Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2023 Á ársfundi Byggðastofnunar, sem haldinn var í lok apríl sl., var Halldóra Kristín Hauksdóttir settur nýr stjórnarformaður, eftir fjögurra ára setu sem vara- formaður stjórnar. Halldóra Kristín, sem er starfandi lögfræðingur velferðarsviðs Akur- eyrar, stendur einnig vaktina sem bæði eggjabóndi í Sveinbjarnargerði á Svalbarðsströnd og formaður Félags eggjabænda auk þess að vera í stjórn Bændasamtaka Íslands. „Hjá Bændasamtökunum hef ég átt kost á því að taka þátt í og móta þær mikilvægu breytingar sem þar hafa átt sér stað,“ segir Halldóra. „Mér hefur fundist ánægjulegt að horfa á þær verða að veruleika og sjá samtökin vaxa og dafna – verða aftur raunverulegur málsvari allra bænda á Íslandi.“ Bendir hún á að sameinaðir séu bændur svo miklu sterkari heldur en hver grein í sínu horni. Íslenskur landbúnaður sé burðarás er kemur að búsetu fólks í dreifðum byggðum auk þess að vera sú atvinnugrein sem snýst um að yrkja landið og rækta dýr og grænmeti til manneldis eða annarra nytja. Hver framtíð og þróun íslensks landbúnaðar verður, er háð þeim starfsskilyrðum sem ríkisvaldið skapi. Yfirgripsmikil og kostnaðarsöm aðgerð Nýverið gekk í gildi reglugerð þess efnis að allar hænur skyldu hafðar í lausagöngu og vinnur nú Matvæla- stofnun að úttekt allra búa sem hafa starfsleyfi til frumframleiðslu eggja. Er þetta mikill áfangi sem hefur dregist heldur lengi, en Evrópusambandið innleiddi kröfuna árið 2012. Aðspurð segir Halldóra ágætlega hafa verið tekið í þessa skipan í hópi eggjabænda, en þó sé um bæði stórfellda og kostnaðarsama framkvæmd að ræða á húsnæði þeirra. Hefur skipunin því miður orðið til þess að minni framleiðendur hafi hætt búskap vegna þess mikla kostnaðar sem af henni leiddi, en starfandi eru eggjabændur alls tólf talsins. Með það í huga verður að benda á að til viðbótar hafi nú öll aðföng við framleiðslu hækkað verulega og nær ómögulegt er að eggjaverð haldist óbreytt þó tilmæli sé um slíkt frá ráðamönnum. Eggjaframleiðslan sem slík sé hins vegar í góðu gengi og það helsta sem myndi hafa áhrif á hana væri ef farið yrði út í breytingar á tollum. „Heilt yfir tel ég þessa skipan þó af hinu góða, sérstaklega ef litið er til dýravelferðar, segir Halldóra, en í lausagöngunni búa hænurnar við meira athafnafrelsi, meira rými og sýna þá frekar sitt náttúrlega atferli.“ Aðbúnaðarskilyrði og heilbrigði stofns Það hefur komið fram í umræðunni að mismunandi fyrirkomulag sé á breytingum húsnæðis er kemur að lausagöngu hænsnfugla. Algengust eru svokölluð pallakerfi þar sem hreiðrin eru höfð í miðjunni en fuglarnir fari á milli hæða. Aðrir kjósa að hafa hluta gólfs upphækkaðan og þá hefðbundið gólfkerfi á einni hæð. Halldóra, sem stendur að eggja- búinu Grænegg í samfloti við mág sinn og fjölskyldu, er vel kunnug þessum rekstri. Upphaflega voru foreldrar hennar eggjabændur og er gaman að segja frá því að þau voru fyrst allra í greininni til þess að hljóta vistvæna vottun fyrir framleiðslu sína. „Í dag er þessi vistvæna vottun ekki lengur til, en þeir sem hlutu hana urðu að uppfylla ákveðin skilyrði reglugerða um aðbúnað. Einnig voru hænurnar allar í lausagöngu, sem eins og áður sagði, í dag er orðin skylda.“ Halldóra var kosin formaður Félags eggjabænda nú í vor. Telur hún sérstöðu íslenskra eggjabænda vera allnokkra og þá helst fólgna í heilbrigði stofnsins. Vel er staðið að vörnum gegn sjúkdómum, en innflutningur varpstofnsins kemur þar við sögu. „Flutt eru inn frjó egg sem koma frá erlendu kynbótabúi sem koma síðan á einangrunar- og útungunarstöð sem staðsett er á Hvanneyri, en þá fugla köllum við foreldrafugla. Kynslóðin sem kemur undan þessum fuglum fer svo á sérstök bú sem hafa heimild til að unga út og endurselja eggjabúum. Þannig erum við í raun með tvöfalt kerfi sem býður upp á að hægt sé að bregðast við ef eitthvað kemur upp á.“ Halldóra nefnir einnig hversu vel sé staðið að eftirliti með fóðri og þá heilbrigði varpfuglanna. „Eftirlitið er sérstaklega gott og reglulega tekin sýni bæði úr fóðri, eggjum og úrgangi. Bændur fá heimsóknir frá sérfræð- ingum Matvælastofnunar jafnt og þétt og þurfa að lúta ströngum skilyrðum þeirra um heilbrigði og aðbúnað dýranna, auðvitað með tilheyrandi kostnaði.“ Allt lagt á borðið með ávinning að leiðarljósi Er talið berst að stöðu hennar sem nýsettum stjórnarformanni Byggða- stofnunar kemur skýrt fram að hún hefur brennandi áhuga á málefnum landsbyggðarinnar. Stefnumótun og eftirfylgni verkefna þar innan eru henni ofarlega í huga enda telur hún Byggðastofnun búa yfir ómetan- legum mannauð til þess að takast á við hin ýmsu verkefni. Hrósar hún samstarfsfólki sínu sem hún segir afar lausnamiðað og er full tilhlökkunar varðandi áframhaldandi samstarf. „Við komumst lengst þegar við vinnum saman, ræðum málin og leggjum allt á borðið, með það fyrir augum að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Það hefur mér fundist einkenna störf Byggðastofnunar,“ heldur hún áfram. „Að lögð hefur verið fram góð vinna hjá stjórn og starfsmönnum stofnunarinnar að stefnumörkun, sem verður leiðarljós okkar á næstunni. En framtíðarsýn stofnunarinnar er blómleg byggð um land allt.“ Brothættar byggðir Halldóra tekur skýrt fram að hennar áherslumál, líkt og hjá forvera hennar, Magnúsi B. Jónssyni, séu verkefni tengd eflingu byggðar og atvinnulífs, enda mikilvægt að tryggja jöfn tækifæri allra landsmanna til atvinnu og búsetu. Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is Sameinuð erum við sterkari – Halldóra Kristín Hauksdóttir tekst á við hindranir sem tækifæri aukinna lífsgæða Heilt yfir tel ég þessa skipan þó af hinu góða, sérstaklega ef litið er til dýravelferðar, en í lausagöngunni búa hænurnar við meira athafnafrelsi, meira rými og sýna þá frekar sitt náttúrulega atferli ...“ LÍF&STARF Halldóra ásamt sonum sínum fyrir utan eggjabú fjölskyldunnar, Grænegg. Halldóra í góðum hópi hænsnfugla. Myndir / Aðsendar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.