Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2023 Íslenskt lið tók á dögunum í fyrsta sinn þátt í evrópskri nýsköpunar- keppni fyrir nemendur á sviði lífvísinda. Um er að ræða hina evrópsku BISC-E-samkeppni háskólanemenda á sviði lífvísinda sem haldin var fyrr í mánuðinum og sendi Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) lið í keppnina. BISC-E stendur fyrir Bio-Based Innovation Student Challenge Europe og er nýsköpunarkeppni fyrir háskólanemendur sem eru að vinna með líffræðitengdar lausnir. Þetta árið sendu 15 lönd nemendur til keppninnar og þar keppti Ísland í fyrsta sinn. Önnur lönd sem tóku þátt voru Írland, Frakkland, Þýskaland, Króatía, Tékkland, Grikkland, Belgía, Litáen, Ítalía, Lettland, Búlgaría, Slóvenía, Portúgal og Pólland, segir í tilkynningu frá LbhÍ. Mjölormar og hermannaflugulirfur Fyrst fóru fram keppnir innanlands milli nemendahópa, þar sem eitt lið frá hverju landi komst áfram í evrópsku samkeppnina. Að þessu sinni vann Rúna Þrastardóttir, doktorsnemi í skordýrarækt við LbhÍ, íslensku keppnina ásamt liðsfélögum sínum, Siv Lene Gangenes Skar, doktorsnema í ylrækt við LbhÍ, og Karli Ólafssyni, BSc-nema í verkfræði við Háskóla Íslands, með verkefnið skordýr sem fóður og fæði. Verkefnið snýst um að framleiða mjölorma og svartar hermanna- flugulirfur með notkun á grænni orku og mismunandi fóðri, þar á meðal brauðafgöngum sem falla til í bakaríum, bjórhrati og lúpínufræjum og nýta skordýrin sem fóðurhráefni fyrir dýr. Markmið verkefnisins er að stuðla að minni matarsóun og þar með minni útblæstri gróður- húsalofttegunda, hefta útbreiðslu Alaskalúpínu á Íslandi og þar með auka líffjölbreytni, og enn fremur auka matvælaöryggi í Evrópu. Hvetja til þátttöku í BISC-E Þeim nemendum sem komust áfram frá hverju landi var boðið að taka þátt í námskeiði þar sem farið var yfir hvernig kynna á nýsköpun fyrir fjárfestum, hvernig á að vekja áhuga þeirra og sannfæra um fýsileika fjárfestingar í viðkomandi verkefni. Dómnefnd valdi 5 lið til þess að halda áfram keppni 28. september. Því miður komst Ísland ekki áfram í 5-liða úrslitin að þessu sinni. Rúna og lið hennar voru afar ánægð með þátttökuna og reynsluna og hvetja háskólanemendur til þátttöku í BISC-E 2024. Opið er fyrir skráningar liða til loka október 2023. Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni www.bisc-e.eu. /sá FRÉTTIR Myndbandagerð um eldhættu í landbúnaði Gefin hafa verið út tvö myndbönd um eldhættu í landbúnaði og ráðstafanir til að draga úr henni. Bændasamtökin, Eldvarna- bandalagið, Bruna varnir Árnessýslu og Land búnaðarháskóli Íslands stóðu að gerð myndbandanna, sem komin eru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Myndböndin eru aðgengileg á Facebook-síðu Bændasamtakanna. Myndböndin eru hin fyrstu í röð fimm fræðslumyndbanda um eldvarnir í landbúnaði sem samstarfaðilarnir hyggjast gefa út á næstu misserum. Unnið er að gerð myndbands um viðvörunarkerfi og síðan verður ráðist í gerð myndbanda um slökkvibúnað, vatnsöflun og loks um kröfur um eldvarnir í landbúnaðarbyggingum. Í næstu fræðslumyndböndum verður fjallað um afmörkuð efni sem tengjast eldhættu í landbúnaði; rafmagn, logavinnu og vinnuvélar. Þar verður fjallað um mikilvægi þess að vanda frágang á rafbúnaði, kynntar nauðsynlegar varúðarreglur þegar unnið er með opinn eld og verkfæri sem valda neistaflugi. Þá er fjallað um geymslu vinnu- véla og ráðstafanir til að draga úr hættu á að eldur kvikni í þeim. Verkefnið er liður í samstarfi Eldvarnabandalagsins og Bænda- samtakanna um að efla eldvarnir í landbúnaði og á heimilum í dreif- býli sem staðið hefur undanfarin tvö ár. /smh Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Garðar H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Eldvarnabandalagsins, við undirritun samnings. Mynd / Bbl Nýsköpun: Skordýr sem fóðurhráefni fyrir dýr – Ísland keppti í fyrsta sinn í evrópskri lífvísinda-nýsköpunarkeppni Rúna Þrastardóttir, doktorsnemi í skordýrarækt við LbhÍ, rannsakar hvernig nota megi skordýr sem fóður og fæði. Myndir / LbhÍ Lirfur voru fóðraðar á til dæmis brauð- afgöngum sem falla til í bakaríum, bjórhrati og lúpínufræjum. Suðurlandsdeild Klúbbs matreiðslu- meistara varð að veruleika þegar deildin var stofnuð í Tryggvaskála á Selfossi að kvöldi 26. september síðastliðinn. Fundurinn hófst með því að forseti Klúbbs matreiðslumeistara, Eyrbekkingurinn Þórir Erlingsson, setti fundinn. Kynnti hann því næst sögu og gildi Klúbbs matreiðslumeistara í orði og myndum. Þá var dagskrá vetrarins á Suðurlandi kynnt og samþykkt að félagsfundir verði haldnir þriðja hvern þriðjudag á mismunandi stöðum á svæðinu. Nálægt þrjátíu manns mættu á fundinn en í lok hans var boðið upp á dýrindis humarsúpu að hætti matreiðslumanna Tryggvaskála. /MHH Klúbbur matreiðslumeistara: Suðurlandsdeild stofnuð Matarsóun hvers íbúa 160 kíló – Sóunin mest í frumvinnslu Talið er að matarsóun á Íslandi á árinu 2022 hafi verið rúmlega 60.000 tonn. Matarsóun hvers og eins íbúa landsins jafngildir 160 kílóum á ári, sem er þó undir Evrópumeðaltali. Í frétt Umhverfisstofnunar má lesa um niðurstöður mælinga sem gerðar voru á matarsóun hérlendis en niðurstöðurnar voru birtar á alþjóðlegum degi Sameinuðu þjóðanna gegn matarsóun, þann 29. september sl. Í fréttinni kemur fram að þetta er í fyrsta sinn sem mæld hefur verið matarsóun í allri virðiskeðju matvæla hérlendis eftir staðlaðri aðferðafræði Evrópusambandsins. Á það við allt frá frumvinnslu matvæla til vinnslu, framleiðslu, dreifingu og smásölu matvæla, til veitingahúsa, matarþjónustu og heimilanna í landinu. Sóun heimilanna dýrust Sóunin er mest í frumframleiðslu, eða því sem nemur 29.000 tonnum, en minnsta sóunin á sér stað við vinnslu og framleiðslu, um 1.600 tonn. Heimili landsins sóa næstmest, eða tæplega 24.000 tonnum. Ekki er þó talið að matarsóun heimilanna hafi aukist milli ára heldur standi nokkuð í stað. Vegna hækkandi vöruverðs matvæla er talið mikilvægast að ná tökum á sóun heimilanna því þar er talið að mestu verðmætin tapist. Auk þess eru umhverfisáhrifin sem hljótast af sóun heimilanna mest. Markmið íslenskra stjórnvalda er að minnka matarsóun hérlendis um 30% fyrir árið 2025 og um 50% fyrir árið 2030. Markmiðin eru hluti af áætlun varðandi loftslagsmál sem og hluti af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna gegn matarsóun. Árið 2021 var sett á laggirnar aðgerðaáætlun hérlendis sem ber heitið „Minni matarsóun“ og inniheldur 24 aðgerðir sem eiga að stuðla að því að þessum markmiðum verði náð. Atvinnulífið taki virkari þátt Þó nokkrar aðgerðir hafa nú þegar verið framkvæmdar eða eru í framkvæmd en aðgerðaáætlanirnar eru bæði á ábyrgð stjórnvalda og atvinnulífsins. Matvælaráðuneytið hefur falið Umhverfisstofnun að hefja tvær nýjar aðgerðir í baráttunni við matarsóun. Sú fyrri snýr að auknu samstarfi milli atvinnulífs og stjórnvalda um að ná niður matarsóun og virkja atvinnulífið til enn frekari þátttöku. Sú seinni snýr að því að auka menntun og fræðslu í landinu um matarsóun og hringrásarhagkerfið. Í tilkynningu frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni ráðherra að íslensk stjórnvöld vilji vera í fararbroddi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og að lágmörkun matarsóunar sé mikilvægur liður í að ná þeim árangri. /ÞAG Vinna og framleiðsla 3% Dreifing og smásala 3% Frumframleiðsla 48% Veitingahús og matarþjónusta 6% Heimili 40% www.bkhonnun.is - sala@bkhonnun.is - Sími 571-3535 BJÁLKAHÚS - GARÐHÚS Bjóðum fjölmargar gerðir garðhúsa. Þök, skýli, lítil og stór bjálkahús. Pallaefni, girðingar og sauna tunnur. Mjög góð verð og stuttur afhendingartími.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.