Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2023 LÍF&STARF Á FAGLEGUM NÓTUM Traustar hagtölur eru grundvöllur upplýstrar umræðu Markaður fyrir mjólkurafurðir hér á landi hefur vaxið umtalsvert síðastliðinn einn og hálfa áratug. Árið 2008 nam heildarsalan 112,3 milljónum lítra á fitugrunni o g 11 7 , 1 milljón lítra á próteingrunni. Fimmtán árum síðar hafði sala á fitugrunni aukist um 31%, eða í 147,2 milljónir lítra. Sala á próteingrunni hefur hins vegar vaxið minna og nam 128 milljónum lítra árið 2022. Skýringuna á þessu misræmi og því að nú hallar á próteinsöluna má að verulegum hluta rekja til aukins innflutnings á ostum á grundvelli umsamdra tollfrjálsra kvóta í viðskiptasamningum við ESB og fleiri lönd. Fjölbreytt flóra innfluttra vara Undanfarin ár hefur bæði magn og fjölbreytni í innfluttum mjólkurvörum og vörum sem innihalda hráefni úr mjólk aukist eins og glöggt má sjá í hillum verslana. Annars vegar er um að ræða hefðbundnar mjólkurvörur eins og jógúrt og osta sem falla undir kafla fjögur í tollskrá líkt og aðrar mjólkurvörur. Hins vegar eru svo ýmsar samsettar vörur sem eru að uppistöðu úr mjólk en öðrum efnisþáttum, svo sem bragðefnum viðbættum sykri eða sætuefnum og fleiru, hefur verið bætt í. Slíkar vörur flokkast í aðra tollflokka sem margir eru á lágum tollum og oft án tolla, einkum á grundvelli sér­ stakra viðskipta samninga. Í smá­ sölu verslunum ber m.a. allnokkuð á mjólkur drykkjum sem flokkast í einhverja af þeim 13* „skiptiliðum“ í undirlið 2202.99 í íslensku tollskránni, yfir drykki sem eru að uppistöðu úr mjólk. Þessar vörur eru án tolla frá löndum innan EES svæðisins og Sviss auk fjölmargra annarra landa sem gerðir hafa verið tvíhliða viðskiptasamningar við, þar með talið Bretland og Kína. Innfluttar drykkjarvörur Verslunarskýrslur sem teknar eru saman á grundvelli inn­ og útflutningsskýrslna eru mikilvægar hagtölur fyrir alla þá sem vilja t.d. greina þróun markaða fyrir mismunandi vörur. Samkvæmt þeim hefur innflutningur á fyrrnefndum drykkjarvörum numið á milli 400 og 500 tonnum á ári sl. fjögur ár. Fyrstu 7 mánuði þessa árs var innflutningurinn kominn í 259 tonn. Erfitt er samt að henda reiður á hvort þessu beri saman við útflutningstölur helstu viðskiptalanda þar sem tollflokkun er ekki algerlega samræmd og alls ekki á skiptiliði (átta stafa tollskrárnúmer). Það vekur engu að síður athygli að heildar innflutningur á drykkjarvörum (hér teljast einnig með sem dæmi gosdrykkir og jurtadrykkir) í undirlið 2202.99 frá ESB til Íslands nam um 2.700 tonnum árin 2021 og 2022. Útflutningur frá ESB til Íslands nam hins vegar tæpum 6.000 tonnum árið 2021 og 5.073 tonnum árið 2022 samkvæmt skýrslum EUROSTAT. Áhersla á mikilvægi hagskýrslna Tollskýrslur eru ekki aðeins grundvöllur þess hvort og hvaða tolla beri að greiða af innflutningi, ýmis önnur gjöld eru lögð á við innflutning eins og úrvinnslugjald og virðisaukaskattur. Þá eru fyrrnefnd not við hagskýrslugerð einnig mikilvæg. Því skiptir miklu að tollskýrslur séu réttar. Af hálfu ESB og einstakra aðildarríkja þess er lögð rík áhersla á þetta. Þannig gera reglugerðir ESB ráð fyrir því að inn­ og útflytjendur hafi skyldum að gegna í því sambandi, þ.m.t. að tollskýrslur séu rétt útfylltar. Ef brotið er gegn þessu leiðir það til þess að inn­ og útflytjendur þurfi að sæta því að missa rafrænan aðgang að gagnagrunnum ESB. Ef málið varðar innflutnings­ og útflutningsleyfi fyrir tollkvóta er unnt að útiloka inn­ og útflytjanda frá því að flytja út úr ESB eða dreifa á markaði ESB öllum vörum sem falla undir viðkomandi innflutnings­ eða útflutningskvóta. Óhætt er að fullyrða að inn­ og útflytjandi, sem þarf að leggja fram tollskýrslur á pappírsformi, eða aðili sem er útilokaður frá þátttöku í tollkvótum, starfar ekki lengi eftir að slíkum viðurlögum hefur verið beitt. Í febrúar 2021 skipaði fjármála­ ráðherra starf shóp til að greina misræmi milli magns í útflutnings tölum úr viðskiptagagnagrunni ESB og innflutningstölum Hagstofu Íslands í sömu tollflokkum, sbr. kafla 4.2.1 í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá febrúar 2022 um tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða. Í skriflegu svari fjármálaráðherra frá 16. desember 2022 við fyrirspurn um málið frá Högna Elfari Gylfasyni, varaþm., kom fram að áætluð starfslok hópsins yrðu í lok janúar 2023. Skýrslan er enn ekki komin fram en vonandi mun hún varpa ljósi á þessar spurningar þegar upp verður staðið. Erna Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá MS Heillaðist af íslenska hestinum og flutti til Íslands Á bænum Mið-Grund undir Eyjaföllunum býr kona að nafni Martina Holmgren ásamt fjölskyldu sinni. Martina er ættuð frá Svíþjóð og starfaði sem fjármálaráðgjafi í Stokkhólmi þegar hún ákvað að elta drauminn og flytja til Íslands til þess að starfa með íslenska hestinum. Martina ólst upp í Svíþjóð og komst þar í kynni við íslenska hestinn sem ung stelpa. Hún heillaðist af hestinum og ákvað að hún yrði að heimsækja Ísland. Hún kom hingað til lands fyrst árið 2009 og varð ástfangin af landi og þjóð. Ekki leið á löngu þar til hún var farin að eyða öllum sínum frítíma hérlendis og dreymdi um að einn daginn myndi hún eignast hér hesthús fullt af íslenskum gæðingum. Í tíma sínum hérlendis starfaði hún við þjálfun hesta og hreifst af því hvernig hestar eru haldnir og hvað þeir búa við mikið frjálsræði, í stórum hjörðum á víðfemnu landsvæði og hlaupa frjálsir í hestaferðum. Lifir drauminn Hún átti sér draum um að setja upp starfsemi hérlendis í kringum íslenska hestinn, að bjóða upp á reiðskóla fyrir börn, hestaleigu og hestaferðir fyrir bæði Íslendinga og ferðamenn. „Það kom að því að ég fékk leið á því að vinna á skrifstofu, horfa á tölvuskjáinn og fletta pappírum. Draumurinn var að vinna með íslenska hestinum og einn daginn lét ég verða af því og flutti til Íslands. Síðan eru liðin 10 ár. Ég kynntist svo manninum mínum fljótlega eftir komuna hingað til lands og í stuttu máli sagt þá stofnuðum við fjölskyldu og eigum í dag þrjú börn saman.“ Þau ákváðu að taka við búi foreldra mannsins hennar og í dag eru þau búsett á Mið­Grund, en þar var áður rekið kúabú. „Við höfum breytt hluta af fjósinu í hesthús og komið okkur upp ágætri aðstöðu. Við ætlum að reka hér hestaleigu allan ársins hring, þar sem fólk getur bókað bæði styttri og lengri dagsferðir með leiðsögumanni. Við erum staðsett á milli fjalls og fjöru og hér í kring eru skemmtilegar reiðleiðir s.s. að Reynisfjöru og Írafossi.“ Í sumar var einnig boðið upp á reiðskóla fyrir börn og unglinga. „Það var hluti af draumnum að bjóða upp á reiðskóla. Ég sótti reiðskóla sjálf sem barn og unglingur og það gaf mér mikið, mig langaði því að endurgjalda gjöfina og bjóða upp á reiðskóla og starfsemi fyrir börn og unglinga. Það er svo gaman að upplifa gleði barnanna í samvistum þeirra með hestinum, að fylgjast með þeim læra að umgangast hestinn, að ná tökum á stjórnun hans og ásetu sinni. Hvernig þau eflast og styrkjast. Í sumar komu hingað 150 börn í reiðskólann og allt gekk ótrúlega vel,“ segir Martina. Martina er stórhuga og lætur hlutina gerast. Nýjasta hugmynd hennar er sú að bjóða Íslendingum upp á skipulagðar hestaferðir. „Hugmyndin kviknaði þegar ég var sjálf að reyna að leita að hestaferðum og fann lítið af ferðum sem buðu upp á þann möguleika að koma með sína eigin hesta. Yfirleitt eru þetta vinahópar sem taka sig saman og skipuleggja hestaferðir. Mig langar til að bjóða upp á slíka þjónustu og næsta sumar býð ég upp á skipulagðar hestaferðir þar sem fólk mætir með sína eigin hesta og við sjáum um rest. Við höfum aðstöðuna hér, skipuleggjum ferðina, bókum skálana, erum með trússbíl, maðurinn minn er kokkur og getur séð um matinn. Hér er því allt til alls. Næsta sumar munum við bjóða upp á ferðir um Landmannalaugar, Þórsmörk og svo er í boði ferð sem við köllum Tindfjallahringur.“ Elskar vinnuna og íslenska hestinn Martina er ánægð með að hafa hoppað út í djúpu laugina og elt drauminn sinn. „Ég elska vinnuna mína í dag, íslenska hestinn og allt það sem honum tengist, allt þetta bras og umstang og enginn dagur er eins. Það er ómetanlegt að vinna með börnum, vera með dýrunum og vera úti í náttúrunni. Ég þarf stundum að klípa mig og átta mig á því að ég er að lifa drauminn minn,“ segir Martina að lokum. Fyrir áhugasama má finna meiri upplýsingar á heimasíðu hennar hestarogfjoll.is /ÞAG Næsta sumar verður boðið upp á skipulagðar hestaferðir þar sem fólk mætir með sína eigin hesta og þau hjónin sjá um rest. Myndir / Martina Holmgren Martina Holmgren. Erna Bjarnadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.