Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2023 FRÉTTIR Um 500 manns á hesti – Laufskálaréttir ávallt vinælar Ein stærsta stóðrétt landsins fór fram síðastliðna helgi, laugar- daginn 30. september. Stóðrekstrarstjóri var Ólafur Sigurgeirsson á Kálfsstöðum og Bergur Gunnarsson á Narfastöðum hafði yfirumsjón með réttarstörfum. Bændablaðið ræddi við Berg Gunnarsson sem sagði að allt hafi tekist með miklum ágætum. „Veðrið lék við okkur, það var algjörlega frábært, og rekstrarstörf gengu vel. Í góðu veðri eru allir rólegir og slakir, bæði hestar og menn. Reksturinn gekk vel en í heildina eru þetta um 400 hross, sem skiptist í um 300 fullorðin hross og 100 folöld, sem rekin eru frá Kolbeinsdal og niður í Laufskálarétt.“ Bergur segir að í ár hafi metfjöldi fólks tekið þátt í rekstrarstörfum og riðið með rekstrinum. „Við smölunina töldum við tæplega 500 manns sem mættu á hesti, en það er með því mesta sem verið hefur. Þetta er blandaður hópur knapa, bæði eru þarna eigendur sem eru að sækja sín hross úr dalnum og fólk sem tengist þeim en það eru um 20 bæir sem nýta sér afréttina þó fleiri eigi rétt á upprekstri. Svo er einnig töluverður fjöldi sem mætir í gegnum hestatengda ferðaþjónustu, en þó nokkur fyrirtæki bjóða upp á ferðir tengdum Laufskálaréttum.“ Bergur segir að Laufskála­ réttarhelgin sé ein stærsta helgin í Skagafirði ár hvert. „Það er gaman að sjá hvað hesturinn hefur mikið aðdráttarafl en á föstudagskvöld mættu um 800 manns á reiðhallarsýningu í Svaðastaðahöllinni, en sýningin er haldin í tengslum við Laufskálaréttir. Á laugardeginum töldum við svo að um 2.500 manns hefðu komið í réttirnar meðan að réttarstörf stóðu yfir, sem er með mesta móti. Allt gekk þetta vel og slysalaust fyrir sig,“ segir Bergur að lokum. /þag FB Reykjavík Korngarðar 12 570 9800 FB Selfoss Austurvegur 64 a 570 9840 FB Hvolsvöllur Duftþaksbraut 1 570 9850 www.fodur.is fodur@fodur.is * Tilboðið gildir í október 2023 eða á meðan birgðir endast. TILBOÐ MÁNAÐARINS* 18% AFSLÁTTUR af búnti af 70mm staurum (203 stk.) Rúlla af gaddavír og rúlla af girðingarneti fylgja FRÍTT með. Þú velur grænt eða galv. 5, 6 eða 7 strengja. 139.900 kr. m/vsk. KAUPAUKI TAKMARKAÐ MAGN Minkarækt: Verð skinna mjög lágt Í september fór fram uppboð á minkaskinnum hjá Saga Furs í Finnlandi. Meðalverðið var langt undir framleiðslukostnaði. Einar Eðvald Einarsson, minkabóndi á Syðra­Skörðugili, segir það jákvæða við uppboðið að liðlega nítíu prósent skinnanna seldust, sem sé meira en í fyrra. Meðalverð íslenskra skinna á árinu voru tæpar fjögur þúsund krónur á meðan framleiðslukostnaðurinn er á bilinu sjö til átta þúsund krónur. Þetta var síðasta uppboð ársins. Áföll greinarinnar hafa verið stór undanfarin ár. Fyrst féll skinnaverðið árið 2016 í kjölfar mikillar offramleiðslu árið á undan. Covid­faraldurinn lokaði síðan á stærstu markaðina í Asíu. Einar segir þrengingar greinarinnar yfirleitt ekki hafa varað nema í þrjú til fjögur ár. Núna hafi minkabændur farið í gegnum átta ára samdráttarskeið, sem sé einsdæmi. Íslenskir minkabændur hafa í gegnum tíðina selt sín skinn á uppboði í Kaupmannahöfn. Eftir hrun greinarinnar í Danmörku hafi þeir fært sig til Saga Furs í Helsinki í Finnlandi. „Ég er ekki bjartsýnn á framtíðina, en auðvitað vonar maður að einhverjir standi þetta af sér,“ segir Einar. Árið 2015 hafi verið 32 starfandi minkabú á landinu, á meðan þau séu átta í dag. /ÁL Kjötvinnsla: Fræðslumyndbönd um úrbeiningu Nýlega voru fræðslumyndbönd um úrbeiningu og sögun á lambskrokkum gerð aðgengileg á vef Vörusmiðjunnar BioPol á Skagaströnd. Er myndbandaframleiðslan hluti af samstarfsverkefni á milli Vöru­ smiðjunnar og Farskólans, miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra. Nýlega lauk tökum á sambærilegum fræðslumyndböndum um vinnslu á ærskrokki og eru þau nú í eftirvinnslu. Frá hugmynd að tilbúinni vöru Að sögn Þórhildar M. Jónsdóttur hjá Vörusmiðjunni er markmið samstarfsins að auka færni hjá þeim sem vilja fara í matvælaframleiðslu. „Það hafa verið haldin yfirgripsmikil námskeið í samstarfi við Beint frá býli þar sem farið er yfir allt ferlið frá hugmynd að tilbúinni vöru. Við höfum fundið fyrir mikilli þörf á dagsnámskeiðum þar sem þátttakendur gætu gert hlutina sjálfir og lært aðferðir. Síðustu ár hefur verið boðið upp á fjölbreytt námskeið þar sem hefur verið farið í grunnþætti á framleiðslu á matvælum og hafa þau námskeið verið vel sótt. Við vildum svo gera betur og búa til fræðslumyndbönd bæði fyrir þá sem hafa komið á námskeið til okkar og þá sem vilja auka færni sína í að úrbeina, saga og ganga frá kjöti. Allir kannast við að fara á námskeið og læra handtökin og svo líður langur tími þar til þarf að nýta þekkinguna aftur og þá hefur fennt örlítið yfir þekkinguna. Þá er svo gott að geta rifjað upp hvernig þetta er gert með því að skoða fræðslumyndböndin.“ Fínir leiðbeinendur Þórhildur segir að góðir leiðbeinendur standi að námskeiðunum hjá Farskólanum. „Sigfríður Jódís Halldórsdóttir er ein af þeim. Hún er kjötiðnaðarmeistari með áralanga reynslu í verkun og vinnslu á kjöti. Eins og sést í þessum fræðslumyndböndum þá er handbragðið fumlaust og svo fylgir mikil fræðsla um vöðva og hvernig megi nýta skrokkana.“ Hún segir að myndböndin séu stutt og hnitmiðuð til að auðvelda fólki að hagnýta sér þau í afmarkaða vinnslu. Nýju myndböndin eru væntanleg von bráðar inn á vefinn. Myndböndin eru aðgengileg á slóðinni vorusmidja.is/ fraedsla. /smh Sigfríður Jódís Halldórsdóttir kjöt­ iðnaðarmeistari og Þórhildur M. Jónsdóttir á tökustað. Elvar Einarsson, hrossaræktandi og bóndi á Syðra- Skörðugili í Skagafirði, sækir Laufskálaréttir heim ár hvert. Elvar, ásamt fjölskyldu sinni, býður upp á hestatengda ferðaþjónustu í Skagafirði og nágrenni og m.a. ferðir í Laufskálaréttir á haustin. Í ár reið Elvar með hóp erlendra ferðamanna til rétta. Í hópnum voru Svíar, Norðmenn og Finnar ásamt framkvæmdanefnd síðasta heimsmeistaramóts sem haldið var í Hollandi nú í sumar. Elvar segir að dagurinn hafi verið frábær í alla staði. „Það var geggjuð upplifun að ríða í dalinn á laugardeginum, veðrið var algjörlega frábært og það var svo mikil ró yfir öllu.“ Vakið hefur athygli hversu margir mættu ríðandi í dalinn en talið er að um 500 manns hafi verið á baki. „Ég hef aldrei verið á hestbaki í svona stórum hóp og held að jafnvel fleiri en 500 manns hafi verið á baki. Þetta var einn af mínum merkilegustu dögum sem ég hef lifað, dagurinn var í alla staði frábær,“ segir Elvar. Aðspurður hvers vegna Laufskálaréttir séu jafn vinsælar og raun ber vitni segir Elvar að það sé margt sem heilli. „Náttúran og landslagið í Kolbeinsdal er einstakt. Þar er mikil saga og fjöldi gamalla eyðibýla sem riðið er fram hjá. Að fá tækifæri að ríða með svo stórum hópi knapa og lausra hrossa í rekstri er ekki eitthvað sem er í boði á hverjum degi. Það er mikilfengleg sjón að sjá stóðið koma niður úr Kolbeinsdal og í réttina. Svo eru Skagfirðingar einstaklega góðir gestgjafar og hingað er gott að koma.“ Elvar segir að lokum að þeir bændur og eigendur hrossanna sem reka hross á fjall í Kolbeinsdal og standa fyrir Laufskálaréttum eigi þakkir skildar fyrir að halda í þessa hefð. „Það er ekki sjálfgefið að bændur nenni að standa í þessu og að fá yfir sig fjölda af ferðamönnum, bæði íslenskum og erlendum, við réttarstörf. Frá því að ég man eftir mér þá hafa Laufskálaréttir verið stórviðburður og gleðin verið við völd og verður þannig vonandi áfram um ókomna tíð.“ /þag Einstök upplifun – Miklar vinsældir Laufskálarétta Bergur Gunnarsson. Mynd Freydís Bergsdóttir Veðrið lék við bæði hesta og menn í Laufskálaréttum en um 400 hross eru rekin þangað frá Kolbeinsdal. Mynd / Henk Petersen Elvar Einarsson á Syðra­Skörðugili reið með hóp af Svíum, Norðmönnum og Finnum ásamt framkvæmdanefnd síðasta heimsmeistaramóts sem haldið var í Hollandi nú í sumar. Myndir / Ásdís Ósk Elvarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.