Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2023 Rauðspretta er afar góður matfiskur og er í algjöru uppáhaldi á mínu heimili þegar á að pönnusteikja fisk og bera fram ásamt grænmeti í einni og sömu pönnunni. Einfalt og fljótlegt þegar það á við og svo má líka breyta og bæta eftir smekk með því sem fellur til í ísskápnum hverju sinni. Rauðsprettan er líka þekkt undir heitinu skarkoli og er vinsæll fiskur, til dæmis mikið veidd í norðaustanverðu Atlantshafi, Norðursjó, Ermarsundi og víðar. Hjá frændum okkar Dönum er rauðsprettan í miklum metum, yfirleitt hjúpuð í brauðraspi, og djúpsteikt og flestir hafa smakkað hana í því formi á dönsku smurbrauði með remúlaði og sítrónu. Við sleppum mælieiningum í þetta skiptið, flestir hafa jú ágæta tilfinningu fyrir því hvað þarf til að metta sína fjölskyldu og gesti. Steiktur fiskur þarf alla jafna sýru í sósu og eða meðlæti til að ná fram góðu jafnvægi í bragði, algengast er auðvitað að nota sítrónu og skera í báta sem má svo kreista yfir fiskinn. Líka vinsælt að nota kapersber sem eru pikkluð og hafa þess vegna skarpt ediksbragð. Til dæmis í bræddu smjöri þar sem laukur og kapers koma saman. Hér prófum við að nota kornasinnep, sem inniheldur jú líka edik rétt eins og kapersberin og er mjög gott, í hæfilegu magni auðvitað, með rauðsprettunni. Nú þegar uppskerutími íslensks útiræktaðs grænmetis okkar íslensku grænmetisbænda stendur yfir er ekki hægt að sleppa því að nýta það bragðgóða góðgæti, kartöflur og gulrætur þarf að vera búið að forsjóða áður en við skellum fiskinum, sem best er að ofelda ekki, á pönnuna. Spergilkálið sker ég niður í smærri hnappa og elda í ofni í 10 mínútur á 180 gráðum áður en ég hefst handa við steikja sjálfan fiskinn. Salat er einfalt að gera, að því gefnu að hráefnið sé ferskt og gott, af íslensku gæðasalati er úrvalið nægt. Til að gera það örlítið áhugaverðara bæti ég hér við bökuðum smátómötum sem eru algjört sælgæti ásamt Feta osti. Svo má hafa í huga að salat þarf ögn af dressingu eða góðri olíu og skvettu af ediki til að bragðast sem best. Svo er ekki verra að setja ögn af sjávarsalti á það áður en það er borið fram. Steikt rauðspretta, kartöflusmælki, gulrætur, spergilkál og sinnepssmjör Rauðsprettuflök Hveiti Matarolía Smjör Kartöflusmælki Gulrætur Spergilkál Kornasinnep Skolið, þerrið flökin og fjarlægið beinagarðinn og athugið hvort önnur bein fylgi flakinu sem þarf að snyrta frá, skerið í hæfilega bita og endilega leyfið roðinu að vera á því það er bragðgott og eiginlega ómissandi að fá það með fiskinum. Veltið upp úr hveiti, saltið og steikið á vel heitri pönnu með matarolíu, bætið veglegri klípu af smjöri saman við. Veltið flökunum og bætið grænmetinu á pönnuna og steikið þar til fiskurinn er eldaður. Sem er yfirleitt mun fyrr en flestir halda! Í lokin er kornasinnepi hrært við smjörið eftir smekk og hér má líka setja ögn af hunangi. Smakkið til með salti og berið fram. Ferskt salat með bökuðum smátómötum og Feta osti Gott ferskt salat Smátómatar Flögusalt Ögn af flórsykri Feta ostur Ólífuolía Gott edik Ristuð graskersfræ Byrjum á að setja tómatana í eldfastan bakka sem hæfir magninu, má s.s. ekki vera of stór, stráið ögn af flórsykri yfir, saltið og setjið síðast skvettu af ólífuolíu. Bakið í ofni á 130 gráðum í 20 mínútur. Skolið og þerrið salatið og rífið niður eftir smekk, dreifið á bakka, eða víða skál og rífið Feta ost yfir. Bætið tómötum, graskersfræjum, ólífuolíu og ögn af ediki við. Nú eða klassískri franskri salatdressingu sem tekur enga stund að laga. Einföld frönsk salatdressing „vinaigrette“ 1 msk. Dijon sinnep 3 msk. rauðvíns- eða hvítvínsedik 1 dl góð kaldpressuð olía Salt Blandið í krukku með loki og hristið vandlega saman, smakkið til með salti. Geymist í kæli í a.m.k. viku. Það er líka tilvalið að hræra uppskriftina saman í öflugum blandara. Uppskriftina má svo nota sem grunn, bæta t.d. við ferskum jurtum, skarlottulauk eða eldpipar ef staður, stund og stemningin kallar á slíkar breytingar. MATARKRÓKURINN Rauðspretta í pönnu – með grænmeti og sinnepssmjöri Skemmtilegt að vera til! Nafn: Magnús Þór Atlasson. Aldur: Verður 9 ára í október. Stjörnumerki: Sporðdreki. Búseta: Kot, Svarfaðardal. Skóli: Dalvíkurskóli. Skemmtilegast í skólanum: Íþróttir, listir og verkgreinar. Áhugamál: Öll dýr en sérstaklega kindur, sauðfjárlitir, fótbolti og fara í berjamó. Tómstundaiðkun: Hjálpa til í sveitinni og fara á hestbak. Uppáhalds matur: Kjötsúpa. Uppáhaldslag: Farinn. Uppáhalds litur: Blár og rauður. Uppáhalds mynd: Aladdín. Fyrsta minning: Þegar ég var að borða kjúkling í leikskólanum. Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert: Mér finnst skemmtilegast að vera í fjárhúsunum. Það var líka mjög gaman þegar við fjölskyldan fórum til Tenerife og fórum í dýragarð. ERFINGJAR LANDSINS Setja skal inn tölur frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt - og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. SUDOKUÞRAUTIR Bændablaðsins Þung Þyngst Létt Miðlungs Hafliði Halldórsson haflidi@icelandiclamb.is Hann Magnús Þór er duglegur og skemmtilegur strákur sem veit ekkert skemmtilegra en að vinna heima í sveitinni og þá sérstaklega pæla í og vera með kindunum. Við hvetjum sem flesta til að hafa samband ef ykkur langar að vera með! Hafið samband: sigrunpeturs@bondi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.