Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2023 magni í uppskriftina og hægt er, eða sjö grömm fyrir hundrað kíló af kjöti. Á meðan þurrkunin stendur yfir leysist aukaefnið svo upp. Með þessu segist Roberto tryggja að varan sé alltaf örugg til neyslu. Nítratið komi í veg fyrir bakteríuvöxt, en hætta á bakteríumengun sé til staðar þegar framleiðsluþrepin eru svona mörg. Ef hann notaði það ekki væri Roberto að setja viðskiptavininn og orðspor fyrirtækisins í hættu. Smávægileg mistök gætu haft miklar afleiðingar og eru sjö grömm af nítrati trygging gegn því. Tveir stórir styrkir Nú hefur Roberto fengið eina og hálfa milljón í styrk frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurlandi til að þróa þurrkun á heilum lambalærum og gera svokallað prosciutto, sem er ítalskt orð yfir skinku. Hann stefnir á að setja fyrstu lærin á markað fyrir jól, en þau þurfa að liggja í kryddblöndu og salti í nokkrar vikur og þarf að bæta við salti og nudda í kjötið á tveggja daga fresti. Með því nær saltið alla leið inn að beini og eftir það eru lærin látin hanga í þrjá til fjóra mánuði. Parmaskinka er dæmi um kjöt sem verkað er á þennan hátt. Roberto telur að íslenskt lambakjöt verkað með þessum hætti ætti vel heima á ítölskum markaði og ætlar hann því að láta reyna á útflutning. Matvælasjóður hefur jafnframt veitt rúmlega þrettán milljóna styrk til að gera Roberto kleift að þróa vörur úr hrossakjöti. Hann gerði átján mánaða samning við sjóðinn og mun hann þróa vörur og byrja markaðssetningu þeirra á þeim tíma. Þær vörur sem hann vinnur að núna eru annars vegar salami alfarið úr hrossakjöti og hins vegar þurrkaðir hrossakjötsvöðvar, eins og bresaola. Hann segir mikla vinnu og tíma fara í þróun nýrra vöruliða og því sé styrkurinn afar vel þeginn. Roberto segir þetta vera í fyrsta skipti sem hann hefur fengið alvöru styrki til vöruþróunar. Þegar hann var að byrja sína vegferð fékk hann styrk frá Matís, en í stuttu máli nýttist hann ekki í vöruþróun og framleiðslu. Roberto þurfti að borga hundrað þúsund krónur fyrir fyrirtækjahandbók og eftir að hafa greitt fyrir gistingu og uppihald á hóteli, þar sem haldið var námskeið, var mjög lítið eftir af styrknum. Þarna þurfti hann helst að verja öllum sínum tíma í að framleiða vörur, enda nýbúinn að stofna fyrirtækið og með lán sem þurfti að greiða af. Hann varð því fráhverfur styrkjum þar til Berglind, núverandi unnusta Roberto, hvatti hann til að reyna aftur. Umsóknunum var hafnað tvisvar, en eftir að hafa leitað sérfræðiaðstoðar náði styrkbeiðnin loksins í gegn. Umsóknarferlið sé það flókið að Roberto segir nær ómögulegt að skila inn fullgildri umsókn án þess að vera langskólagenginn Markaður enn fallvaltur Í gegnum tíðina hefur ferða- þjónustan styrkt uppbyggingu Roberto á kjötvinnslunni. Á allra síðustu árum hefur hann getað minnkað við sig í leiðsögninni til að einbeita sér að Tariello ehf. Hluti veltu fyrirtækisins kemur líka frá innflutningi á sælkeravörum frá Ítalíu. „Á síðustu tveimur árum hefur komið meira jafnvægi á reksturinn, en ég þarf enn þá oft að vinna til miðnættis,“ segir Roberto. Herslumuninn vanti upp á áður en hann myndi segja að reksturinn sé orðinn alveg tryggur, því staða hans á markaði er enn fallvölt og hann þarf að leggja traust sitt á þær verslanir sem hafa stærstu hlutdeildina á markaði. Undanfarið hefur Roberto fjárfest í fyrirtækinu með því að kaupa afkastameiri tækjabúnað sem auðveldar framleiðslu. Sumir verkliðir sem áður tóku heilan dag eru núna kláraðir á klukkutíma. Þrátt fyrir aukin afköst leggur Roberto alla áherslu á að viðhalda sömu gæðum. Þótt verðbólga hafi hækkað aðfangakostnað hefur verðið á vörunum hans lítið breyst. „Ég greiði mér of lág laun til að halda vörunum á markaði og halda verði sambærilegu við það sem kemur að utan. Þó eru innfluttu vörurnar ekki af hæstu gæðum, heldur fjöldaframleiddar á stórum skala og með mun skemmri þurrkunartíma,“ segir Roberto. Afar fágætt sé að fá ítalskar kryddpylsur úr handverkskjötvinnslu utan Ítalíu. „Ég þarf ekki að verða ríkur,“ segir Roberto, en hann horfir á uppbyggingu fyrirtækisins sem langtímaverkefni og vill hann búa á landinu til langframa. Hann vill ekki taka svo til orða að hann hafi fundið sinn stað í lífinu, heldur væri rétt að segja að hann hafi skapað sinn stað. Undanfarin tíu ár hefur Roberto alfarið helgað sig uppbyggingu fyrirtækisins og því fórnað öllu félagslífi. Ef hann hefði vitað árið 2012 hversu mikla vinnu uppbygging fyrirtækisins heimti, þá hefði hann ekki lagst í þessa vegferð. Matarhefð mótist af aðstæðum Roberto hefur oft velt því fyrir sér af hverju matvæli af þessu tagi finnast ekki í íslenskri matarhefð. Hann samþykkir ekki að Ítalir séu þróaðri í sinni framleiðslu eða snjallari kokkar, heldur stjórnist þetta af aðstæðum. Á Ítalíu og í löndunum í kring var nóg salt og rétt loftslag, sem gaf fólki færi á að þróa þessar geymsluaðferðir, á meðan Íslendingar notuðust við súrsun og reykingu og höfðu takmarkað aðgengi að salti. Nú sé loksins hægt að þurrka kjöt á sama hátt og við Miðjarðarhafið, þökk sé þróun þurrkklefa sem ekki voru til fyrir nokkrum áratugum. Roberto telur að helsta ástæðan fyrir því að hann sé enn sá eini sem framleiðir ítalskt matarhandverk sé sú að verkunin taki minnst þrjá mánuði. „Þetta krefst svo mikils tíma og rýmis að fjárfestar væru lengi að ávaxta sitt pund. Þá er betra að einblína á eitthvað sem er tilbúið á nokkrum dögum með vélvæddri og staðlaðri framleiðslu.“ Loksins ekta carbonara Roberto er stoltur af sinni matar- hefð og segir ekki rétt að kalla ítalskan mat ítalskan þegar búið er að aðlaga hann að hefðum á öðrum stað. Í þessu samhengi nefnir hann carbonara pasta með beikoni – það sé ekki sá háttur sem Ítalir hafa á, heldur sé það uppskrift sem sé notuð á ítölskum veitingastöðum utan Ítalíu. Í sönnu ítölsku carbonara sé notast við þurrkaðar svínakinnar – kallaðar guanciale. Roberto hefur undanfarin misseri verið að þróa framleiðslu á guanciale, sem gefur Íslendingum færi á að gera carbonara pasta, og margt annað, með ítölsku lagi. Hann segir þetta í grunninn einfalda vöru þar sem þetta séu stór kjötstykki þurrkuð með salti og pipar og látin hanga. Þar sem íslensk sláturhús skera kinnarnar svo smátt, samanborið við á Ítalíu, þróaði Roberto aðferð til að þurrka kinnarnar í pylsugörnum. „Nú er guanciale komið á markað sem lítur út eins og salami. Með þessu næ ég meiri stjórn og samræmi á þurrkferlinu.“ Svínakinnar séu vannýtt hráefni sem fari aðallega í framleiðslu á vínarpylsum eða öðrum ódýrum vörum. Roberto fékk styrk til að þróa verkun á lambalærum með sömu aðferð og parmaskinkur eru gerðar. Mynd / Tariello Gamla sláturhúsið í Þykkvabæ hefur fengið nýtt hlutverk sem kjötvinnsla Tariello. Roberto hefur fengið að leigja það á hagstæðum kjörum, en á móti þurfti hann að leggja á sig mikla vinnu til að standsetja aðstöðuna. Allt kjötið sem Roberto notar í sína framleiðslu er íslenskt og hefur það verið stefna hans frá upphafi. Svínakjöt er meginhráefnið, þó Roberto vinni að þróun afurða alfarið úr hrossakjöti. Reykhólahreppur auglýsir eftir rekstraraðila til að reka verslun og veitingastað að Hellisbraut 72 á Reykhólum. Húsnæðið að Hellisbraut 72 er skráð 179,3 m2 að stærð og í því hefur verið rekin verslun og veitingastaður. Það hefur verið endurgert að utan og veitingastaður byggður við, árið 2020. Búnaður fylgir til rekstrar, m.a. kassakerfi, hillur og kælar. Húsnæðið er laust 1. desember, eða fyrr eftir samkomulagi. Reykhólahreppur óskar eftir því að umsóknum fylgi: • Lýsing á því hvernig umsækjandi hyggst nýta húsið, m.a. til að efla mannlíf í Reykhólahreppi. • Rekstraráætlun og staðfesting á getu umsækjanda til að standa undir rekstrinum. Reykhólahreppur áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2023. Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið sveitarstjori@reykholar.is Nánari upplýsingar og skoðun á eigninni veitir sveitarstjóri á netfanginu sveitarstjori@reykholar.is eða í síma 430-3200.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.