nútímalegt vinnuumhverfi og auðveldi starfsfólki að þjóna viðskiptavinum fyrirtækisins enn betur í framtíðinni. Húsið er um 1.500 fermetrar að stærð en lóðin öll er um 6.000 fermetrar, sem felur í sér stórt athafnasvæði, stóran lager og rúmgott þjónusturými. Þá er sérstakt aðstöðuhús fyrir kerrur og rafstöðvar, hjólageymsla fyrir reiðhjól starfsmanna, þvottaplan fyrir bíla, búningsklefar fyrir karla og konur og aðgengi fyrir hjólastóla er mjög gott. Um 40 starfsmenn RARIK á Suðurlandi vinna í húsinu en fyrirtækið er líka með um 20 manna starfsstöð á Hvolsvelli. /MHH Nýja RARIK húsið er við Larsenstræti á Selfossi. Mynd / MHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.