Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2023 Tré ársins 2023 er 11 metra hátt sitkagreni á Seyðisfirði og stóð af sér hamfarirnar í skriðuföllunum árið 2020. Tréð var formlega útnefnt við hátíðlega athöfn 10. september sl. Það er sitkagreni (Picea sitchensis) ofan við Hafnargötu 32. Tréð er 10,9 m á hæð, með ummál upp á 90,5 cm í brjósthæð. Hjónin Haraldur Aðalsteinsson og Sigurbjörg Björns- dóttir gróðursettu tréð árið 1975, en þau bjuggu í húsinu Sandfelli, sem nú er horfið. Gróskumikið starf á landsvísu Í tilkynningu frá Skógræktarfélagi Íslands segir að félagið útnefni árlega Tré ársins. Með því er sjónum almennings beint að gróskumiklu starfi á landsvísu í trjá- og skógrækt og bent á menningarlegt gildi einstakra trjáa. Ávörp fluttu Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga ehf. sem er bakhjarl verkefnisins, og Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, sem þakkaði Helga Hallgrímssyni náttúrufræðingi sérstaklega fyrir að hafa stungið upp á trénu sem verðugu Tré ársins. Stóð stóru skriðuna árið 2020 af sér Vakti athygli Helga að tréð hafði staðið stóru skriðuna árið 2020 af sér en hamfarirnar hrifu þá með sér bæði hús og annan yngri trjágróður á svæðinu þar sem tréð stendur nú stakt, fast á sinni rót. Hefur tréð því töluvert tilfinningalegt gildi fyrir íbúa Seyðisfjarðar og er ákveðinn minnisvarði um hamfarirnar. Seyðfirðingar geta státað af öðru Tré ársins, frá 2004, en það er evrópulerki (Larix decidua) við Hafnargötu 48. /sá FRÉTTIR Rangárþing eystra: Lagfærðu kláfferju frá 1898 – Gjöf til sveitarfélagsins Feðgarnir Páll Björgvin Guðmunds- son og Guðmundur Magnússon frá Efra-Hvoli í Rangárþingi eystra hafa lagfært kláfferjuna á Emstrum en ástand hennar var orðið nokkuð bágborið. Sveitarfélagið veitti styrk til kaupa á efni við lagfæringarnar en vinnuframlagið var þeirra framlag til þess að viðhalda þessari merkilegu sögu, sem er að baki kláfferjunni á Emstrum. Merkileg heimild um elju Sögu kláfferjunnar við Markarfljót á Emstrum má rekja allt aftur til ársins 1898 og er hún merkileg heimild um elju og dugnað bænda í Hvolhreppi við að koma ám sínum í beit á afrétt sinn á Emstrum, fjarri heimahögum. Sennilega hefur kveikjan á þörf á kláfferjunni verið hörmulegt slys er tveir ungir menn úr Hvolhreppi létust 1879 við að ferja fé yfir Markar- fljótið inn á Emstrur. Því er saga ferjunnar stórmerkileg, ekki bara í sögulegu tilliti heldur líka út frá menningarlegu sjónarmiði. Líklega hefur kláfferjan ekki verið notuð frá því að Markarfljótsbrúin var vígð árið 1978. Síðan þá hefur hún staðið, veðruð og skemmd, á tveimur steinum neðan Emstru- skálans, rétt ofan við gömlu kláfs- strengina yfir fljótið. Sögustiklum gerð skil Næsta sumar verður kláfferjunni aftur komið fyrir á steininum ofan Markarfljóts og sögustiklum gerð skil á skilti við kláfferjuna. „Munum við með einhverjum hætti koma því merkilega efni og samantekt á framfæri samhliða því að kláfferjunni verður skilað á sinn stað,“ segir Páll Björgvin stoltur af verki þeirra feðga, sem hann má svo sannarlega vera. /MHH Uppgerða kláfferjan og söguskiltið, sem feðgarnir eiga heiðurinn af. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, fékk að klippa á borða við söguskiltið um kláfinn. Með honum á myndinni eru feðgarnir Guðmundur og Páll Björgvin, auk björgunarsveitarmannsins Einars Grétars Magnússonar frá Dagrenningu á Hvolsvelli, en hann aðstoðaði við verkefnið á ýmsan hátt. Myndir / Aðsendar Seyðisfjörður: Rótfast í hamförum Tré ársins er vel rótfast 11 m hátt sitkagreni á Seyðisfirði og stóð af sér skriðuföllin þar árið 2020. Myndir / Brynjólfur Jónsson Frá útnefningu Trés ársins: F.v. Hafberg Þórisson, bakhjarl Trés ársins, Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings með viðurkenningaskjalið og Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur. Landssamband veiðifélaga: Vilja banna sjókvíaeldi Landssamband veiðifélaga hefur fengið nóg og efnir til mótmæla gegn sjókvíaeldi þar sem krafist er að iðnaðinum sé hætt. Í tilkynningu frá félaginu er greint frá því að á síðastliðnum mánuði hafa 250 norskir kynþroska eldislaxar veiðst í laxveiðiám eftir mengunarslys hjá Artic Fish. Talið er að fjöldi fiska sem gengið hefur í árnar séu mun fleiri, telji þúsundir og stór hluti þeirra sé kynþroska. Fiskarnir æða því í árnar sem eru margar af þekktustu ám landsins og para sig við villtan lax til að hrygna. Þannig verður til óafturkræf erfðablöndun sem mun að endingu eyða villta laxastofninum verði sjókvíaeldi ekki stöðvað, segir í tilkynningunni. Laugardaginn 7. október nk. kl. 15.00 á Austurvelli verður efnt til fjöldamótmæla sem er gert í nánu samstarfi við grasrótina og önnur náttúruverndarsamtök og þess krafist að sjókvíaeldi á Íslandi verði bannað. Áhyggjur af erfðablöndun Gunnar Örn Petersen, fram- kvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, hefur miklar áhyggjur af stöðu mála. „Það er komið að vendipunkti í þessari deilu, þetta er spurning um það hvort villti laxastofninn muni lifa eða deyja. Við höfum miklar áhyggjur af því að erfðablöndun sjókvíaeldisfisks við villta laxastofninn muni eyðileggja stofninn og verða honum að falli.“ Kynþroska eldisfiskur sleppur Gunnar útskýrir að sjókvía eldisfiskur sé algjörlega óskyldur villta laxastofninum. „Í sjókvíaeldinu er alinn, genetískt þróaður, norskur stofn sem á ekkert skylt við villta íslenska laxastofninn. Ef fram heldur sem horfir, og fleiri kynþroska eldisfiskar sleppa í árnar, þá mun villti íslenski stofninn blandast eldisfisknum og stofninn eyðast. Villti laxinn er þá að fara að hverfa.“ Gerðar hafa verið mótvægis- aðgerðir til að koma í veg fyrir eða seinka kynþroska sjókvíaeldisfiska. Ein aðferðin snýst um ljósastýringar í kvíunum svo fiskarnir nemi ekki breytingu í daglengd en það ræður því hvenær fiskarnir fara í kynþroska. Talið er að ljósastýringu hafi verið ábótavant í sjókvíunum og því hafi fjöldi fiska orðið kynþroska. Aðspurður segir Gunnar að farið verði fram á að sjókvíaeldi verði bannað. „Við óskum eftir því að þessi starfsemi verði bönnuð, sérstaklega á frjóum laxi. Ef notaður væri ófrjór lax, þá væri staðan ekki eins slæm. Erfðablöndun er þegar hafin í íslenskum ám og umhverfisslysin hrannast upp hjá sjókvíaeldisiðnaðinum. Við óttumst mjög þessa erfðablöndun, að villti laxastofninn sé í hættu sem og öll starfsemi í kringum hann. Hérlendis eru 2.250 lögbýli sem treysta á tekjur af laxveiðiám og í greininni starfa mörg hundruð manns sem veltir um 15 milljörðum á ári.“ Gunnar furðar sig á hversu lítið heyrist í stjórn völdum og ráða- mönnum. „Afleiðingarnar eru geigvæn legar fyrir villta laxastofninn en einhverra hluta vegna bregðast stjórnvöld ekki við. Nú bíðum við eftir hverjar niðurstöðurnar eru af þessu slysi, en þær koma líklega ekki fram fyrr en löngu seinna,“ segir Gunnar að lokum. /ÞAG Gunnar Örn Petersen. Mynd / Aðsend Kolefnishlutlaus garðyrkja 2040 Búgreinadeild garðyrkjubænda auglýsir eftir styrkumsóknum fyrir verkefni sem styðja við markmið samnings starfsskilyrða framleiðenda garðyrkjuafurða um kolefnishlutlausa garðyrkju 2040. Styrkumsókn þarf að fylgja kynning á verkefninu, framkvæmda- og fjárhagsáætlun. Umsóknarfrestur er til og með 19. nóvember Fyrirspurnum ásamt styrkumsóknum skal skila á netfangið gudrunbirna@bondi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.