Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 51

Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2023 Viðnám getur farið eftir veðri og raka í jörð. Í maí 2020 voru jarðskautin mæld aftur með ásættanlegt viðnám. Þéttabanki var settur upp á rafmagnsstofninn inn í fjósið en sá hafði engin jákvæð áhrif á kýrnar. Bændur fóru að mæla Bændur fengu ampertöng og fóru að mæla ýmislegt og allsskonar og komust að því að það var að koma straumur inn í fjós frá inntakstöflu um spennujöfnunarvír og hann mældist 0,24 amper. Í júní 2020 var núllunarband í rafmagnstöflu tekið burtu (með leyfi) og treyst á jarðskautið sem fjósið hafði. Við þessa aðgerð lækkaði straumurinn sem fór um spennujöfnunarvírinn og urðu kýr mun sáttari við að koma í mjaltaþjóninn og ástandið varð miklu betra en bændur ekki alsáttir með þetta en svona var þetta haft þar til haust 2021. Eftir það þá fóru bændur að gera ýmsar prófanir með spennujöfnun og var öll spennujöfnun í nýja fjósinu tekin úr sambandi og höfð þannig nokkrar vikur og þá varð frumutala lág og kýr þægar í mjöltum. Er frá leið var eins og spenna færi að hlaðast upp og sérstaklega í roki, þá var spennujöfnun sett í samband aftur með straumbeini á milli til að hindra að straumur bærist um fjósið en það var samt eitthvað sem bændur voru ekki sáttir við en svona var þetta til haustsins 2022. Merkilegt þótti að frá því að fjósið var tekið í notkun þá voru kýr settar út á sumrin en þær komu sjaldan sjálfviljugar inn í fjós til að fara í mjaltir. Þær hímdu jafnvel úti í roki og rigningu frekar en að koma inn í fjósið. Sumarið 2022 voru kýrnar mun viljugri að kom inn í fjós sjálfar. Haustið 2022 kemur gestur í fjósið og segir að fjósið sé vitlaust spennujafnað, það sé spennujafnað í hring en það megi alls ekki. Þá fara bændur í þá vegferð að aftengja straumbeininn og að tryggja að allur búnaður og grindur séu bara jarðtengdar á einum stað. Hugsunin á bak við það er að hindra eftir fremsta megni hringrásastrauma. Til dæmis var mjaltaþjónninn jarðtengdur á þremur stöðum en eftir breytingar bara á einum stað. Sama átti við um burðarvirki, í stað jarðbindinga á þremur stöðum var aðeins ein jarðbinding tengd. Bændur eru næmir á líðan sinna dýra og fullyrti Valdimar bóndi á Sólheimum að meiri friður hefði færst yfir fjósið eftir þessar aðgerðir. Kýr sem áður flýttu sér út úr mjaltaþjóni þegar hann opnaði eru orðnar miklu slakari og mjaltaþjónn þarf jafnvel að ýta þeim út. Kýr drekka vatnið núna en áður var algengt að þær löptu upp úr vatnstrogi. Því hefur reyndar lengi verið haldið fram að það geti skipt sköpum að búnaður, járngrindur og burðarvirki sé bara spennujafnaður á einn tengipunkt, svokölluð stjörnutenging. Óeðlileg tæring á vatnslögnum hefur átt sér stað í fjósinu og lagnir fóru að leka þegar fjósið hafði verið í notkun í tvö og hálft ár, útilokað var að þetta hafi verið galli í pípulagnaefni. Það er ekki hægt annað en að samþykkja þá ályktun að rafmagn hafi eitthvað með þessi vandkvæði að gera. Einkennileg hegðun dýranna, óeðlileg veikindi og jafnvel óútskýrður dauði virtist fylgifiskur þessa vandkvæða. Í heild er líklegt að bændurnir hafi misst úr framleiðslu um 20 kýr og orðið fyrir búsifjum vegna lélegra gæða mjólkur fyrir utan óhemju vinnu við að sinna þessu máli og leita lausna. Í dag eru nyt með allra besta móti og friður í fjósinu. Það verður að teljast þjóðþrifa mál að komast að sannleikanum um hvernig koma má í veg fyrir tjón eins og hjá bændunum á Sólheimum. Finna lausnir byggðar á áreiðanlegum mælingum og skapa regluverk í kringum það sem gæti komið með öllu í veg fyrir að svona geti gerst. Valdemar Gísli Valdemarsson, Höfundur er rafiðnfræðingur með ódrepandi áhuga á rafmagni, náttúrulegu sem manngerðu, og mögulegum áhrifum þess á líðan manna og dýra. Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 匀欀漀爀爀椀 攀栀昀 ∠ 䈀氀搀猀栀昀椀 ㄀㈀ ∠ ㄀㄀  刀瘀欀 ∠ 㔀㜀㜀ⴀ㄀㔀㄀㔀 ∠ 眀眀眀⸀猀欀漀爀爀椀⸀椀猀 䔀爀 樀攀瀀瀀椀渀渀 爀愀昀洀愀最渀猀氀愀甀猀 㼀 猀琀愀爀琀 昀礀爀椀爀 樀攀瀀瀀愀渀渀  瘀攀琀甀爀嘀攀氀搀甀 爀甀最最琀 䴀氀甀洀 ∠ 匀欀椀瀀琀甀洀 ∠ 吀爀愀甀猀琀 漀最 昀愀最氀攀最 ︀樀渀甀猀琀愀
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.