Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2023 LÍF&STARF HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Fiskiprótein fyrir konur – Heimsmeistarar í Crossfit í frumkvöðlastarfi Matvælasjóður hefur úthlutað þremur milljónum í styrk til rannsókna og framleiðslu á próteini úr íslenskum fiski sem verður sérstaklega markaðssett fyrir konur. Gísli Ragnar Guðmundsson er styrkþeginn en með honum að verkefninu standa tvær af fremstu íþróttakonum Íslands, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir, sem hvor um sig er tvöfaldur heimsmeistari í Crossfit og hafa því hlotið titilinn „fittest on earth“. Vörumerkið dóttir Gísli, sem er iðnaðarverkfræðingur að mennt, hefur áður starfað með Katrínu Tönju og Annie Mist undir vörumerkinu dóttir við hönnun og framleiðslu á heyrnartólum sem hlaut mjög góðar viðtökur. „Við Katrín kynntumst í Verzlunarskólanum fyrir tæpum 10 árum en þar vorum við bekkjarfélagar. Þær höfðu svo samband við mig nokkru seinna og fengu mig til liðs við sig til að vinna að vörumerkinu dóttir sem er í þeirra eigu. Vörumerkið settu þær á laggirnar fyrir nokkrum árum en þær hafa verið að velta fyrir sér hvernig þær geti látið gott af sér leiða og þróað sinn feril eftir að keppni lýkur, líkt og margir íþróttamenn gera,“ segir Gísli. Katrín Tanja og Annie Mist eru miklar fyrirmyndir, bæði innan vallar sem utan, og eru talskonur heilbrigðs lífsstíls. Þær njóta vinsælda á samfélagsmiðlum og hafa hvor um sig 1–2 milljónir fylgjenda. Í starfi sínu sem íþróttakonur í fremstu röð á heimsvísu hafa þær í gegnum tíðina átt í samstarfi við ýmis fyrirtæki sem snúa að heilbrigðum lífsstíl og þar á meðal við fyrirtæki sem framleiða ýmiss konar vítamín og fæðubótarefni. Þær hafa því töluverða reynslu af notkun fæðubótarefna og ávinningi þeirra ásamt því að hafa ákveðna skoðun á slíkum vörum. Þessa þekkingu vilja þær nýta til að setja á markað prótein og kollagen unnið úr íslenskum fiski sem hugsað verður sérstaklega fyrir konur. Markaðssett fyrir konur Gísli segir að þær rannsóknir sem hafa verið gerðar varðandi fæðubótarefnið prótein, inntöku og áhrifa þess, séu fáar miðaðar að konum en konur eru síður nýttar til rannsókna vegna tíðahringsins sem hefur mögulega áhrif á niðurstöðurnar. Hugmynd þeirra sé að framleiða og markaðssetja prótein sem ætlað er konum, en henti þó öllum, og með því móti stuðla að bættum lífsgæðum kvenna og heilbrigðari lífsstíl þeirra. Þau hafa sérstaklega verið að skoða áhrif próteininntöku á breytingaskeiði kvenna og hvernig það geti mögulega auðveldað þessar breytingar. Þau eru í samstarfi við nýsjálenska vísindakonu, dr. Stacy Sims, sem vakið hefur athygli fyrir rannsóknir sínar á kynjamun á þjálfun og næringu yfir ævina. Varan á rannsóknarstigi Gísli segir að flest það prótein sem er á markaði í dag sé svokallað „whey“ prótein sem er unnið úr mjólkurvörum. Þau vildu hins vegar vinna prótein og kollagen úr fiski sem fellur til og er ekki nýttur og stuðla þannig að sem bestri nýtingu hráefnisins. Þau hafa átt samtal við framleiðslufyrirtækið FoodSmart Nordic, sem staðsett er á Blönduósi, með rannsóknarvinnuna. „Verkefnið okkar er á rannsóknarstigi í dag. Eins og staðan er í dag þá er framleiðslukostnaður of hár en með ákveðinni stærðarhagkvæmni má ná kostnaði niður. Við erum því að kanna það hvort framleiðendur í Bandaríkjunum, sem Annie og Katrín hafa verið í samstarfi við áður, séu tilbúnir að koma að framleiðslunni með okkur.“ Gísli segir að lokum að hann sé spenntur fyrir framhaldi verkefnisins og vonar að línur fari að skýrast fljótlega varðandi framleiðslu svo hægt verði að halda áfram með vinnslu verkefnisins. /þag Styrkþegarnir Gísli Ragnar Guðmundsson, Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd / Aðsend Íslendingar á heims meistara- móti smalahunda Á Norður-Írlandi var haldið heimsmeistaramót alþjóðlegra samtaka smalahunda á dögunum. (e. International sheep dog society) Tveir Íslendingar ásamt smala- hundum sínum tóku þátt, en heims- meistaratitillinn féll í skaut Norð- manna að þessu sinni. Í heildina tóku 240 hundar þátt sem komu frá 30 mismunandi löndum og til að halda mótið þurfti 1.200 kindur sem nýttar voru til smalamennskunnar. Fyrir hönd SFÍ fóru Elísabet Gunnarsdóttir með hundinn Ripley og Maríus Halldórsson með hundinn Rosa. Elísabet og Ripley enduðu í 24. sæti en Maríus og Rosi í 30. sæti. Það var svo Norðmaðurinn Petter Landfald með hundinn Max sem landaði heimsmeistaratitlinum eftir mjög fagmannlega útfært rennsli. Fyrstu tvo dagana er keppt í sex 40 manna riðlum en efstu keppendur hvers riðils halda áfram í undanúrslit og að lokum standa eftir 16 keppendur sem taka þátt í úrslitum. Þegar komið er í úrslit verða verkefnin töluvert erfiðari. Í tilkynningu frá Smalahundafélagi Íslands (SFÍ) er greint frá því að hundarnir byrja á að sækja einn hóp af tíu kindum og færa á ákveðinn stað í brautinni. Því næst þurfa þeir að snúa frá þeim hópi og sækja annan hóp kinda sem staðsettur er annars staðar í brautinni. Sameina þarf kindahópana og reka eftir beinni línu á svokölluðum þríhyrningi í gegnum hlið og skiptihring. Þegar því er lokið þarf að flokka frá 15 kindur sem ekki eru með hálsól. Þetta allt þarf að framkvæma á undir 30 mínútum. /þag Elísabet Gunnarsdóttir með hundinn Ripley endaði í 24. sæti og Maríus Halldórsson með hundinn Rosa endaði í 30. sæti á heimsmeistaramóti smalahunda þar sem 240 keppendur tóku þátt. Mynd / Aðsend - SÍF Í Brákarey í Borgarfirði er hand- verks sláturhús sem slátrar sauðfé og stór gripum árið um kring. Eiríkur Blöndal stjórnar- formaður segir haustin ekki vera sama álagspunkt og í hefðbundnum sláturhúsum. Að jafnaði er slátrað vikulega, en Eiríkur segir sláturdagana vera tvo í hverri viku núna á haustin. Á þessum árstíma sé helsta breytingin sú að meira sé slátrað af fullorðnu fé, en utan hefðbundins sláturtíma sé aðallega slátrað gimbrum. Mikil nýsköpun Núna sé þar að auki meira um að slátrað sé fyrir þá bændur sem taka lambakjöt til heimanota eða til frekari vinnslu og sölu beint frá býli. Brákarey býður bændum upp á að verka kjötið eftir þeirra óskum og segir Eiríkur þar mikla fjölbreytni og nýsköpun. Allir viðskiptavinirnir láti kjötið hanga. Hann segir ágætt verð fást fyrir ferskt kjöt, en markaðinn ekki stóran. Mikill áhugi sé meðal fagmanna í veitingageiranum að versla þeirra vörur, því þó þær séu dýrari þá sé þetta af bestu gæðum. Ólíkt því sem venjan er, þá hefur kjötið sem Brákarey selur veitinga- húsum aldrei verið fryst. Eiríkur segir kjötið ekki fást í hefðbundnum matvöruverslunum. Önnur sérstaða sláturhússins er sú að það er með lífræna vottun. Þar sé því hægt að slátra nautgripum frá þeim kúabúum sem eru hluti af Biobú. Þar sem hafi orðið bakslag í lífrænni vottun sauðfjárræktarinnar séu vannýtt tækifæri á því sviði. Eiríkur segir umsvif sláturhússins hafa aukist hægt og rólega. Nú sé um hundrað gimbrum slátrað mánaðarlega utan venjulegs sláturtíma og er fjöldi starfsmanna á bilinu sex til átta. Úrgangsmál óljós Með breytingum á lögum um förgun lífræns úrgangs segir Eiríkur mjög óljóst hvernig hlutirnir eigi að verða og hvort ríki eða sveitarfélög eigi að sjá um framkvæmdina. Enginn móttökuaðili geti tekið við úrganginum og reiknar hann með að fleiri sláturhús glími við sama vanda. Því sem á annað borð sé hent sé enn urðað. Brákarey hafi nýlega fengið styrk til verkefnis sem miðar að því að minnka losun úrgangs. „Við erum að vinna mikið við að nota sem mest af aukaafurðunum, þannig að við hirðum mjög margt og erum komin með góða samstarfsaðila í því.“ /ÁL Brákarey: Sauðfjárslátrun allt árið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.