Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2023
FRÉTTIR
Forsenda þess að tryggja fæðuframboð til framtíðar
er að stjórnmála- og efnahagsstefna ríkja veiti sem
mestan stöðugleika.
Á ársfundi Norrænu bændasamtakanna, Nordens
Bondeorganisationers Centralråd (NBC), í Billund seint
í sumar var lögð skýr áhersla á að stöðugleika yrði að efla
í ótryggum heimi þar sem óvissa um framtíðina er mikil.
Þangað kom saman forystufólk úr félagsmálum bænda
á Norðurlöndum. Steinþór Logi Arnarsson, formaður
Samtaka ungra bænda, sótti fundinn ásamt Ísak Jökulssyni
og Gunnari Þorgeirssyni og Stellu B. Helgadóttur frá
Bændasamtökum Íslands.
„Helstu áherslumál fundarins voru umhverfismál og
áhersla á að norrænir bændur væru, og yrðu áfram, leiðandi
í grænum lausnum í matvælaframleiðslu og ekki síður
orkuöflun,“ segir Steinþór Logi. „Enn fremur að norrænn
landbúnaður hljóti viðurkenningu fyrir framfarir og árangur
í loftslagsmálum og matvælaframleiðslu. Matvæli þessara
landa eru holl, sjálfbær og með lágmarks loftslagsáhrif.“
Áhyggjur á Norðurlöndum af nýliðun
Steinþór Logi segir að talsvert hafi farið fyrir
jafnréttismálum en athygli vakti hvað Ísland virðist
standa þar framarlega af Norðurlöndunum, hvort sem er
í landbúnaði eða samfélaginu almennt. Þó þurfi áfram að
horfa gagnrýnum augum á stöðuna og vera á varðbergi.
Mikilvægt sé til að mynda að þátttaka í félagsmálum og
eignarhald í landbúnaði sé á sem breiðustum grunni.
Talsverðar áhyggjur eru á Norðurlöndunum um nýliðun
í bændastéttinni, að sögn Steinþórs Loga. „Talsvert var
rætt um mikilvægi þess að tryggja endurnýjun og hvað
mætti gera til þess,“ segir hann. „Kynntar voru niðurstöður
sænskrar rannsóknar um unga bændur og kynslóðaskipti
sem vakti áhuga okkar ungra bænda hérlendis, enda
samhljómur um margar áskoranir.
Ísland má ekki verða eftirbátur
Veganesti okkar heim frá fundinum er að forsenda öflugs
landbúnaðar í framtíðinni er stöðugleiki og svigrúm til
nýsköpunar og þróunar. Ísland má ekki verða eftirbátur þar
og brýnt að veita stjórnvöldum þrýsting til þess. Það verða
að vera aðstæður til að kynslóðaskipti eigi sér stað, sem um
þessar mundir er ansi krefjandi í þungu rekstrarumhverfi,“
segir Steinþór Logi að endingu. /sá
Norðurlönd:
Áhyggjur af nýliðun í bændastétt
Áherslur voru skerptar á ársfundi Norrænu bænda-
samtakanna seint í sumar. Hér eru þeir Gunnar Þorgeirsson,
formaður BÍ, og Steinþór Logi Arnarsson, formaður
Samtaka ungra bænda, á ráðstefnunni. Mynd / SLA
Í fjárlögum fyrir árið 2024 er gert
ráð fyrir 198 milljónum til stuðnings
innlendrar framleiðslu á korni til
fóðurs og manneldis. Bændur segja
stuðninginn vera of lítinn í upphafi
verkefnisins sem fram undan er.
Fjármunirnir munu skiptast á milli
fjárfestingaverkefna til upp byggingar
innviða og kynbótastarfs.
Stuðningurinn er hluti af þeim
tveimur milljörðum sem á að veita til
uppbyggingar á íslenskri kornrækt á
árunum 2024–2028.
Innlend kornrækt mikilvæg
„Samkvæmt gildandi fjármála
áætlun er gert ráð fyrir að á komandi
árum fari framlagið til verkefnisins
stighækkandi og þá bætist við beinn
stuðningur við kornframleiðslu.
Kynbótastarf og rannsóknir eru
lykilatriði til að efla kornrækt á
Íslandi, sérstaklega til að auka gæði
og framleiðslu á byggi, hveiti og
höfrum. Nauðsynlegt er að styðja við
uppbyggingu þurrkstöðva, geymslna
og fjárfestingar í tækjabúnaði á
hagkvæmustu kornræktarsvæðum,“
segir í tilkynningu matvælaráðuneytis.
Þetta samræmist þeim áherslum
sem lagðar voru fram í skýrslunni
„Bleikir akrar – aðgerðaáætlun um
aukna kornrækt“ sem unnin var af
starfshópi innan Landbúnaðarháskóla
Íslands að beiðni matvælaráðherra.
Haft er eftir Svandísi Svavarsdóttur
matvælaráðherra að efling innlendrar
kornræktar sé forsenda fyrir sjálfbærni
og fæðuöryggi Íslands.
Ríkið þarf að leiða uppbyggingu
Kornbændur fagna þessu framlagi
en spyrja hvers vegna hlutfall
fjármagnsins, af því sem lofað
hefur verið, sé ekki hærra en raun
ber vitni fyrir árið 2024. Hermann
Ingi Gunnarsson, bóndi á Klauf í
Eyjafirði, ræktar bygg, repju og hveiti
á tæplega 100 ha landi í samstarfi við
Jón Hjörleifsson, bónda á Hrafnagili
í Eyjafirði, en
saman búa þeir yfir
eigin þurrkstöð og
þreskivél.
Hermann hafði
ákveðnar skoðanir
á fjárstuðningi
ríkisins. „Ég er
ánægður með
alla þá peninga
sem koma
inn í íslenskan
landbúnað. Miðað við
ástandið hjá bændum í
dag er augljóst að bændur
eru ekki að fara að fjárfesta í
uppbyggingu innan greinarinnar
með eigið fé því það er orðið lítið, ef
nokkuð, eftir af því og alls ekki með
lánsfé í þessu vaxtaumhverfi sem er
hérlendis í dag. Ríkið þarf að leiða
fjárfestingar í uppbyggingu innviða í
kornrækt og það er skýrt að það vantar
miklu sterkari innviði.“
Meira fjármagn í upphafi
Hermann furðar sig á því hvers vegna
stjórnvöld stíga ekki hraðar inn í
uppbygginguna. „Ég hefði viljað sjá
hærra hlutfall af fjármagninu koma
inn í atvinnugreinina núna í upphafi,
til að keyra alla innviðafjárfestingu
af stað. Þannig væri hægt að efla
kornræktina til muna því það er bara
spurning hvenær menn hætta að nenna
að brasa í þessu. Ef fjármagninu
fyrir árið 2024 verður skipt jafnt á
milli kynbóta og innviða, þá eru
um 100 milljónir fyrir allt landið til
innviðauppbyggingar. Það dugar ekki
einu sinni fyrir einni þurrkstöð.“
Þurrkstöðvar flöskuháls
Hermann segir að það stefni í
metuppskeru á korni í Eyjafirði í ár.
„Það slagar í bestu uppskeru allra
tíma. Um 7 tonn/ha, en viðmiðið
er um 3,5 tonn/ha.“ Hann segir að
það voru mun fleiri kornbændur sem
vildu þurrka sitt korn en komust að.
„Flöskuhálsinn eru
þurrkstöðvarnar. Það
voru miklu fleiri sem
vildu þurrka korn en
gátu ekki vegna þess að
þeir komust ekki að í
þurrkstöðvum. Það sem
við náum að þreskja á
einum degi er allt að viku
í þurrkstöð.“
Kornbændur hafa
einnig kallað eftir einhvers
konar tryggingakerfi
ef uppskera verður
fyrir tjóni, líkt og er
víðast hvar annars
staðar í heiminum
þar sem stunduð er
kornrækt. „Kornræktin
er áhættusöm, þetta er svolítið allt
eða ekkert í þessum bransa. Við erum
t.d. með metuppskeru í ár en í fyrra
þá eyðilagðist tæplega helmingur
uppskerunnar hjá okkur í einni
lægðinni. Það á ekki eingöngu að
vera ábyrgð bænda að halda uppi
fæðuöryggi þjóðarinnar, stjórnvöld
verða að taka þátt í því.“
Staða bænda alvarleg
Hermann er hlynntur samtrygginga
sjóði en telur þó að forgangsraða verði
fjármunum til landbúnaðarins. „Ef við
ætlum að vera raunsæ þá held ég að
það sem er brýnast núna er að tryggja
rekstrargrundvöll landbúnaðarins
í heild sinni á Íslandi, því staða
bænda er grafalvarleg eins og hún
er í dag. Ég er ekki að mæla á móti
samtryggingasjóði en ef forgangsraða
ætti fjármunum til landbúnaðarins þá
þarf fyrst að sjá til þess að íslenskur
landbúnaður lifi af áður en settur
er á laggirnar tryggingasjóður fyrir
kornbændur. Eins og staðan er í dag
þá er engin nýliðun hjá bændum,
það er lítil framtíð í landbúnaði og
ráðaleysið er algjört hjá stjórnvöldum.
Maður reynir að bera sig vel en það
eru margir að gefast upp á ástandinu,“
segir Hermann að lokum. /ÞAG
Kornræktin fær 198
milljónir á næsta ári
– Of lítið í upphafi verkefnis, segja kornbændur
Hinn árlegi Hrútadagur á Raufar-
höfn verður haldinn laugardaginn
7. október.
Fyrir mörg hefur Hrútadagurinn
á Raufarhöfn orðið ómissandi hluti
af haustinu. Á það bæði við um
íbúa svæðisins, en einnig eru dæmi
um fólk, sem gerir sér gjarnan ferð
landshorna á milli til að skoða
hrútakostinn, sýna sig og sjá aðra.
Yfir daginn munu bændur í
Norðausturhólfi bjóða lífhrúta
til sölu í reiðhöllinni en þar geta
góðir hrútar endað á uppboði í
lok dags. Eftir að hrútasýningunni
lýkur verður boðið upp á fjölbreytta
skemmtidagskrá í reiðhöllinni.
Um kvöldið verða svo haldnir
tónleikar með Einari Ágúst og
Bergsveini Arilíussyni ásamt
hljómsveit.
„Þetta er í átjánda skiptið,
sem við höldum Hrútadaginn en
þá kemur fólk saman, bændur og
aðrir, og fagna haustinu í góðri
stemningu hér á Raufarhöfn.
Árlegir hápunktar verða á sínum
stað líkt og fegurðarsamkeppni
gimbra, þar sem krakkar á svæðinu
mæta með sína fulltrúa, og keppni
um „Búvísbikarinn“, en hann hlýtur
eigandi besta lambhrútsins eftir
hrútauppröðun.
Hin listagóða kjötsúpa verður
á sínum stað og fulltrúar stórra
og smárra fyrirtækja af svæðinu
mæta með vörur sínar til sölu og
kynningar,“ segir Ingibjörg Hanna
Sigurðardóttir, sem er ein af þeim,
sem er í forsvari fyrir Hrútadaginn.
/MHH
Raufarhöfn:
Hrútadagurinn 7. október
Hrúturinn á myndinni heitir Höfðingi og á heima á Akranesi og tengist því
ekki Raufarhöfn. Mynd/MHH
Þú finnur Bændablaðið
á www.bbl.is,
Facebook & Instagram